Hversdagsleiðin

May 23, 2010 in Fjallabaksleiðin

Svona öskrar fólkið í Oulu.

Nýjasta nýtt! Ég er í flutningafríi. Flyt til norður Finnlands, til Oulu á jaðri Lapplands, úr hinni sænsku hobbí-melankólíu í atvinnumannadeildina í finnsku þunglyndi. Burt frá fyrstu H&M verslun heimsins, hæsta kokteilbarnum í Svíþjóð og öllu hinu. Til Oulu, heimilis finnska öskurkórsins og heimsmeistarakeppninnar í luftgítar. Þessi tímamót í líf mínu verða einnig notuð til þess að færa hversdagsþusið á þessari síðu hingað: www.norddahl.org/blogg. Á Fjallabaksleiðinni verður enn opið fyrir athugasemdir og þar munu birtast lengri pistlar um ble og bla eftir því sem þrasvöðvarnir í mér nenna að fara í taugarnar á fólki. En það verður altso voða lítið blogg hérna á forsíðunni lengur. Og þeim mun meira um að vera á sjálfu blogginu.

Share to Facebook
Share to Google Plus