Search
Náttúrulögmálin er komin í búðir!!!
Í dag gerðust þau undur og stórmerki að skáldsagan Náttúrulögmálin kom í búðir – einsog raunar áætlun hafði gert ráð fyrir. Fæst hún þar með á öllum þeim stöðum þar sem fólk kaupir venjulega bækur og mun áreiðanlega á endanum dúkka líka upp á þeim stöðum sem fólk kaupir alls ekki bækur, sem og þeim stöðum þar sem fólk fær lánaðar bækur. Þetta er okkur öllum hér á norddahl.org mikið fagnaðarefni, einsog gefur að skilja. Enn er hægt að hóa í höfundinn ef fólk vill nálgast áritað eintak – eða ná á hann á komandi upplestrarferð um land allt (sjá hér) – og það er meira að segja hægt að kaupa hana á heimasíðu forlagsins, Máls og menningar.
Comentários