top of page
Illska-scaled.jpg
BruinyfirTangagotuna_72pt.jpg
frankensleikir.jpeg
Einlægur Önd.png
Oratorek_72pt.jpg
Plokkfiskbokin1.jpg
thjonn-thad-er-fonix-i-oskubakkanum-minum.jpg

Blúsbloggið: Árslisti, færsla 1 af 3

Ég hef ekkert sinnt blúsblogginu síðan ég gerði árslistann í fyrra. Eða svona. Ég skipti því út fyrir plötu vikunnar hér á tímabili. En það hafa ekki verið neina eiginlegar blúsbloggsfærslur síðan í desember 2019. Ég keypti mér tvær plötur af þeim lista – Rawer than Raw með Bobby Rush og Cypress Grove með Jimmy Duck Holmes. Ég reyndi líka að útvega mér Blackbirds með Bettye Lavette en það tókst víst aldrei. Auk þeirra hef ég mest hlustað á El Dorado með Marcus King – en líka eina plötu sem komst ekki á listann en gerði það næstum því, var á langalistanum, en það er Sweet Little Black Spider and Other Songs from the Trenches of the Blues með Franck L. Goldwasser, Kid Anderson og June Core. Lagið Jimmy Bell með Watermelon Slim fær líka gjarnan að heyrast en síður annað af plötunni – og koverlagaplata Cristinu Vane líka. Annað hef ég varla hlustað á. Það er oft erfitt að sjá fyrir hvað lifir með manni þegar plöturnar eru nýlegar. Goldwasser og kó unnu mikið á en annað dofnaði.

Í ár ætla ég að hafa þetta í þremur færslum. Í dag ætla ég að færa til bókar þær plötur sem komust ekki inn á topp tíu listann en mér fannst samt allrar athygli verðar. Og ég er ekki hættur að hlusta á neina þeirra. Plöturnar eru eru, í engri sérstakri röð:


Long Time Comin' með Paul Cowley

Þetta er sjálfsútgefin plata með kassagítarleikara frá Birmingham. Það er heilmikill sjarmi þarna og mig grunar að hann vinni á – en ég er bara ekki búinn að hlusta nóg á hana til að vera viss.


4801 South Indiana Avenue með Joönnu Connor

Joanna Connor er slide-gítar drottningin. Útgáfa hennar af Walkin' Blues varð viral hér um árið – með smitstuðul á við ómíkrón í öskrandi áramótapartíi. Hún gefur alltaf allt og á endanum er það sennilega ástæðan fyrir því að ég hef hana ekki með. Þetta er þrusustöff – ofsaleg rödd og nístandi gítar – en það vantar dýnamíkina. Eða kannski ræður hún bara ekki við að gæða ljúfu tónana sama lífi. En djöfull er hún samt góð þegar hún er góð.


662 með Christone „Kingfish“ Ingram

Ég hef meiri smekk fyrir Kingfish en margir. Þetta er fremur poppað og hann er af gítarhetjuskólanum. Fæddur í Clarksdale – og þá hefur maður annars konar tilkall til blússins en venjulegt fólk. Einsog Joanna ræður hann yfir þessum nístandi gítartón sem sundrar í mér hjartanu, en hann hefur líka meiri dýnamík og er jafnvígur á ljúfari tóna. Pródúseringin á þessu ber þess hins vegar merki að þetta er meikplata – það hefur einhver rándýr Nashvillepródúsent fengið það hlutverk að stýra þessu inn á vinsældarlistana.


Paint the Roses (Live in Concert) með Larkin Poe og Nu Deco Ensemble

Ég er alltaf á báðum áttum með Larkin Poe. Þær eru eiginlega alltaf aðeins of fullkomnar. Mér finnst meira gaman að hlusta á þær live en í stúdíóupptökum – þær fá einsog Kingfish alltaf einhverja Nashvilletýpu til að sjúga lífið úr lögunum. En meira að segja þessi live-plata hefði mátt vera aðeins hrárri. Fyrsta lagið (þetta hér að ofan) er best.


Binga með Samba Touré

Samba Touré er afróblúsari frá Malí af Ali Farka Touré skólanum (en þeir eru ekkert skyldir, eftir því sem ég get grafið upp – Samba túraði samt með Ali einhvern tíma og er álitinn hans helsti arftaki, tók kannski bara upp nafnið, ég hreinlega veit það ekki). Ég er ekki skólaður í afróblús en mér finnst skemmtilegt að láta þetta renna – þjóðfélagsgagnrýnin fer svo yfir ofan höfuð og neðan af því ég kann ekki málið. Sambalama byggir á Whole Lotta Love riffinu frá Led Zeppelin. Sem er óvenju vel til fundið menningarnám.


Afrique Victime með Mdou Moctar

Annar afróblúsari. Moctar er berbi – nánar tiltekið Túaregi – búsettur í Níger. Þessi plata hefur fengið frábæra dóma út um allt. Ég kynntist henni og Binga nánast samtímis og þær kepptu svolítið um athygli mína, sem var ósanngjarnt – því þær eru ansi ólíkar þótt þær séu báðar afróblús (enda sungnar á ólíkum tungumálum, leiknar á ólík hljóðfæri o.s.frv. þótt þær eigi ýmislegt sameiginlegt og hljóðheimurinn sé skyldur).


Ég hef ekkert sinnt blúsblogginu síðan ég gerði árslistann í fyrra. Eða svona. Ég skipti því útr plötu vikunnar hér á tímabili. En það hafa ekki verið neina eiginlegar blúsbloggsfærslur síðan í desember 2019. Ég keypti mér tvær plötur af þeim lista – Rawer than Raw með Bobby Rush og Cypress Grove með Jimmy Duck Holmes. Ég reyndi líka að útvega mér Blackbirds með Bettye Lavette en það tókst víst aldrei. Auk þeirra hef ég mest hlustað á El Dorado með Marcus King – en líka eina plötu sem komst ekki á listann en gerði það næstum því, var á langalistanum, en það er Sweet Little Black Spider and Other Songs from the Trenches of the Blues með Franck L. Goldwasser, Kid Anderson og June Core. Lagið Jimmy Bell með Watermelon Slim fær líka gjarnan að heyrast en síður annað af plötunni – og koverlagaplata Cristinu Vane líka. Annað hef ég varla hlustað á. Það er oft erfitt að sjá fyrir hvað lifir með manni þegar plöturnar eru nýlegar. Goldwasser og kó unnu mikið á en annað dofnaði. jhih jhi jh j

Comments


natturulogmalin.jpg
hnefi löng.jpg
HansBlaer_72.jpg
BLANDARABRANDARAR.jpg
bottom of page