Einræðisherrarnir og fleiri hljóðaljóð!

November 8, 2011 in Fréttir

Fyrir skitnar þrjár evrur (480 kr.) geturðu eignast heil 30 hljóðaljóð, samin, framin og flutt af Eiríki Erni Norðdahl. Fyrir fjórar evrur í viðbót (1.100 kr. alls) geturðu fengið sendan disk (heimabrenndan með kápumynd) og þá er sendingarkostnaður innifalinn. Hér er meðal annars um að ræða alræmda einræðisherraseríu, framúrstefnulegar naglasúpur, finnsk voðaljóð, íslensk-amerísk þjóðkvæði, kreppusonnettu, valda blandarabrandara, skandinavísk látalæti og sautjándu aldar moðsuðu í nafni Æra Tobba. Lagalistinn er allur hér að neðan. Fyrir neðan hann er paypal-takki til að borga (öll helstu greiðslukort og það allt saman) – þið getið valið hvort þið viljið niðurhal (.zip fæl með 30 mp3) eða niðurhal OG geisladisk. Ef þið viljið fá diskinn áritaðan skrifið mér þá á kolbrunarskald@norddahl.org strax og þið hafið greitt.

Ljóðin á disknum:

Swing Ding (Deng Xiaoping) 0:43
Batista 0:53
Bólar á Bólívar 2:38
Maó! Maó! Maó! 1:28
Djúgasvíli 1:55
Li Peng! Li Bang Bang! 0:42
Nguyễn Sinh Cung frá Hoàng Trù 0:20
Pol Pot (pantún) 0:56Ra Che! Ra Che! 0:41
Mahathir Múhameð (pantún) 1:28
Eitt allsherjar ógurlega mikið 1:23
Naglasúpa I-VI 7:36
Heidi (fyrir Manga) 1:48
Vitnað í Ngin Tom 2:18
Helvetti (poem by Rita Dahl) 3:40
Ástir og ananas 3:54
Norrænar bókmenntir 1:12
Varir skáldsins 1:18
Til þess er það varðar 1:18
Hnoða blóm 5:47
Hvort sé rétt að leika Guð í þessu máli 4:38
Iceland Report on the Observance of Standards and Codes 3:37
Sjö sje á sjó-sjó 1:13
Kennara með köldu blóði 2:08
Besta orðið mitt 0:48
Ég á ekki orð 3:32
Höpöhöpö Böks 4:04
Lygi og regla 1:16
Kreppusonnettan 1:15
Úr órum Tobba 6:41

Hér er svo hægt að panta/borga slátrið:


CD and/or download
Share to Facebook
Share to Google Plus