top of page
Illska-scaled.jpg
BruinyfirTangagotuna_72pt.jpg
frankensleikir.jpeg
Einlægur Önd.png
Oratorek_72pt.jpg
Plokkfiskbokin1.jpg
thjonn-thad-er-fonix-i-oskubakkanum-minum.jpg

Riðið á vaðið: Bjúgnablús og sítrónusorgir

Það er sól og blíða og við ætlum að spila svolítið hokum og dónablús. Á þessu tvennu er sennilega ekki æðislegur munur, a.m.k. hefur mér ekki tekist að finna hann, þótt blúsfræðingar séu margir á því að þetta séu auðsjáanlega tvær mjög ólíkar kategóríur tónlistar. Til hægðarauka hef ég stillt því þannig upp í höfðinu á mér að hokumblús sé þegar augljóslega er sungið um kynlíf eða annað transgressíft efni en notuð um það önnur orð – svo sem einsog í Warm My Weiner eftir Bo Carter – en dónablús sé þegar maður yrkir einsog The Clovers gerðu árið 1953:

Cocksucking Sammy get your motherfucking mammy We\’re going downtown to the cocksucker\’s ball Fuck, suck and fight till the beginning of broad daylight

Ég skal nú reyndar ekki rífast við neinn sem segir að þetta sé ekki propper blús – þetta er doo-wop – sennilega neyðist ég til að hafa einhvern svona formála í hverri einustu færslu. Blúsinn er víða, það er blús í næstum öllu – mismikill. En þetta er s.s. í blúsfjölskyldunni. Clovers eru frægastir fyrir ljúfari smell – Love Potion no. 9.

Svo eru auðvitað ótal mörg lög sem fara einhvern milliveg og erfiðara að flokka í hokum eða dónablús. Blúsarnir eru fæstir svona ofsalega grófir og beita talsverðri íþrótt til þess að sleppa því að segja hlutina hreint út. Bo Carter, sem var nefndur hér áðan, átti talsvert af svona lögum þar sem hann skipti út einhverju kynlífsnafnorði fyrir annað nafnorð – Let Me Roll Your Lemon, Banana In Your Fruit Basket, Pussy Cat Blues og svo framvegis – en annars voru það konurnar sem áttu bestu og frægustu lögin. Sennilega er einhver allra frægasti hokumblús lagið Need A Little Sugar in My Bowl sem Bessie Smith tók upp árið 1931 en Nina Simone gerði ódauðlegt (og breytti need í want) árið 1967. Af því allir hafa heyrt það með Ninu hlustum við á Bessie.

Nina droppar líka pylsulíkingunni úr laginu – Bessie syngur „I need a little hot dog in my roll“. Einsog gefur að skilja úir og grúir af pylsulíkingum í hokum. Svo eru sítrónurnar líka mikið teknar, Robert Johnson syngur um „dauðu rækjurnar“ sínar í getuleysisblús, Lil Johnson (sem söng eiginlega bara hokum) syngur um kjötbollur og pylsur og fleira, Maggie Harris spyr hvort enginn vilji prófa kálið sitt (?!!), kisur koma ítrekað við sögu og Lightning Hopkins syngur um púðluhunda, Blind Boy Fuller syngur um hunangsholuna, margir syngja um snáka (ekki síst svarta snáka) og Wynonie Harris mælir með því að maður strokki þar til smjörið kemur:

Mikið af kvennablúsnum tekur fyrir karlmennskuna – hvort nokkuð gagn sé af karlinum og er það nokkuð upp og ofan, einsog gengur. Ida Cox syngur að hún sé „One Hour Mama“ og þoli illa einhverja „one minute papas“.

I don\’t want no lame excuses \’Bout my lovin\’ bein\’ so good That you couldn\’t wait no longer Now I hope I\’m understood I\’m a one hour mama So no one minute papa Ain\’t the kind of man for me

Áður en yfir lýkur er hún reyndar farin að hóta því að þessi ósköp geti vel teygst upp í tvær eða þrjár klukkustundir, eiginlega sé hún bara rétt að komast í stuð eftir fyrsta tímann.

Alberta Hunter hins vegar þarf ekki að auglýsa eftir neinum manni af því hún á svo góðan. Þetta er líka extraskemmtilegt af því Alberta er ekki 25 ára og löngu hætt að roðna.

Now he threads my needle, And he creams my wheat, Heats my heater, And he chops my meat, he\’s a mess, My man, is such a handy man Now I don\’t care if you believe it or not, He\’s a mighty nice man to have around,

Svo er það Dinah Washington sem fer á stúfana að finna trombónuleikarann „with that big long slidin\’ thing“ og Julia Lee sem á sinn „king size papa“ („he\’s a real super-daddy and he knows just what to do“) og Lilla Mae Kirkman var að kynnast manni sem er akkúrat passlega stór („I met a man last night, he was just my size / I\’ve taken him home with me to bake my cakes and pies“). Sumar lenda í vandræðum – Barrel House Annie biður: „If it don\’t fit don\’t force it / cause you\’ll make your mama mad“ og Tampa Red og félagar – og raunar svo haugur af konum á eftir þeim – syngja svo um hvað ástandið sé nú stundum þröngt:

Uncle Bill came home \’Bout half-past-ten Put the key in the hole but he couldn\’t get in Oh, it\’s tight like that Beep-um-bum-bum Oh, It\’s tight like that Beedle-um-bum Ya hear me talkin\’ to ya I mean it\’s tight like that Me and my brother Was up in the loft We\’s seein\’ Uncle Bill when he broke it off Y\’know, it\’s tight like that

Memphis Minnie, sem hafði meðal annars lifibrauð sitt af vændi, a.m.k. á tímabili, söng síðan (og samdi, held ég) lagið Tricks Ain\’t Walking No More.

I\’m going to learn these walking tricks what it\’s all about I\’m going to get them in my house and ain\’t going to let them out Because tricks ain\’t walking, tricks ain\’t walking no more Tricks ain\’t walking, tricks ain\’t walking no more And I can\’t make no money, I don\’t care where I go

Ég veit ekki hvort það er víðáttuvitlaus lestur – en þótt lagið fjalli fyrst og fremst um að það skorti kúnna í kreppunni – þá finnst mér líka í því vera fólgin hótun um að gera vissa tegund af kúnna ófæran um gang.

Loks, áður en ég skil við ykkur í dag, vil ég koma að einu uppáhaldslagi. Þetta er Lucille Bogan sem er fantafín söngkona og hefur notið alltof lítillar athygli – kannski einmitt vegna þess að umfjöllunarefni laga hennar eru jafnan í grófari kantinum. Frægustu lögin hennar eru þetta hér að neðan, Shave Em Dry II, sem er grófari útgáfa af lagi með Ma Rainey, og Tricks Ain\’t Walking, en annars syngur hún líka mikið um fyllerí og ofbeldi. Og ég hef enn ekki spilað þetta lag fyrir neinn sem grípur ekki fyrir munninn og segir að þetta sé svolítið smekklaust. En í grunninn fjallar það auðvitað bara um að ríða – það er ekkert ljótt í því annað en dónaorðin. Og söngurinn er engu líkur.

****

AUKAEFNI Hlekkur á Spotify-lista með öllum þessum lögum og fleirum til – meira að segja nokkrum nýrri.

Comments


natturulogmalin.jpg
hnefi löng.jpg
HansBlaer_72.jpg
BLANDARABRANDARAR.jpg
bottom of page