top of page
Illska-scaled.jpg
BruinyfirTangagotuna_72pt.jpg
frankensleikir.jpeg
Einlægur Önd.png
Oratorek_72pt.jpg
Plokkfiskbokin1.jpg
thjonn-thad-er-fonix-i-oskubakkanum-minum.jpg

Leave them wanting more?




Það er varla ofsögum sagt að það rigni yfir mig fyrirspurnum um það hvar sé hægt að kaupa Náttúrulögmálin. Svarið er yfirleitt bara: ég veit það ekki. Það eru eintök þarna úti á stangli og verið að skófla þeim á milli búða til þess að mæta eftirspurn, en margir greinilega að grípa í tómt. Þetta er sætt – það gengur ekki alltaf svona vel – en líka súrt. Mér hefur alltaf verið sagt að bróðurparturinn af bóksölunni fari fram á þessum síðustu dögum fyrir jól og það væri fjarska gott að geta selt eins mikið og fólk vill kaupa. Það er hart fyrir skuldugan listamann að verða af einhverjum hundraðþúsundköllum á vertíð. Ég vinn þá ekki upp í apríl. Eða þegar ég er með einhverja ólesanlega framúrstefnuljóðabókina. Ég vinn þá ekki einu sinni upp þegar kiljan kemur – það verður kilja í febrúar – því ég fæ bæði lægri prósentu af kiljum og svo er verðið miklu lægra.


Ég legg samt áherslu á að það eru eintök þarna úti. Meira að segja á Ísafirði (eitt í Bókhlöðunni áðan, tvö í Nettó). Og hef ekki áhyggjur af því að þeir sem vilja finna eintök finni þau ekki – í Eymundsson er alltaf hægt að spyrja afgreiðslumann og hann á að geta sagt manni hvar séu til eintök (og jafnvel hringt og látið taka frá fyrir mann svo það sé ekki farið þegar maður kemur). Svo koma einhverjir til með að fá fleiri en eitt eintak og skila og aðrir munu hafa viljað eitthvað annað og skila líka – það koma inn eintök milli jóla og nýárs. Svo eru rafbækur bæði á heimasíðu Forlagsins og Amazon.


Salan sem ég verð af er sennilega meira hjá þeim sem ráfa inn í bókabúð í leit að „einhverri jólagjöf“ – og kaupa bara eitthvað annað. Við þurfum flest að gefa margar jólagjafir og ef Náttúrulögmálin er ekki beinlínis óskagjöfin er nóg af fínum bókum í flóðinu (ég hef verið að mæla með Armeló en get bætt við þann lista Serótónínendurupptökuhemlum, Anatómíu fiskanna, Bóli og svo er ég að verða búinn með Duft Bergþóru– sem er frábær, einsog raunar Kjötið hans Braga hennar). Svo hef ég líka skrifað fleiri bækur, sem eru til (ekki Plokkfiskbókin samt, sem fór á eitthvað óvænt flug í haust, og er koluppseld) – og margar þeirra eru meira að segja mjög fínar.


Mér fannst sjálfum þessar vinsældir Náttúrulögmálanna ekki ófyrirsjáanlegar – ég hafði trú á þessu, einsog ég held að hafi sést á gjörðum mínum – en þær komu reiknilíkönunum á óvart og við það situr. Og það er sannarlega hægt að kvarta yfir verri hlutum en að hafa slegið of hressilega í gegn.

Recent Posts

See All

Regnboginn

Ég hafði séð fyrir mér að lesa kannski svona 100 síður af Gravity's Rainbow í dag. Ég er búinn með 17 og finnst einsog ég hafi lesið...

Í hjartanu

Leikurinn endaði 3-1 fyrir óheppni minni. Fluginu í gær var aflýst. Ég fékk samt fría gistingu á gömlu loftleiðum og kvöldmat og tók því...

Comments


natturulogmalin.jpg
hnefi löng.jpg
HansBlaer_72.jpg
BLANDARABRANDARAR.jpg
bottom of page