top of page
Illska-scaled.jpg
BruinyfirTangagotuna_72pt.jpg
frankensleikir.jpeg
Einlægur Önd.png
Oratorek_72pt.jpg
Plokkfiskbokin1.jpg
thjonn-thad-er-fonix-i-oskubakkanum-minum.jpg

For Those About To Rock

Ég vaknaði í morgun, leit inn á internetið og fannst alltíeinu einsog ég væri lentur í ritdeilu við Spaugstofuna. Íhugaði að segja eitthvað um „fýldardaga“ og að láta teflonhúða á sig fiðrildaduftið (ég er að lesa Bláa hnöttinn fyrir Aram í þriðja eða fjórða sinn – hann veit ekki að Andri skráði mig í Framsóknarflokkinn) og svo hugsaði ég: Á ég kannski bara að snúa mér aftur að AC/DC maraþoninu? Er það ekki bara best fyrir alla?

***

Highway to Hell var besta plata AC/DC þegar hún kom út. Back in Black kom næst og var besta plata AC/DC þegar hún kom út. For Those About to Rock var besta plata AC/DC alveg þangað til fyrsta lagið – titillagið – var búið. Því restin af henni er bara alls ekki nógu góð. Það er einsog pródúsentinn Mutt Lange – sem sat við stjórnborðið á þessum þremur plötum – hafi verið farinn að ganga of langt á bandið. Á Highway eru þeir enn hráir og grófir, á Back in Black eru þeir passlegir, og á Those er búið að fínísera þá of mikið – og lagasmíðarnar orðnar of trixí. Angus ofnotar dempplokkið, útsetningarnar ganga of mikið út á að láta rytmasveitina elta sönglaglínuna, og það er alltof mikið hangið í bakraddakórnum. Svo eru laglínurnar bara ekkert spes.

***

Night of the Long Knives er til dæmis bara lélegt. Samt hafa strákarnir í Poison stolið einu riffi úr því og gert Unskinny Bop. Ekki að þeir hafi verið miklir smekkmenn.

***

Nokkur lög eru ágæt. Inject the Venom (aðallega viðlagið), Let’s Get it Up (þar sem Brian reynir að máta sig við Bonska tvíræðni með slökum árangri), Evil Walks, Spellbound … en heilt yfir er platan svolítið einsog Huey Lewis með rafmagnsgítar. Það hefur verið svolítið rætt um skort á lífsháska í skáldskap upp á síðkastið. Og það er einmitt það sem vantar hérna – lífsháskann, allt-í-botnið, samanherpta hringvöðvann – og er auðvitað sérlega vandræðalegt í ljósi þess að það er einmitt lífsháski sem AC/DC sérhæfir sig í.

***

En það er undantekning. Til að sanna regluna. Einsog ég hef áreiðanlega nefnt eru AC/DC sérfræðingar í að opna plötur, byrja þær – slá tóninn. Titillagið á For Those About to Rock er eitt af allra rosalegustu lögum sveitarinnar og gullstandard á tónleikum. Back in Black hófst á einu fallegasta og yfirgengilegasta proppsi hljómsveitarsögunnar – sérsmíðaðri 2000 punda steyptri bronsbjöllu sem hefur fylgt þeim á túr um heiminn í nærri fjóra áratugi. Og hvað gerir maður þegar maður vill toppa sig eftir svoleiðis – ef manni finnst einsog kirkjubjallan sé ekki nóg? Þá fjárfestir maður í fallbyssum.

***

Recent Posts

See All

Rock or Bust

Rock or Bust er að mörgu leyti óvitlaus plata. Glúrinn, jafnvel. En hún er líka dálítið mistæk. Fyrstu tvö lögin eru gríðarsterk –...

Black Ice

Black Ice kom út árið 2008 og fékk blíðar móttökur víðast hvar – sumir sögðu hana aðeins of langa (hún er lengsta plata AC/DC) en flestir...

Malcolm Young – RIP

Besta hægrihöndin í bransanum, sögðu krakkarnir í Stereophonics á Twitter í dag. Malcolm Young, sem dó í dag, var oft kallaður hjartað í...

Comments


natturulogmalin.jpg
hnefi löng.jpg
HansBlaer_72.jpg
BLANDARABRANDARAR.jpg
bottom of page