Hversdagsleiðin

May 23, 2010 in Fjallabaksleiðin

Nýjasta nýtt! Ég er í flutningafríi. Flyt til norður Finnlands, til Oulu á jaðri Lapplands, úr hinni sænsku hobbí-melankólíu í atvinnumannadeildina í finnsku þunglyndi. Burt frá fyrstu H&M verslun heimsins, hæsta kokteilbarnum í Svíþjóð og öllu hinu. Til Oulu, heimilis finnska öskurkórsins og heimsmeistarakeppninnar í luftgítar. Þessi tímamót í líf [...]

Kraftur, Friður, Frelsi (meira röfl)

April 30, 2010 in Fjallabaksleiðin

Jæja. Nú þarf ég eiginlega að kategórísera. Millifyrirsegja. Nokkur atriði á dagskrá og höfuðið á mér snýst, mig svimar, annað hvort hef ég ekki drukkið nóg kaffi eða ég hef drukkið of mikið kaffi. Sef alltaf jafn undarlega. Í Svíþjóð gengur á með vorhretum og misvaranlegum loforðum um sólríkt sumar. [...]

Frá RSÍ: Aðalfundur á morgun

April 28, 2010 in Fjallabaksleiðin

Aðalfundur RSÍ 2010 verður haldinn í Gunnarshúsi fimmtudaginn 29. apríl kl. 20.00 . Athugið að þeir félagsmenn sem ekki hafa skilað atkvæði sínu í pósti geta afhent atkvæði sitt í upphafi fundar þ.e. fyrir kl. 20.15. . Atkvæðagreiðsla um stjórnarkjör fer EKKI fram á fundinum sjálfum. . Dagskrá: . 1. [...]

Frá Sölva: Af hagsmunamálum rithöfunda

April 19, 2010 in Fjallabaksleiðin

Einsog ég hafði lofað birti ég hér stefnuskrá Sölva Björns Sigurðssonar vegna framboðs til formanns RSÍ. Kæru félagar í Rithöfundasambandi Íslands. . Eins og mörg ykkar vita hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í sambandinu þetta árið. Af því tilefni hef ég tekið saman nokkur atriði [...]

Mín eina vonarglæta: Sölvi Björn Sigurðsson

April 15, 2010 in Fjallabaksleiðin

Ég þyki ekki endilega mjög þokkafullur í öllum félagsskap og hef fyrir löngu gert mér grein fyrir því að ég er ekki allra – einsog heitir. Sumsé, hvernig sem á því stendur, er til fólk sem getur látið mig fara ótrúlega í taugarnar á sér. Það er því alveg spurning [...]

Varsjá og 3:AM

April 5, 2010 in Fjallabaksleiðin, Fréttir

Hér er lífið allt að leysast upp í eitt endalaust brauðstrit. Nema að á morgun fer ég til Varsjár ásamt fleiri Nýhilistum til að makka með fólki úr Krytyka Polityczna – og lesa upp á miðvikudaginn. Veit ekki hvar en það byrjar klukkan sjö (það er greinilega mjög mikið gagn [...]

Andrúmsloft fórnarinnar (með formála um þvaglát í Svíþjóð)

March 22, 2010 in Fjallabaksleiðin

Svíþjóð er sósíaldemókratísk paradís. Eða ekki. Svíar eru ótrúlega duglegir við smásálarlegt peningaplokk. Þannig kostar það mig 5 sænskar krónur (90 kall) að fara á klósettið á bókasafninu. Í gærkvöldi fór ég í leikhús í tilefni af afmæli eiginkonu minnar og þurfti að greiða 30 sænskar krónur í fatahenginu (eftir [...]

Misskilinn listamaður óskar eftir vinnu

February 25, 2010 in Fjallabaksleiðin

Ég er atvinnulaus frá og með 15. mars næstkomandi, þegar ég skila af mér þýðingu. Síðastliðin tvö ár fékk ég hálfs mánaðar ritlaun – mér þótti ég reyndar hafa mátt bíða lengi eftir þeim þegar ég loksins fékk eitthvað, en það er svo sem önnur saga. Í dag fékk ég [...]

Upp með hendur, niður með búrkur

January 30, 2010 in Fjallabaksleiðin

Menn eru aftur farnir að tala um að banna blæjur. Níkab og búrka. Menn í Danmörku og menn í Frakklandi. Til að bjarga konum frá kúgun. En líkt og þegar gerð var innrás í Afganistan er væntumþykja þeirra í garð kvenna líklega fyrst og síðast (ó)þægilegt yfirvarp. Ég veit ekki [...]

Kindle, Stóri bróðir og höfundarrétturinn

January 20, 2010 in Fjallabaksleiðin

Árið 2009 var bókinni 1984 eftir George Orwell eytt af Kindle. Í ljós hafði komið að sá sem bauð upp á bókina, rafforlagið MobileReference, hafði ekki rétt til að gefa hana út í netbókarformi og voru öll eintök innkölluð hið snarasta og þau endurgreidd. Hið sama gilti um hina dystópíu [...]