Mynd: Markús Már Efraím
Myndbönd og upplestrar
Hér eru alls konar ljóðamyndbönd, myndbönd af upplestrum og hljóðaljóðum, tónverk og fleira af því taginu. Þetta er alls ekki tæmandi listi – margt er týnt og tröllum gefið og annað er einfaldlega einhvers staðar á internetinu.
Höpöhöpö Böks
Einhliða lípógram sem var fyrst breytt í hljóðaljóð og síðan í þetta myndband, sem vann til aukaverðlauna á Zebra International Poetry Film Festival í Berlín árið 2010.
Úr órum Tobba
Úr órum Tobba, sem hefur ekki birst á prenti, flutt á ljóðahátíðinni Dagar ljóðs og vína í Ptuj í Slóveníu.
Ýlfur (Howl)
Ýlfur eftir Allen Ginsberg í þýðingu EÖN flutt í heild sinni. Tónverk: Gímaldin. Kom upprunalega út á geisladisknum Á íslensku má alltaf finna Ginsberg – sennilega 2003.
Kreppusonnetta
Opnunarkvæði bókarinnar Hnefi eða vitstola orð. Samið, flutt og anímerað haustið 2008 í miðjum hrunofsa.
Hljóðaljóðskáld
Eins og hálfs tíma performans með hinum fullkomlega einstæðu hljóðaljóðskáldum Leevi Lehto, Cia Rinne, Adachi Tomomi og Jaap Blonk í Kiasma listasafninu í Helsinki.
Ljóð dagsins / Fugl dagsins
Svo sem ekki merkilegt – en mér hefur alltaf þótt þetta skemmtilegt.
Kennara með köldu blóði
Collage-ljóð úr bókinni Blandarabrandarar. Flutt með ímynduðum norskum hreim.
Fallegasti staður í heimi
Ljóðið er unnið upp úr frétt þar sem ólíkir álitsgjafar voru spurðir um fegursta stað á Íslandi. Myndbandið var gert fyrir ljóðahátíðina Suttung.
Riddari niðurrifsins
Fundið ljóð. Var upprunalega pólitísk grein í blaði. Sennilega mogganum.
Óvinir: Hannah og Eiríkur
Einu sinni fékk ég að lesa upp með Hönnuh Silva, sem er einhver skemmtilegasti performer sem ég þekki. Þetta var einhvern tíma þegar ég var gestur Stevens Fowler í Englandi og þátttakandi í Enemies-seríunni.
Ljóð um það hvernig ég ímynda mér betri heim.
Ljóð um það hvernig ég ímynda mér betri heim úr Óratorreki var valið til flutnings í verkefni Þjóðleikhússins, Ljóð fyrir þjóð. Hilmir Jensson las fyrir Davíð Ólafsson.
Ljóð um hörmungar
Ljóð um hörmungar úr Óratorreki lesið heima í eldhúsi fyrir ljóðahátíð í Marseille. Ljóðið kom út í franskri þýðingu Erics Boury í bæklingi á vegum tímaritsins Muscle.
Pol Pot og Swing Ding
Upplestur á tveimur hljóðaljóðum úr Einræðisherraseríunni. Lesið fram á gangi fyrir performans á Rich Mix Centre í London.
Naglasúpa I-IV
Naglasúpa I-IV úr Blandarabröndurum flutt ásamt hljómsveitinni Reykjavík! Sennilega er þetta tekið upp á Ljóðahátíð Nýhils, en var flutt við nokkur ólík tilefni.
Hnefi eða vitstola orð
Metnaðarfullt en sæmilega misheppnað myndbandsverk upp úr textum úr Hnefi eða vitstola orð (mörgum árum áður en bókin kom út).
Sóttkvíareintalið
Í fyrstu bylgju Covid fékk Bandalag Háskólamanna mig til þess að flytja hugvekju. Úr varð þetta myndbandsverk.
Li Peng, Li Bang Bang
Ljóð úr Einræðisherraseríunni flutt (með aðstoð Ableton Live og einhverrar effektasúpu) á íslenskri listahátíð í Bozar-miðstöðinni í Brussel.
Thou Shalt Not Morgan (a word of advice about the world abroad)
Ljóð ort fyrir vinkonu mína. Óbirt. Flutt á Alþjóðlegu ljóðahátíðinni í Osló.
Pol Pot (Pantún)
Pol Pot, úr Einræðisherraseríunni, flutt í Kiljunni.
Naglasúpa I-VI
Naglasúpan flutt með stuðningi tölvunnar á Lyd+Literatur í Árósum.
Eitt allsherjar ógurlega mikið
Eitt allsherjar ógurlega mikið (óbirt ljóð ort fyrir Kevin Connolly) flutt Runoviikko í Turku.
Swing Ding (Deng Xiaoping)
Swing Ding (Deng Xiaoping) flutt í Loga í beinni.
Hýperbólusetning
Tónskáldið Páll Ragnar Pálsson breytti ljóðinu Hýperbólusetning úr Þjónn, það er fönix í í öskubakkanum mínum í þetta tónverk.