top of page
Illska-scaled.jpg
BruinyfirTangagotuna_72pt.jpg
frankensleikir.jpeg
Einlægur Önd.png
Oratorek_72pt.jpg
Plokkfiskbokin1.jpg
thjonn-thad-er-fonix-i-oskubakkanum-minum.jpg

Untitled

Ég las loksins pulp-skáldsöguna Half eftir Jordan Park í vikunni. Hún fjallar um intersex-einstakling sem þjáist í skóla fyrir að vera öðruvísi og hafa ótýpískar strákatilfinningar, upplifir sig sem afskræmt millikynjafrík og laðast ekki að stelpum. Hann hafnar því meira að segja á einum stað að nauðga einni slíkri, jafnvel eftir að hann er búinn að giftast henni. Í sömu andrá og hann giftir sig – konu sem er trámatíserað nauðgunarfórnarlamb með álíka miklar kynferðislanganir og hann – skráir hann sig í herinn en er loks sendur heim út af læknisfræðilegum ástæðum. Í hernum er honum reyndar sagt að þetta sé ekki síst honum til bjargar; hinir hermennirnir muni gera út af við hann með einelti þegar þeir uppgötvi ástandið, sem þeir muni gera. Hann snýr aftur, mistekst enn á ný að nauðga konunni sinni, lætur sig hverfa og leggst í fyllerí. Á endanum fær hann vinnu í sirkus – eða eins konar fríksjói – þar sem hann kynnist eldri intersexkonu sem reifar við hann möguleikann á að fara í uppskurð og gerast kona. Hann ákveður að láta af því verða – fær fyrst vinnu hjá lækni og fer að lesa sér til, kemst svo í uppskurð, hættir næstum við í miðju ferli en snýr svo aftur á spítalann í lok bókar til þess að ljúka við þetta.

Bókin er miklu sympatískari en maður gæti átt von á og ég ímynda mér að hún sé mjög líberal fyrir sinn tíma (1953). Þá er afstaða Stevens Bankow – sem hann heitir – til sjálfs sín skiljanleg. Steven er alveg jafn uppfullur af fordómum og aðrir, enda fordómar hluti af samfélaginu frekar en einfaldlega persónulegir brestir, og hann á mjög erfitt með að samþykkja örlög sín, ástand eða tilfinningar. Það finnst mér bara frekar raunsætt sálarlífsmat miðað við gefnar aðstæður.

Það orkar kannski helst tvímælis að hann skuli (hugsanlega) loks finna ró í því að gerast kona – það er auðvitað ekki boðskapur sem hugnast öllum. Hins vegar er sannarlega ekki neinni loku fyrir það skotið að intersexfólk sé líka trans og hafi þörf fyrir að vera karlar eða konur. Og bækur eru, þrátt fyrir almennar skírskotanir sínar, sögur um sértækar aðstæður.

Ég skrifaði aðeins um bókina hérna áður en ég las hana og velti því fyrir mér hvort hún væri kaldhæðnari en mér sýndist – en eiginlega var hún einlægari og naívari (og engu að síður gædd talsverðu innsæi). Hún er ekki vel skrifuð og hún er rosalega ofhlaðin, sérstaklega í lokin – fyrstu 100 síðurnar eru bara grunnskólavanlíðan – en hún er alls ekki heldur það fordómarant sem ég hafði lesið um og ímyndað mér við fyrstu sýn. Og þó hún sé ekki vel skrifuð er hún samt áberandi betur skrifuð en pulp-skáldsögur samtímans.

Recent Posts

See All

Untitled

Lommi var að skamma mig fyrir að blogga ekki lengur á mánudögum. Hann er ekki á Facebook – þar sem ég er fram að jólum til að „vekja...

Untitled

Það sló mig fyrir helgi að það væri engin stemning fyrir þessu jólabókaflóði – ekki í kringum mig að minnsta kosti. Það hefur enginn mælt...

Comments


natturulogmalin.jpg
hnefi löng.jpg
HansBlaer_72.jpg
BLANDARABRANDARAR.jpg
bottom of page