top of page
Illska-scaled.jpg
BruinyfirTangagotuna_72pt.jpg
frankensleikir.jpeg
Einlægur Önd.png
Oratorek_72pt.jpg
Plokkfiskbokin1.jpg
thjonn-thad-er-fonix-i-oskubakkanum-minum.jpg

Untitled

Útgáfuhófið var á laugardaginn. Ég ætlaði ekki að halda neitt útgáfuhóf og ég ætlaði ekki að taka upp neina hljóðbók – vegna þess að mér fannst þetta allt eitthvað viðkvæmt og ég var allur í einhverjum hnút, kannski ástæðulausum – en lét Ödda tala mig inn á að taka upp hljóðbók og Gunnar Jóns tala mig inn á að halda útgáfuhóf. Í stað þess að vera með útfærð skemmtiatriði frá öllum eftirlætis listamönnunum mínum og kviss og söng og 400 kíló af plokkfiski, einsog ég hef verið með í síðustu 3-4 partíum, þá ákvað ég bara að gera bara lágmarkið – skaffa áfengi, lesa og spjalla. Að vísu bættist í sjarmann og skemmtilegheitin sú staðreynd að hófið var haldið á nýopnuðu kaffihúsi Gunnars og Lísbetar, Heimabyggð, sem er dásamlegur staður, og að áfengið var bruggað af litla bróður mínum, bruggmeistara Dokkunnar. Það var auðvitað októberbjór, því þótt hófið væri haldið í nóvember gerist bókin í október.

Það var mjög gaman og stappfullt út úr dyrum, þurfti að taka fram alla stóla og ná í fleiri yfir í næsta hús. Við Gunnar tókum stutt, illa undirbúið og frekar nervust spjall sem mæltist merkilega vel fyrir, miðað við hvað við vorum eitthvað ómarkvissir og óeinbeittir. Ég held þetta sé heldur ekki bók sem er neitt vit í að ræða með 3-4 bjóra í blóðinu (Gunnar var vel að merkja bláedru – ég er að meina mig) – við festumst í einhverju trans- og trölladæmi sem var svo bara einhver hola og ég dró upp úr mér einhverjar klisjur í bland við undanbrögð og sagði sennilega eitt og annað sem ég meina bara alls ekki, svona eftir á að hyggja (meðal annars að ef það sé boðskapur í bókinni sé hann þveröfugur við það sem mér þyki – það er bara ekki alveg satt, og það er heldur ekki alveg satt að það sé enginn boðskapur í bókinni þótt það sé í henni ákveðin þvermóðska og mótþróaröskun). En gestir virtust nú samt alveg ánægðir með okkur og ég áritaði helling af bókum og naut samvista við allt skemmtilegasta fólkið í bæjarfélaginu.

Restin af jólabókaflóðinu fer svo bara í að bíða eftir að það sé búið og maður fái aftur eirð í hjartað til að skrifa eitthvað. Ég ætlaði að vera að þýða á fullu núna – Inger Christensen – en það gengur hægt. Í vinnunni kem ég litlu í verk en eftir vinnu hef ég verið að læðast út í bílskúr til að smíða einfaldan slide-gítar, sem ég sýni hér strax og ég er búinn að breyta þessu í gítarblogg.

***

Ég tók ljótu myndirnar en Nadja þær fallegu, fyrir utan þessa fyrstu sem ég stal af instagramminu hennar Júlíu.

Recent Posts

See All

Untitled

Lommi var að skamma mig fyrir að blogga ekki lengur á mánudögum. Hann er ekki á Facebook – þar sem ég er fram að jólum til að „vekja...

Untitled

Það sló mig fyrir helgi að það væri engin stemning fyrir þessu jólabókaflóði – ekki í kringum mig að minnsta kosti. Það hefur enginn mælt...

Comments


natturulogmalin.jpg
hnefi löng.jpg
HansBlaer_72.jpg
BLANDARABRANDARAR.jpg
bottom of page