top of page
Illska-scaled.jpg
BruinyfirTangagotuna_72pt.jpg
frankensleikir.jpeg
Einlægur Önd.png
Oratorek_72pt.jpg
Plokkfiskbokin1.jpg
thjonn-thad-er-fonix-i-oskubakkanum-minum.jpg
hnefi löng.jpg
HansBlaer_72.jpg
BLANDARABRANDARAR.jpg

Ballbreaker

Það er farið að hægja svolítið á framleiðslunni og drengirnir – sem eru orðnir gráhærðir karlar þegar hér er komið sögu (a.m.k. Cliff) – farnir að túra lengur. Á áttunda áratugnum komu út 8 plötur frá 1974 – að vísu eitthvað útgefið á fleiri en einni plötu (fyrst í Ástralíu, svo í breyttri mynd alþjóðlega), en manni reiknast varla færri en ein á ári. Á níunda áratugnum eru plöturnar fjórar og á þeim tíunda bara tvær – og Ballbreaker er sú fyrsta, 1995 (Razors Edge er ’90 og reiknast sem síðust á níunda áratugnum). Síðan er það bara ein á áratug (hingað til).

***

Á Ballbreaker er Malcolm alveg steinhættur að drekka og sennilega búinn að taka öll tólf sporin a.m.k. tvisvar. Og spilar frekar dannað – laust og fallega en í úthugsuðum, fullorðnum blús- (Chicago og Delta), köntrí-, diskó-, western- og rokkriffum – meira að segja smá metall í Caught With Your Pants Down. Og þetta er miklu meiri Malcolmplata en Angusar, en litli bróðir er þó byrjaður að vinna í nokkrum trixum sem blómstra ekki að fullu fyrren á næstu plötu. Þeim liggur ekkert á að þroskast frekar en fyrri daginn.

***

Rétt einsog Razors Edge hófst á vísun í Hells Bells – „like rolling thunder“ varð að kyrjuðu „thunder“ –  hefst Ballbreaker á veltunni: „a rolling rock / electric shock“. AC/DC er, einsog fram hefur komið, ekki hljómsveit sem krukkar of mikið í formúlunni. Það er engin ástæða til þess að ætla að það sem virkar á Rakhnífsegginni virki ekki líka á Knattbrjótnum.

***

Textarnir eru aldrei áhugaverðari. Einn vandræðalegur – Cover You in Oil er tilraun til þess að taka í sátt eða vinna með þá staðreynd að frá og með Back in Black er hljómsveitin mjög vinsæl á sviðum fatafellna. Í dag er alveg fáránlega mikið af YouTube myndböndum af fáklæddum konum í alls kyns „pole fitness“ við undirleik sveitarinnar, fyrir þá sem hafa gaman af slíku.

***

Í opinbera myndbandinu er dansarinn reyndar að maka sig í smurolíu.

***

Hail Caesar er einn af skemmtilegustu textunum. Og myndbandið er ekkert minna en stórkostlegt!

***

***

Down at the epicenter Things started heatin’ up Rockin’ up the richter scale Swingin’ in the chariot Around and around we go The senators rehearse the tale

Watch out Caesar

I said hail

Hail! hail!

All hail Caesar Hail! hail!

***

Þetta er auðvitað líka vísun í For Those About to Rock – viðlagið þar er fengið frá sama Sesari: Ave, Caesar, morituri te salutant – Heill þér Sesar, við sem brátt vöðum í dauðann hyllum þig.

***

Svo er það lagið Furor.

***

Kick the dust, wipe the crime from the main street Await the coming of the lord Hangin’ round with them low down and dirty Bringing order from the boss What’s the furor ’bout it all Leave you pantin’, bust your balls Kicked around, messed about, get your hands dirty On the killin’ floor

I’m your furor I’m your furor, baby

***

Það þarf ekki brjálæðislega mikið ímyndunarafl – ímynda ég mér – til þess að heyra „I’m your Führer, baby“ og að ímynda sér að lagið fjalli hreinlega um helförina. Sem er auðvitað sikk, en samt eitthvað fallega heiðarlegt við það – og betra en öll svarthvíta rómantíkin að ég tali nú ekki um nýlegar tilraunir á borð við Lesarann eða Strákinn í röndóttu náttfötunum eða aðrar slíkar rómantískar fegranir. En svo er auðvitað alltaf stemning í AC/DC lögum, lífsháski sem skapar spennu og óþægindi hjá okkur sem tengjum stemmarann kannski ekki alveg við helförina – og ef ég væri formaður Flokks fólksins, og hefði smá snert af húmor fyrir sjálfum mér, þá myndi ég gera þetta að þemalaginu mínu og hafa það á rípít á kosningavökum. Nasistar hafa samt aldrei húmor fyrir nasisma sínum.

***

Það hefði nánast mátt endurnýta myndbandið fyrir Hail Caesar óbreytt. Það var ekki gert og aldrei gefið út myndband, en auðvitað er einhver sniðugur (nasisti?) á YouTube búinn að klippa lagið saman við myndskeið úr Triumph des Willens:

***

***

Þetta myndband er eiginlega hilaríus. Svipurinn á Hitler þegar Brian syngur „I’m Your Furor, Baby“ í fyrsta viðlagi er óborganlegur.

***

Þess má geta að The Furor spilar hljómsveitin ALDREI live. Sennilega væri það bara of óþægilegt – og eitthvað við það útskýrir líka muninn á tónleikum og upptöku. Upptakan er kompóneruð, þar eru karakterar og stellingar og sagðar sögur – á sviðinu er tengingin milli performers og áhorfanda of bein, þar skortir alla íroníska fjarlægð, sjálfan skáldskapinn.

***

Á eftir Sesar og Hitler er farið beint í ljótakallinn. Eða þannig. Í stað Bogeyman er það „boogie man“ – búggímaðurinn. Bandaríkjamenn bera orðin (næstum) eins fram – bretar segja meira bógí en búggí, kanar búgí, ég veit hreinlega ekki hvað ástralir gera en þetta er augljóslega leikur að hugtökunum tveimur.

I like fine suits, smoke the best cigars Like talking sex to women, girls in fast cars I might be under the bed, ready to bite So little girl, be careful, when you’re on your own tonight

I’m your boogie man, your boogie man

And I hope, that you don’t misunderstand your boogie man

***

***

Takið eftir því hvað Phil er flottur bakvið settið – með rettuna – og Angus tekur tryllinginn í þessari extended útgáfu, sleppir skepnunni af básnum, sýnir svo fagmannlegt stripp og kastar sér loks í gólfið með gítarinn. A plús.

***

Annars eru þeir – enn harðgiftir og bláedrú – bara mest að syngja um píkur og vín. Platan er frekar gegnheil án þess að eiga marga hápunkta. Það er ekkert lag á plötunni sem er augljós singull en heldur ekkert sem gæti ekki sloppið sem singull. Þeir hafa ekki gert jafn „jafngóða“ plötu frá Back in Black.

***

Já og Rudd er kominn aftur. Sem er auðvitað gaman en Chris Slade er líka saknað. Rudd er orginal trommarinn, og djöfulli harður, og á þar með einhvers konar forgang – en hann er líka skíthæll og hafði lent harkalega saman við Malcolm út af óreglu og fantaskap. Slade var víst svo miður sín að vera rekinn (þremur árum eftir að Rudd fór að reyna að væla sig aftur inn) að hann snerti ekki trommusettið sitt árum saman. Þegar Rudd lenti síðan í „bobba“ fyrir nokkrum árum kom Slade sem betur fer aftur. En einhvern veginn glatað að vera samt svona understudy.

***

Það er engin annar en Rick Rubin sem pródúserar og tekur við af Bruce Fairbarn – og sándið er skemmtilegt en langt í frá það besta, það er hreinlega of næntís (sem er kannski ósanngjörn aðfinnsla, platan kom út ’95). Hann fetar líka full mikið í slóða Fairbarns, sem endurlífgaði sándið í bandinu – sem hafði verið á algerum villigötum frá For Those About to Rock. Sándið er aðeins blúsaðra – sem gladdi orginalistana í aðdáendahópnum – en langt frá áttunda áratugnum þótt Rubin hafi ruslað saman einhverjum gömlum Marshallmögnurum til að taka þetta upp. Það er aðallega leiðinlegt af því maður býst við meiru af Rick Rubin – en þetta er sem sagt allt vel gert.

***

Textinn í Burnin’ Alive er líka skemmtilegur – eða „skemmtilegur“ hann er auðvitað ægilegur, ég sé fyrir mér að þetta sé byggt á martröð sem annan hvorn (eða báða) Young bræðra hefur dreymt, en þetta er falleg ljóðlist:

No firewater, or novacaine, No thunderstorm, and no John Wayne No kids to rock, nowhere to run So watch out, cause this place is gonna burn

Burnin’ alive, burnin’ alive Burnin’ alive, burnin’ alive

***

Nei, ég sló þessu upp. Burnin’ Alive fjallar um Waco, Texas. Ég var samt ansi nálægt því.

***

En hér kemur svo titillagið að lokum.

***

Recent Posts

See All

Rock or Bust

Rock or Bust er að mörgu leyti óvitlaus plata. Glúrinn, jafnvel. En hún er líka dálítið mistæk. Fyrstu tvö lögin eru gríðarsterk –...

Black Ice

Black Ice kom út árið 2008 og fékk blíðar móttökur víðast hvar – sumir sögðu hana aðeins of langa (hún er lengsta plata AC/DC) en flestir...

Malcolm Young – RIP

Besta hægrihöndin í bransanum, sögðu krakkarnir í Stereophonics á Twitter í dag. Malcolm Young, sem dó í dag, var oft kallaður hjartað í...

Comments


natturulogmalin.jpg

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page