Kátínuvísindin og fleiri tónverk frumflutt á síðdegistónleikum á Listahátíð ‹ Smugan

May 31, 2012 in blogg

Í Kátínuvísindunum eftir Pál Ragnar renna ljóð Eiríks Arnar Norðdahls, Hýperbólusetning og Parabólusetning, saman við hörpu, ásláttarhljóðfæri og rödd svo úr verður eitt magnað hljóðfæri. 

via Kátínuvísindin og fleiri tónverk frumflutt á síðdegistónleikum á Listahátíð ‹ Smugan.

Textar sem dansa aðra orðum | Eiríkur Örn Norðdahl – íslenska

May 18, 2012 in blogg

Skáld mála ljóðmyndir af sjálfum sér í hálfgerðu óhófi – bera sig og afhjúpa, rýna í sálir sínar öskrandi og hjalandi á víxl og leggja blæðandi hjörtu sín á borðið svo aðrir megi sjá hve þau þjást. Og þau mála ljóðmyndir af náttúrunni allt um kring – spegla sig og heiminn gervallan í lækjarsprænum, hvirfilbyljum, fjallagörðum, hafinu, húsum og skipum og skepnum. En þau mála líka myndir af öðrum – bestu ástarljóðin eru líklega þau sem mála hinn elskaða en þau verstu hin sem ná aldrei út fyrir tilfinningasemi skáldsins. Það flýr enginn sjálfan sig, en öllum er hollt að gefa öðrum hlutdeild í sér – það er auðvelt að verða ástfanginn af eigin tilfinningum en erfitt að elska aðra. Auk þess má mín vegna halda því fram að enginn sé fær um að elska einn – óendurgoldin ást sé einfaldlega ekki til. En ég er áreiðanlega til í að gefa mig með það ef á mig er gengið. En það breytir því ekki að hið expressjóníska ástarljóð er eins konar rúnk á almannafæri.

Grein úr Spássíunni um ástarljóð eftir Gertrude Stein og Kurt Schwitters via Textar sem dansa aðra orðum | Eiríkur Örn Norðdahl – íslenska.

Edith á afmæli

April 4, 2012 in blogg

Það kemur fram á Druslubókavefnum í dag að Edith Södergran hefði orðið 120 ára í dag ef hún hefði ekki … þið vitið. Ég þýddi einu sinni úrval úr aforismum hennar, Brokiga iakttagelser, og birti meðal annars hérna.

Druslubækur og doðrantar: Edith Södergran 120 ára.