top of page
Illska-scaled.jpg
BruinyfirTangagotuna_72pt.jpg
frankensleikir.jpeg
Einlægur Önd.png
Oratorek_72pt.jpg
Plokkfiskbokin1.jpg
thjonn-thad-er-fonix-i-oskubakkanum-minum.jpg
Hvetur þetta plakat til reykinga? Má það?

Það er fjarska gaman að spila á kontrabassa. Og hljómurinn er fagur. Ég fékk lánaðan forláta bassa fyrir tveimur vikum til þess að geta spilað á hann í að minnsta kosti einu lagi og kannski þremur á Tom Waits heiðurstónleikunum sem við ætlum að halda 23. nóvember. Það er líka áhugavert ferli að fá svona ferlíki í hendurnar og finna hvernig hann byrjar smám saman að hlýða manni betur – hvernig maður verður minna þreyttur af að spila hann, hvernig siggið myndast og hendurnar eiga betra með að finna nóturnar á hálsinum. Ég þarf enn einhvern referans – að spila opinn streng – og er smá stund í hvert skipti að stilla mig af. Þetta er smá glíma – en hægt og bítandi verður hún að dansi og verður áreiðanlega fyrir rest einhvers konar erótískt ævintýri.


Fljótlega eftir tónleikana þarf ég svo að skila honum. Og fljótlega eftir það fer ég til Tælands fram yfir áramót. En einhvern tíma á nýju ári þarf ég að finna út úr því hvernig ég get eignast kontrabassa. Ég er byrjaður að leggja á ráðin um hvað ég geti selt til þess að eiga fyrir honum. Hvað er maður aftur með mörg nýru og hvað er stykkjaverðið? Kontrabassar eru ekki alveg ókeypis tæki en mér sýnist að ég geti t.d. fengið Gewa Premium Line 3/4 bassa á Thomann sem uppfyllir þarfir mínar fyrir tæplega 300 þúsund (með tolli). Eftir því sem ég kemst næst ætti mér að duga bassi sem er með gegnheilli framhlið en lamíneraður á hliðum og baki – það er fyrir djass og popp og blús og rokk. Pizzicato músík. En maður þarf líklega dýrara hljóðfæri ef maður ætlar að fara að spila mikið klassík með boga. Sem stendur ekki til.


***


Ég hef verið mjög leslatur síðustu daga. Veit ekki hvað veldur. Er að lesa Karitas án titils og finnst hún góð og áhugaverð og hún kallar á mig – en óþarflega oft þegar hún kallar þá svara ég með einhverju leiðindadæsi. Kannski er það veðrið. Það er óþarflega dimmt og blautt.

Recent Posts

See All

Drullan og framandgervingin

Það er allt á kafi í drullu. Falla aurskriður úr fjöllunum allt í kringum okkur. Áðan rakst ég á vin minn sem var búinn að sitja fastur...

Comentarios


natturulogmalin.jpg
hnefi löng.jpg
HansBlaer_72.jpg
BLANDARABRANDARAR.jpg
bottom of page