Varsjá og 3:AM

April 5, 2010 in Fjallabaksleiðin, Fréttir

Hér er lífið allt að leysast upp í eitt endalaust brauðstrit. Nema að á morgun fer ég til Varsjár ásamt fleiri Nýhilistum til að makka með fólki úr Krytyka Polityczna – og lesa upp á miðvikudaginn. Veit ekki hvar en það byrjar klukkan sjö (það er greinilega mjög mikið gagn í þessum upplýsingum). Í Varsjá verð ég í viku við fundahöld og í skoðunarferðum.

Í dag birtist viðtal við mig í 3:AM Magazine og nokkur brot úr langljóðinu Hnefi eða vitstola orð (á ensku).

Share to Facebook
Share to Google Plus