Engin sjoppa er betri
en pylsan sem hún selur.
Segir hún.
Og í þessum sjoppum
er alls staðar seld
sama pylsan.
Alltaf með engu, svarar hann,
og alltaf með öllu.
Ljóðabókin Fimm ljóð er væntanleg þann 6. mars, 2025.
Eiríkur hefur verið staðarskáld í Vatnasafninu á Stykkishólmi, í boði Stykkishólmsbæjar og listasjóðsins Art Angel, sem og í Villa Martinson í Jonsered í Svíþjóð (2015) og í AIR Krems í Austurríki (2018). Árið 2010 hlaut Eiríkur viðurkenningu úr Fjölíssjóði. Eiríkur var Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2014-2015. Hann hefur hlotið aukaverðlaun Ljóðstafs Jóns úr Vör, Menningarverðlaun DV 2017 fyrir ljóðabókina Óratorrek, sérstaka viðurkenningu á kvikljóðahátíðinni Zebra Poetry Film Festival í Berlín, Sparibollann fyrir fegurstu ástarjátninguna og Rauðu fjöðrina, erótísk stílverðlaun lestrarfélagsins Krumma. Þá var barnabókin Frankensleikir tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022.