top of page
Illska-scaled.jpg
BruinyfirTangagotuna_72pt.jpg
frankensleikir.jpeg
Einlægur Önd.png
Oratorek_72pt.jpg
Plokkfiskbokin1.jpg
thjonn-thad-er-fonix-i-oskubakkanum-minum.jpg

Netagjörð

Ég skildi ekkert hvers vegna allir voru sestir þegar ég kom. Og viðburðurinn byrjaður og klukkan samt bara í mesta lagi fimm mínútur yfir. Það hafði tekið aðeins lengri tíma en ég hélt að ganga inn í Netagerð og ég hafði þurft að snúa við til að sækja gleraugun mín og svo voru fjarska falleg norðurljós yfir firðinum svo ég gekk mestalla leiðina með nefið upp í himingeiminn. Kom svo á staðinn, þræddi leiðina milli vinnustofana í átt að viðburðarýminu og þar var fullur salur af fólki að hlusta á Kiru Kiru leika á spiladós. Ég baðst afsökunar á að koma of seint og skaut mér í sæti. Tveimur mínútum síðar hætti Kira að leika á spiladósina og kynnti mig á svið. Ég var ekki einu sinni kominn úr jakkanum. Fiskaði gleraugun upp úr bakpokanum og útskýrði að það væri þeirra vegna sem ég væri seinn. Og aulaðist eitthvað og las svo tvö ljóð. Þegar ég settist tilkynnti Kira svo að nú væri komið að síðasta dagskrárliðnum – stuttmyndasýningu – og þá áttaði ég mig á því að ég hlyti að vera alltof seinn. Búinn að missa af upplestri Þórdísar og Heiðrúnar og tónlistinni og áreiðanlega annarri stuttmynd líka. Þetta var mjög vandræðalegt.


Ég lendi sem betur fer sjaldan í svonalöguðu. Fannst einsog allir hlytu að hugsa að ég væri nú meira merkikertið sem kæmi bara til að lesa sjálfur en nennti ekki að hlusta á hina. Mér hafði fundist 21 svolítið seint en hafði ekki orð á því.


***


Annars er ég búinn að slökkva á vélinni. Kominn í hvíld frá samfélags- og vefmiðlum – með undanþágu fyrir Liberation sem hjálpar mér að læra frönsku. Og ætla að halla mér meira að útvarpi og prentmiðlum og sjónvarpsfréttum. Og ætla líka að sinna Goodreads og Strava og Duolingo og þessu bloggi og bloggunum hérna á hlekkjalistanum – það met ég sem nærandi hegðun frekar en mergsjúgandi.

Recent Posts

See All

Stjörnur

Það er talsvert rætt um stjörnugjöf í Svíþjóð eftir að Aftonbladet tók hana upp. Í morgun las ég svo þýdda grein eftir norskan sérfræðing...

Comments


natturulogmalin.jpg
hnefi löng.jpg
HansBlaer_72.jpg
BLANDARABRANDARAR.jpg
bottom of page