top of page
Illska-scaled.jpg
BruinyfirTangagotuna_72pt.jpg
frankensleikir.jpeg
Einlægur Önd.png
Oratorek_72pt.jpg
Plokkfiskbokin1.jpg
thjonn-thad-er-fonix-i-oskubakkanum-minum.jpg
hnefi löng.jpg
HansBlaer_72.jpg
BLANDARABRANDARAR.jpg

Black Ice

Black Ice kom út árið 2008 og fékk blíðar móttökur víðast hvar – sumir sögðu hana aðeins of langa (hún er lengsta plata AC/DC) en flestir voru sammála um að þetta væri besta plata sveitarinnar frá Razors Edge – og í Guardian, minnir mig, fór hann hreinlega aftur til Back in Black. Besta platan í 28 ár. Það er ekkert annað.

***

Skemmst er frá því að segja að þetta er húmbúkk og vitleysa. Black Ice er alls ekki góð plata. Það eru á henni 4-5 fín lög, sérstaklega á seinni helmingnum – Big Jack, Stormy May Day, Black Ice, Decibel og það er eitthvað áhugavert við Rock’n’Roll dream – það er næstum powerballaða og slíkt er ekki daglegt brauð hjá AC/DC – en það vantar allan skít í sándið, alla elektríska viðkvæmni, óróann, og lagasmíðarnar eru of fyrirsjáanlegar, meira að segja fyrir bandið sem hefur það helst að markmiði að fokkast aldrei í formúlunni. Og lag einsog Anything Goes – sem fór á tónleikaprógramið og fær óskiljanlegt hól frá tónlistarpressunni – er nafna sínum af Appetite for Destruction til mikillar skammar.

***

***

***

Riffin eru almennt fín – það eru sönglaglínurnar hérna sem eru bara ekki að gera sig.

***

Wheels er líka skammarlegt drasl.

***

Þetta er síðasta platan sem Malcolm heitinn spilar inn á. Hann samdi með bróður sínum lögin á næstu – Rock or Bust – en það var Stevie frændi sem spilaði í hans fjarveru.

***

Í einni rýninni sem ég las – hugsanlega í Rolling Stone – var því haldið fram að Phil Rudd ætti svo bágt með að tromma skraut að hann fengi Charlie Watts til að hljóma einsog Dave Grohl. Það fannst mér fyndið.

***

Annars staðar stóð að loksins hefðu drengirnir látið kynferðislega vafasama/barnalega texta vera. Það fannst rýninum voða góðar fréttir en ekki mér. Að vísu voru þeir textar ekki alltaf frábærir, en það voru gítarriffin ekkert heldur, en hvorutveggja er samt kjarnaatriði í músík sveitarinnar.

***

Það má hins vegar hafa í huga að War Machine er sennilega einhvers konar reðurlíking, þótt hún sé dulbúin. Sem gerir það strax bærilegra.

***

***

On the Black Ice tour, he was just amazing, even though he had to relearn some of the songs. That was the dementia kicking in; the evil silent thing. You can’t see it with an X-ray machine or anything like that. It is just nasty. It wasn’t so bad during the making of the album. He was still pretty good. He had some great riffs on that one as well. But as the tour went on, it started to dig in. But I will never forget the last night. Malcolm had a fire in his eyes you could spot a mile away.

– Brian Johnson um Malcolm.

***

Síðasta lagið. Á síðustu tónleikum Malcolms. Við hyllum þig, kæri!

***

***

Recent Posts

See All

Rock or Bust

Rock or Bust er að mörgu leyti óvitlaus plata. Glúrinn, jafnvel. En hún er líka dálítið mistæk. Fyrstu tvö lögin eru gríðarsterk –...

Malcolm Young – RIP

Besta hægrihöndin í bransanum, sögðu krakkarnir í Stereophonics á Twitter í dag. Malcolm Young, sem dó í dag, var oft kallaður hjartað í...

Stiff Upper Lip

Ferill AC/DC spannar eitthvert mesta siðspillingartímabil 20. aldarinnar. Þegar hann hefst árið 1974 er til þess að gera nýbúið að opna...

Comments


natturulogmalin.jpg

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page