Eiríkur Örn bæjarlistamaður

December 11, 2013 in Fréttir

„Ég er auðvitað afskaplega glaður,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur og nýskipaður bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar, en hann var útnefndur sem slíkur á föstudag. Hann segist varla gera annað en svara hamingjuóskum þessa dagana, en nýverið var tilkynnt að Eiríkur hefði verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Illsku. Hann hafði áður [...]

Illska tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

December 11, 2013 in Fréttir

Illska var fyrir skemmstu tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, fyrir Íslands hönd, ásamt skáldsögunni Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur. Bókin verður metin í danskri þýðingu Nönnu Kalkar en tilkynnt verður um sigurvegara í lok október á næsta ári. Tilnefningar hinna norðurlandanna má sjá hér að neðan (en okkur hjá fyrirtækinu Eiríkur Örn [...]

Hnefi: Hríðskotabyssukveðskapur

October 13, 2013 in Fréttir, Hnefi eða vitstola orð

Egill Helgason kallaði Hnefa eða vitstola orð „hríðskotabyssukveðskap“ í Kiljunni í síðustu viku og gagnrýnendur þáttarins, Fríða Björk Ingvarsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir, voru hæstánægðar með gripinn. Sú fyrrnefnda sagði meðal annars: „Hann er með mjög persónulegar myndir, sem eru fallegar, svo lýsir hann sálarlífi þjóðar í gegnum þá efnahagsörðugleika [...]

Hnefi eða vitstola orð kemur í búðir á morgun

September 23, 2013 in Fréttir, Hnefi eða vitstola orð

Einu sinni sat ég í útlöndum og orti ljóð á meðan Ísland brann, bankar hrundu og ráðherrar buguðust. Einu sinni sat ég í útlöndum og orti ljóð og svitnaði á meðan ég endurhlóð fréttasíður í von um nýjar og betri byltingar. Einu sinni sat ég í útlöndum og orti ljóð [...]

Illska hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin

February 7, 2013 in Fréttir

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru veitt á Bessastöðum í gær við hátíðlega athöfn. Í flokki fagurbókmennta hlaut Illska hnossið. Af tilefninu flutti ég ræðu sem fylgir hér að neðan. Kæru gestir. Í fyrsta lagi er mér þakklæti í huga. Ég er þakklátur þeim sem sýndu mér stuðning á meðan ég skrifaði þessa [...]

Illska hlýtur Bóksalaverðlaunin

December 13, 2012 in Fréttir, Illska

Tilkynnt var um Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana í Kiljunni í gær. Verðlaun voru veitt í ótal flokkum og þremur sætum og varð Illska hlutskörpust í efsta sæti íslenskra skáldsagna. Í næstu sætum komu Undantekning Auðar Övu Ólafsdóttur og Ósjálfrátt Auðar Jónsdóttur. Við hjá norddahl.org (við höfundurinn) erum auðvitað í skýjunum. Í [...]

Illska tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

December 5, 2012 in Fréttir, Illska

Illska hlaut á dögunum tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Aðrar tilnefndar í flokki fagurbókmennta voru Milla eftir Kristínu Ómarsdóttur, Suðurglugginn eftir Gyrði Elíasson, Endimörk heimsins eftir Sigurjón Magnússon og Undantekningin eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Þetta gleður okkur auðvitað ósegjanlega mikið. Okkur hjá norddahl.org. Við vorum stödd austur á fjörðum þegar tilnefningin [...]

DV um Illsku: Hreint stórvirki, aldrei dauður punktur

November 21, 2012 in Fréttir, Illska

Í dag birtist ítarlegur (4ja stjörnu) ritdómur um Illsku í DV, þar sem Jón Bjarki Magnússon segir meðal annars: Eiríkur er algjör stílsnillingur og það getur verið hrein unun að lesa sum textabrotin. [...] aldrei dauður punktur í verkinu [...] Í Illsku er orðum komið að hlutum sem við sem [...]

Illska: Fimm stjörnur dómur í Fréttablaðinu

November 14, 2012 in Fréttir, Illska

Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar um Illsku í Fréttablaðið og gefur henni fimm stjörnur og hefur meðal annars þetta að segja: „Illska er stór og mikil bók (540 síður) en aldrei fær lesandi á tilfinninguna að það hefði mátt stytta hana. Hún er bara nákvæmlega eins og hún á að vera: [...]

Illska: Fyrsta rafbók jólabókaflóðsins – frítt sýnishorn!

November 12, 2012 in Fréttir, Illska

Illska afrekaði það síðastliðinn föstudag að verða fyrsta rafbók jólabókaflóðsins. Hana er hægt að kaupa á vef Forlagsins fyrir litlar 2.990 krónur. Í tilefni af því fæst hér að neðan frítt sýnishorn úr bókinni sem hægt er að lesa á öllum helstu lesbrettum, spjaldtölvum, fartölvum, borðtölvum og símtækjum. Sýnishornið inniheldur fyrstu [...]