top of page
Illska-scaled.jpg
BruinyfirTangagotuna_72pt.jpg
frankensleikir.jpeg
Einlægur Önd.png
Oratorek_72pt.jpg
Plokkfiskbokin1.jpg
thjonn-thad-er-fonix-i-oskubakkanum-minum.jpg

High Voltage

Rosalega er þetta hægur dagur. Þeir sem bíla um Skutulsfjörð þurftu að skafa rúðurnar í morgun. En það er mjög fallegt. Það verður svo fáránlega bjart í þessum firði stundum – hann liggur svo vel við sólu. Kannski ekki alla daga ársins en stundum. Svo er líka stilla.

***

Ég byrjaði í morgun að hlusta mig í gegnum AC/DC katalóginn. High Voltage er fyrsta platan. Fyrsta lagið fjallar um hvað þetta verði mikill barningur – It’s a Long Way To the Top (If You Wanna Rock’n’Roll). Og þetta varð auðvitað mikill barningur og þótt þeir félagar hafi alltaf staðið keikir þá hafa þeir nú verið misvel metnir, af rokkurum og öðrum.

***

Í tveimur tónlistarstjörnum hef ég heyrt fyrst í baði. Ég hlustaði á Óla Palla kynna fyrir mér Eminem – Mushrooms – í baðinu í Sundstræti og í sama baði heyrði ég fyrst T.N.T. með AC/DC, það var sennilega á MÍ-flugunni, menntaskólaútvarpinu sem var starfrækt í kringum Sólrisuhátíðina.

***

Fyrsti söngvarinn í AC/DC – Dave Evans – var hrikalegur. Ég sem hélt að þeir hefðu bara verið með bestu söngvarana (Bon, Brian og Axl). Þessi Evans er svona einsog þriðja klassa Noddy Holder.

***

Besta lagið á plötunni er Live Wire.

***

Stóri bróðir Angusar og Malcolms – George Young – var heimsfrægur á undan þeim þegar hljómsveitin hans The Easybeats sló í gegn með laginu Friday On My Mind árið 1966. Sú hljómsveit fór svo beint í að fikta í sándinu sínu – það var mjög í móð að vera að stöðugt að uppgötva sig upp á nýtt þarna í lok sjöunda áratugarins – og glataði öllum vinsældum á einhverju tilraunatrippi.

***

George stýrði AC/DC skútunni þarna á fyrstu árunum. Og lagði til eina gullna reglu: maður breytir ekki formúlunni. Og henni hefur aldrei verið breytt. Það er frægt þegar blaðamaður hreytti því í Angus Young að þeir hefðu gefið út 14 plötur sem allar hljómuðu eins – til hvers?! – og Angus hreytti því til baka í blaðamanninn að þetta væri ósatt, þeir hefðu gefið út 15 plötur sem hljómuðu allar eins.

***

Ekki kvarta ég yfir sándinu. Í grunninn er AC/DC auðvitað gamaldags blúsrokkhljómsveit. Angus (sem er góðum í tilsvörum) var líka spurður hvort þeir væru ekki þungarokkshljómsveit og svaraði að nei, þeir væru rokkhljómsveit, en þeir spiluðu bara dálítið hærra en hinir.

***

Þetta er líka allt mjög beisik músík – einsog rokklög eru (eða voru a.m.k.). Þetta er gamla reglan úr blúsnum að stíga dans við þekkt spor en reyna að gera það að sínu – blús finnst mér leiðinlegt lag, sagði einhver, og ef grunntónninn höfðar ekki til manns er hætt við að hann verði allt sami leiðinlegi grauturinn í hausnum á manni. Og vissulega er það hættan – þegar blúslag misheppnast er það vegna þess að það nær ekki að skera sig úr. En þegar það er gætt lífi – eða riðstraumi/jafnstraumi – er ekkert jafn sprúðlandi.

***

Lög einsog Can I Sit Next To You Girl eru síðan einfaldlega beint úr nótnabók Chucks Berry – sem er eitt af yfirlýstum átrúnaðargoðum Angusar. Nema einmitt bara aðeins hærra.

***

Recent Posts

See All

Rock or Bust

Rock or Bust er að mörgu leyti óvitlaus plata. Glúrinn, jafnvel. En hún er líka dálítið mistæk. Fyrstu tvö lögin eru gríðarsterk –...

Black Ice

Black Ice kom út árið 2008 og fékk blíðar móttökur víðast hvar – sumir sögðu hana aðeins of langa (hún er lengsta plata AC/DC) en flestir...

Malcolm Young – RIP

Besta hægrihöndin í bransanum, sögðu krakkarnir í Stereophonics á Twitter í dag. Malcolm Young, sem dó í dag, var oft kallaður hjartað í...

Comentarios


natturulogmalin.jpg
hnefi löng.jpg
HansBlaer_72.jpg
BLANDARABRANDARAR.jpg
bottom of page