top of page
Illska-scaled.jpg
BruinyfirTangagotuna_72pt.jpg
frankensleikir.jpeg
Einlægur Önd.png
Oratorek_72pt.jpg
Plokkfiskbokin1.jpg
thjonn-thad-er-fonix-i-oskubakkanum-minum.jpg

Opin

Dagskráin á Opinni bók var frábær í ár. Helmingur höfunda var heimamenn – Didda, mamma og Gylfi Ólafsson – og helmingur gestir – Offi, Brynja og G. Andri. Ég lét svo bjóða mér í mat með þeim um kvöldið þótt ég hefði aldrei þessu vant ekki átt neina aðkomu að viðburðinum, hvorki sem höfundur eða meðhjálpari. Ég mætti bara sem sú bókmenntaprinsessa sem ég er.


Það var fjarskalega gaman að hitta kollegana að sunnan – við Offi erum auðvitað aldavinir – og svo er þetta bara svo skemmtilegt fólk. Ég drakk allavega alltof mikið, talaði alltof hátt og alltof mikið og greip sennilega mikið fram í fyrir öðrum og sagði áreiðanlega mjög vafasama hluti með reglulegu millibili – en það var bara vegna þess að mér finnst ég svo skemmtilegur þegar ég er í glasi.


***


Ég hef verið svolítið hugsi yfir afstöðu minni til Karitasar án titils sem ég las á dögunum og fannst að mörgu leyti frábær en samt var alltaf eitthvað að trufla mig og ég held ég hafi sett fingurinn á það: þetta er bók um fólk sem er exepsjónalt og fólk sem er það ekki og skilin þar á milli eru of skörp fyrir mig, ég trúi þeim ekki, veröldin skiptist ekki uppi í fáar hetjur og mikið af streðandi normalfólki. Það tekur reyndar ekki af bókinni að hún er átakamikil og skrifuð af mikilli stílgáfu og innsæi og aðalkarakterarnir eru eftirminnilegir – skáldsagan er ekki minna afrek þótt þessi skekkja sé í samfélagslýsingunni.

Recent Posts

See All

Drullan og framandgervingin

Það er allt á kafi í drullu. Falla aurskriður úr fjöllunum allt í kringum okkur. Áðan rakst ég á vin minn sem var búinn að sitja fastur...

Comments


natturulogmalin.jpg
hnefi löng.jpg
HansBlaer_72.jpg
BLANDARABRANDARAR.jpg
bottom of page