Bull stirred beneath Alan. And Alan felt his limp penis slide out of Bull’s kneepit with lubricated ease. Bull struggled round in the fluff-encrusted runnel of the vestibule and brought his pale, frank eyes, with their horrible weight of understanding into the brown, trustworthy gaze of his seducer. They tried very hard to stare affectionately at one another.
And what did Bull feel throughout this? How was it for him? Shame on you for even daring to ask. Some things must, after all, be sacred. Some things mustn’t be picked apart and subjected to such close scrutiny. But still, it is only fair to say that the experience was shattering. Bull felt violated, traduced, seduced, bamboozled, subjugated, entrapped and enfolded. He felt his capacity for action surgically removed. He felt, for the first time in his life, that his sense of himself as a purposeful automaton, striding on the world’s stage, had been completely vitiated by a warm wash of transcendence. This must be like a religious experience, thought Bull, his veal cheek pressed against the double plug socket. And had he been better versed in such things he might immediately have given his vagina the status of stigmata. In which case the outcome of this strange tale might have been considerably different.
The two orgasms had beaten up on him from either side. One came with each thrust of Alan into Bull, and the other derived from Alan’s expert and emphatic tugs at Bull’s cock. Though of such different natures and provenances they had somehow managed to merge together, like the Skaggerack [sic] and the Kattegat off Bull’s Jutland.
Bull – a farce eftir Will Self (úr Cock & Bull)
Author: Eiríkur Örn Norðdahl
Untitled
Það má skipta fagurbókmenntum gróflega niður í vitnisburði og skáldskap. Vinkona mín, erlent ljóðskáld sem skrifar vitnisburði, sagði við mig á dögunum að hún skildi ekki hvers vegna nokkur fengist við skáldskap. Til hvers að búa til sögur um fólk sem er ekki til, framleiða sársauka, tráma, húmor og örlög sem þurftu ekki að vera til í heiminum? Einsog við eigum ekki nóg með þann harm sem er þarna fyrir? Ég er (augljóslega) ekki sammála henni og sagði það við hana en ég er ekki viss um að ég geti formúlerað nákvæmlega hvers vegna ég er ekki sammála henni – hvers vegna mér finnst skáldskapur mikilvægur. Ekki án þess að gera lítið úr vitnisburðinum sem bókmenntaformi og það langar mig ekki. Hann er pólitískt mikilvægur og hann getur verið góðar bókmenntir en skákar oft í skjóli þess að vera „sannur“ og fær þannig afslátt af þeirri uppljómun sem mér finnst að verði að finnast í skáldskap. Dramað verður kraftmikið en það verður líka anekdótal frekar en greinandi – einstakar upplifanir hafa ekki endilega sömu almennu skírskotun og frásögn sem er sköpuð til þess að vísa út í heiminn – og það missir algerlega gildi sitt ef það reynist uppdiktað. Sagan er ekki nóg, hún sem slík er merkingarsnauð. Vitnisburðarbókmenntir úrkynjast líka oft í eins konar keppni í því hver hafi orðið fyrir mestum sársauka og hvers reynsla sé í krafti þessa sársauka merkingarbærust. Hér gildir það sama og í blaðamennsku – besta blaðamennskan er ekki endilega sú sem birtir mestan sársauka á forsíðu (eða sú sem fær mest klikkz). Sannar sögur mega, einsog frægt er, vera ótrúlegri en skáldskapur. „Ef þetta hefði ekki gerst væri það lygilegt (og þú trúir því aldrei hvað gerðist svo)“. Kvikmynd um mann sem lendir fyrst í því að ljón étur á honum hægri fótinn, svo sagar hann óvart af sér vinstri fótinn, fær drep í hægri handlegginn og lamast í þeim vinstri, bítur af sér tunguna og festir liminn í músagildru þykir yfirdrifinn skáldskapur (sem ég reyndar fíla). En ef okkur er sagt að sagan sé sönn öðlast hún eitthvað X-gildi; við myndum aldrei gera lítið úr sársauka mannsins með því að segja að saga hans sé ósannfærandi, yfirdrifinn eða ýkt. Meðal annars þess vegna eru mýmörg dæmi um fólk sem hefur skrifað ótrúlegar sögur og haldið því ranglega fram að þær séu sannar – þeirri fullyrðingu fylgir mikið átorítet. Sennilega er að minnsta kosti ein gróf lygasaga í hverri einustu ævisögu og furðu margar eru uppspuni frá rótum. Við segjum sannar sögur, af okkur sjálfum og öðrum, vegna þess að við viljum bera vitni um lífið í öllum sínum fjölbreytileika – en við skáldum sögur af ímynduðu fólki (sem byggjast stundum mismikið á raunverulegu fólki, án þess að eiga neinum skyldum við raunveruleikann að gegna) til þess að skilja heiminn og greina hann og varpa upp hugmyndum okkar um eðli hans. Þetta eru óljósari þarfir og óljósari greining – og það er þess vegna sem sagt er um skáldsögur, einsog mörg listaverk, að þær varpi frekar fram spurningum en þær svari þeim. Ég held hins vegar að góður skáldskapur vinni nokkurn bug á harmi heimsins og sé færari um það en vitnisburður – þótt á því séu augljóslega undantekningar og fari eftir bæði skáldskap og vitnisburði. En sem sagt, að öðru jöfnu. Sama vinkona og ég nefndi hér efst svaraði því reyndar líka til að hún vildi nota bókmenntirnar til þess að leita svara – og þegar ég spurði hvort hún hefði nokkurn tíma fundið einhver svör sagði hún að ef hún fengi svör myndi hún hætta að skrifa, þá væri hún komin í mark. Ég á betra með að vera sammála þessu. Skáldskapur er rannsókn án niðurstöðu – og hugsanlega vill maður ekki einu sinni finna svörin. Kannski vegna þess að þau snúast of mikið um hin hinstu rök og það er jafn mikil messíasarsturlun að telja sig færan um að svara slíkum spurningum og það er mannlegt að velta þeim upp. Sennilega myndi maður líka drepa skáldskapinn með því að svara spurningum hans, svíkja lesandann og sjálfan sig – svíkja bókina um ævintýrið sem fylgir því að lesa hana. Eitt af vandamálum vitnisburðarins er líka hugmyndin um hann sem einfaldan og óbrigðulan sannleika – þegar staðreyndin er sú að segi ólíkir aðilar sögu af sama viðburði birtist okkur tveir ólíkir sannleikar, og þarf ekki til að þá greini um nein veigamikil atriði eða frásögnin sé trámatísk. Perspektíf eins er einfaldlega ekki perspektíf annars. Í öllum þeim lýsingum sem ég las á sínum tíma um atburðina í Jurbarkas 1941 ber fólki ekki saman um nema allra grófustu útlínur – og það sama gildir raunar um vitnisburði trans- og intersexfólks sem ég las vegna Hans Blævar. Auðvitað á fólk sem gengur í gegnum áþekka hluti margt sameiginlegt en upplifun þeirra og perspektíf eru ekki almenn heldur fyrst og fremst sértæk. Einsog segir í Talmúð þá sjáum við ekki heiminn einsog hann er, heldur einsog við erum .
Tilvitnun vikunnar
And in that belly, rich as a thousand harvests, there was no treacherous oblivion for me for, at birth, I’d lost all right of reentry into the womb. I was exiled from Nirvana forever, and, faced with the concrete essence of woman, I was at my wit’s end how to behave. I could not imagine what giant being might couple with her; she was a piece of pure nature, she was earth, she was fructification.
I had reached my journey’s end as a man. I knew, then, that I was among the Mothers; I experienced the pure terror of Faust.
And she had made herself! Yes, made herself! She was her own mythological artefact; she had reconstructed her flesh painfully, with knives and with needles, into a transcendental form as an emblem, as an example, and flung a patchwork quilt stitched from her daughters’ breasts over the cathedral of her interior, the cave within the cave.
The Passion of the New Eve – Angela Carter
Untitled
Ég er kominn aftur á kontórinn. Hér beið mín kassi af bókum sem ég sendi sjálfum mér frá residensíunni í Krems og annað eins var ég með í töskunni – og auk þess átti ég á pósthúsinu eintak af pulp-rómaninum Half eftir Jordan Park. Ég er bara rétt búinn að opna hana og hún er fullkomlega hilaríus, einsog grótesk skopstæling á verstu transfordómum. En ég ætla svo sem ekki að dæma hana of snemma – kannski er hún kaldhæðnari en ég held og samhengi skiptir máli, jafnvel öllu máli. Það er ákveðið kæruleysi í pulp-bókmenntum og það er ekki endilega það sama og fáfræði eða heimska (þótt sú sé auðvitað stundum raunin). Kæruleysi á það til að opna fyrir ákveðin instinkt sem eru oft sannari en hið vandaða og úthugsaða – ég held að allar góðar bókmenntir séu skrifaðar á þessu instinkti. Jordan Park var dulnefni Cyrils M. Kornbluth sem gaf út margar bækur undir dulnefni og nokkrar undir þessu tiltekna dulnefni. Kornbluth er fæddur árið 1923 og lést 34 ára árið 1958 (ég rek nú augun í að hann er fæddur dagi síðar á árinu en ég, 2. júlí, og lést á afmælisdegi Nödju, 21. mars). Flestar eru bækur hans vísindaskáldsögur og margar skrifaðar með öðrum og hann var gríðarlega afkastamikill. Hann virðist líka hafa verið mikill sérvitringur – þannig menntaði hann sig sjálfur með því að lesa alfræðiorðabókina frá A til Ö (eða Z, réttara sagt) og má víst sjá á bókum hans hversu langt í safninu hann er kominn, eftir því hvort þar er mikið af óþarfa upplýsingum um „ballistics“ eða „chinese masonry“ eða „Doncaster“ o.s.frv. Ég skila einhverri skýrslu um hana þegar ég les hana. En fyrst þarf ég að klára The Ministry of Utmost Happiness eftir Arundhati Roy, en aðalsöguhetjan þar er „hijra“ – sem er s-asískt regnhlífarheiti fyrir intersex, trans og geldinga. Ég átti mjög bágt með fyrri skáldsögu Roy, The God of Little Things , einsog ég á bágt með alla sjálfs-exótíseringu hvort sem það er Paasilinna eða Jón Kalman eða Marquez, þessa rómantísku upphafningu á þjóðerni eða þjóðareðli í krafti goðsagna og klisja, og gafst hreinlega upp. Mér finnst þessi samt talsvert áhugaverðari en sú fyrsta – það er hreinlega einsog hún sé bara dálítið skítugri, dálítið holdugri, með fæturna í drullunni þótt höfuðið sé í skýjunum og hjartað á flugi. *** Það er annars mjög gott að vera kominn heim. Ég reikna með að vera ferðalúinn næstu vikurnar og ætla að vera duglegur að sofa og hreyfa mig. Hrista af mér slenið. Eftir sjúklega heitt sumar í Austurríki og Svíþjóð hefur verið bongóblíða hérna. Það liggur við að ég sé með samviskubit að hafa enn ekki tekið á mig neitt af þessu viðbjóðssumri þótt ég samgleðjist líka samlöndum mínum að fá loksins sól. *** Kápan sem er núna í hliðarreitnum ætti að vera rétt, sú eina sanna, kápan sem mun drottna yfir jólabókaflóðinu. Leggið hana strax á minnið.
Tilvitnun vikunnar
I don’t know where I am but wherever it is that I am I have to get out of here pronto!
Fyrsta setningin í Myron eftir Gore Vidal.
Untitled
Ljóðaritstjórar The Nation báðust á dögunum afsökunar fyrir að hafa birt ljóð sem er skrifað á „svörtu talmáli“ – einsog það er kallað – af hvítum manni. Ljóðið, sem er ágætt en ekkert meistaraverk, sleppir sögnum („you a girl“) og beygir þær „vitlaust“ („they is“) en annars er í sjálfu sér lítið að sjá – málfarið er ekki beinlínis revolúsjónerandi. Þá kemur orðið „crippled“ fyrir. Ritstjórarnir – og skáldið raunar líka – báðust innilega afsökunar á að hafa sært viðkomandi „communities“ (fatlaða og litaða, held ég, en kannski áttu þau líka við fleiri) og sögðust myndu endurskoða starfshætti sína og sig sjálf í framtíðinni. Kona nokkur, Grace Schulman, 83 ára ljóðskáld sem gegndi þessari sömu stöðu í 35 ár, en lét af störfum fyrir rúmum áratug, skrifaði þá opið bréf og sagði nokkurn veginn að ritstjórarnir væru hryggjarlausir aumingjar og heimur sem ekki stæði vörð um skáldskapinn ætti hann ekki skilið og myndi fljótt úrkynjast og verða eigin fáfræði að bráð. *** Hér eru auðvitað milljón snertipunktar. Hvað er til dæmis svart talmál og er það bara talað af svörtum – er það menningarnám þegar það er talað af hvítum og er einfaldlega hægt að gera ráð fyrir því í ljóði að ljóðmælandi sé svartur ef hann notar tiltekinn orðaforða, tiltekið slangur? Er gengið út frá því að ljóðmælandi sé hvítur að herma eftir svörtum eða má hvítt ljóðskáld ekki skrifa svartan ljóðmælanda? Að hversu miklu leyti er ídentítet bundið í tungumál? Ég held að meira og minna 90% af öllu amerísku slangri eigi uppruna sinn í svörtu talmáli – og kannski er raunverulegasti rasisminn í þessu sá að kalla slangur sem einkennist af málvillum „svart talmál“ einsog svart fólk sé allt eins menntað og allt með sama bakgrunn, allt úr sama hverfinu, frá sama landinu. Hvítt talmál er þá bara enska drottningarinnar. Allur götudíalekt er í stöðugri og snarpri þróun og er yfirleitt bara talaður af einni og einni kynslóð í einu, en smitast innan kynslóða og yfir kynþáttalínur og jafnvel stéttalínur – enda hafa unglingar í Bandaríkjunum verið aldir upp á hipphopp tónlist nú í að verða fjörutíu ár. *** Talar Króli svartan díalekt – eða var það Biggi Sævars? Talar Obama svart talmál við börnin sín? Svara þau Michelle á svörtu talmáli? *** Sem þýðir ekki að díalekt sé ekki merkingarbær, vel að merkja. Það bara flækir málin. Við lesum ýmislegt úr orðavali í textum og stærsta vandamálið í því öllu saman er að við skulum lesa núllstillinguna – slangur og skrautlausa málið undantekningalítið sem hvítt sísheteró millistéttar og karlkyns. *** En til þess að flækja málin enn frekar er ekki hægt að ætlast til þess að höfundur – ljóðskáld eða leikskáld eða skáldsagnahöfundur – skrifi bara persónur sem eiga sama bakgrunn og hann, hán eða hún sjálf(t)(ur). Bæði vegna þess að þar með höfnum við grundvallarforsendu alls skáldskapar, og að mínu persónulega mati sjálfrar mennskunnar, samlíðuninni – lífið er gersamlega tilgangslaust ef við erum orðin svo miklir einstaklingar að við getum ekki lengur leyft okkur að setja okkur í spor hvors annars, leika hvert annað, verða hvert annað í hugarfluginu, með öllum kostum og kenjum, þá erum við ekki bara einstaklingar heldur eyjur – og vegna þess að þá yrðu bókmenntirnar fáránlega einsleitar. Allar mínar bækur myndu fjalla um hóp af ísfirskum rithöfundum með hatta sem töluðu saman um sjálfa sig. Sem væri auðvitað mjög skemmtilegt, en bara fyrir mig. *** Rithöfundur sem getur ekki sett sig í spor annarra er ekki góður rithöfundur og rithöfundur sem reynir það ekki er huglaus rithöfundur og vondur. En í þessari meðlíðunartilraun erum við auðvitað líka að sjá okkur sjálf – sjá aðra í okkur og okkur í öðrum. Maður kemst ekki út úr sjálfum sér og það er hin stóra sorg mannsins að takast aldrei að renna saman við aðra – við alheiminn, við nirguna brahma, eða bara sína nánustu ástvini. En sá sem aldrei reynir glatar bæði sjálfum sér og heiminum. *** Og samt er ídentítet höfundar ekki heldur aukaatriði. Það skiptir máli að JT Leroy var ekki hiv-smituð trans vændiskona, að Ern Malley var tilbúningur tveggja íhaldsmanna sem ortu ljóð sín sem diss á módernismann, að Forrest Carter sem skrifaði Uppvöxt Litla-Trés var líka rasíski ræðuskrifarinn Asa Carter og að Anonymus var Jóhannes úr Kötlum. Það lýsir upp lestur verkanna og breytir samhengi þeirra – en það ógildir þau ekki, það trompar ekki verkin sjálf og það sem í þeim stendur. Höfundurinn dó aldrei, einsog Barthes hélt fram – og verkið deyr ekki heldur hvað sem samtíminn rembist og djöflast á öld sem virðist ekkert skilja eða vilja nema einmitt þennan blessaða höfund, sjálfið (það virðist skipta minna máli hvað er sagt en hver segir það). Og ljóðaritstjórar The Nation munu vonandi hafa ævarandi skömm fyrir aumingjaskapinn enda eru þeir með þessu beinlínis að ganga af bókmenntunum dauðum. Það væri óskandi að PEN gæti tekið afstöðu gegn þessu maóíska krabbameini. Þetta er ekki gott og þetta versnar ár frá ári og það græðir enginn neitt á þessu nema fasistarnir. *** Og það er óhugnanlegt að sjá fyrir sér að ritstjórarnir og/eða skáldið geri þetta ekki sjálfviljug heldur vegna þess að það er betra að beygja sig í duftið en að debatera, taka slaginn – einu sinni í fimm mínútur. Öll PR fyrirtæki ráðleggja skjólstæðingum sínum enda að biðjast bara umyrðalaust afsökunar, alveg sama hver sannleikurinn er, hver prinsippin eru eða hvað átti sér stað. Allur debatt er slæmur fyrir vörumerkið og ef þú ætlar að eiga starfsferil – vera ljóðskáld eða ritstjóri – þá þarftu að standa vörð um vörumerkið fyrst og fremst. *** Kannski skiptu þau bara um skoðun. En þá eru þau líka ólæs og vanhæf og ættu að segja af sér. Þetta ljóð er engin kjarnorkuvísindi, ef þau skildu það ekki nógu vel til að standa með því (eða hafna því frá upphafi) þá liggja hæfileikar þeirra sennilega annars staðar í tilverunni en í bókmenntum og listum. Það eru ábyggilega einhverjar stöður lausar í írönsku siðalöggunni, PMCR Tipper Gore eða kúbönsku byltingarafstöðustofnuninni . Eða þú veist, bara kvikmyndaeftirlitinu. *** Annars er allt bærilegt hér nema síðsumarþunglyndið og þessi óþolandi hiti. Ég flýg til Íslands á fimmtudag og keyri heim á laugardag. Ég er smám saman að trappa mig upp í að fara að lifa lífinu upp á nýtt. Það verður kannski kalt á Íslandi – eða næsta örugglega – en ég hlakka samt til. Ég hef ekki verið í sama rúminu nema örfáa daga í röð síðan í júní – og þá var ég einn í þrjár vikur – og ég held að geðheilsa mín myndi ekki þola meira af þessu. *** Kápumyndin sem birtist hér hægra megin (frá mér séð – og raunar þér líka, þegar ég spái í það) er röng. Svona verður kápan á Hans Blævi ekki. En hún verður í þessa áttina.
Tilvitnun vikunnar
Jag förstod inte vad en kvinna är
och när man försökte tala om det för mig
blev jag intresserat av nåt annat
som att röra hela handflatan
över ett skrovligt favoritträd
eller tänka på lejon och onanera
eller läsa om galaxer far far away
Jag gjorde mig nåt slags kvinna att bo i
med mycket hjälp från släkt och vänner
en dag lämnade jag henne
låste henne omsorgsfullt
gick ut i skogen
Sitter under trädet mycket vilsen
hänger speglar i det för att nån ska se mig
Speglarna är gjorda av vulkaniskt glas
först utbrottet sen
se sig själv och själv bli sedd
Tryck gilla på spegeln
Nino Mick – úr bókinni Tjugofemtusen kilometer nervtrådar
Untitled
Einsog hefur ekki farið framhjá þjóðinni, þótt ég hafi gleymt að kveðja, hef ég verið í sumarfríi. Hér hafa bara birst lög og tilvitnanir í júlí enda er það allt stillt langt fram í tímann og kostar mig því enga fyrirhöfn þar sem ég ligg með tærnar í sandinum, sötra bjór og leik við börnin mín. Ég hef reynt að fylgjast sem allra minnst með internetinu á þessum tíma, afeitra sálina eftir þær fremur intensífu djúpstörur sem lokaskeið bókarinnar krafðist en það hefur gengið bölvanlega, ef satt skal segja. Internetið lætur ekki að sér hæða. Ég er að vísu ekki á Facebook og ekki með neinar nothæfar bakdyr til þess að fylgjast með þar, sem er sannarlega talsverður léttir, en ég er með twitter-aðgang Starafugls og svo les ég hverja einustu frétt sem er skrifuð á íslensku og talsvert af fréttum á sænsku og ensku. Mikið af íslensku fréttunum fjalla um það sem gerist á Facebook. *** Það hefur hvarflað að mér upp á síðkastið hvort fréttirnar séu kannski verstar – næringarsnauðastar – og ekki bara þær sem fjalla um það sem gerist á Facebook. Eitt af því sem ég gerði í fríinu var að lesa viðtalsbók við Tom Waits og eftir það langaði mig helst að lesa í ryðbletti á bílum. Sennilega verður lítið úr því en það er hins vegar alveg í myndinni að ég taki mér ákafari internetpásur í haust þegar ég get leyft mér það – í augnablikinu þarf ég að vera í sambandi við fólkið sem leigir og fær lánað húsið mitt á Ísafirði og get ekki bara slökkt og þá er maður meira einsog alkinn sem er að reyna að verða að minnsta kosti ekki ofurölvi innanum fólk en sá sem er á snúrunni. Ég er hérna til að sinna skyldustörfum. *** Svo er spurning um að reyna að hafa húmor fyrir þessu öllu saman – skapa nauðsynlegan distans til að lifa andköfin af. Það er ekki alveg einfalt því húmor fylgir alltaf svo mikil grimmd. Ég hlæ alveg svolítið innan í mér við að fylgjast með Twitter fara á hliðina fyrst í baráttunni gegn notkun plaströra á veitingastöðum og síðan vegna þess að plaströr reynast nauðsynleg hjálpartæki fyrir fatlaða, sem stendur slysahætta af fjölnotarörum (og þá eru þeir sem eru á móti rörum líka á móti fötluðum og þeir sem eru með rörum hata umhverfið). Það er eitthvað sprenghlægilegt við fjaðrafokið sem slíkt – rétt einsog það er gaman að trúbadorinn Biggi Sævars (svartur) sé að debatera opinberlega við Króla (hvítan) um blackface. Það er gaman vegna þess að þetta er allt svo vandræðalegt og klaufalegt – hóphneykslan er kannski oft gagnleg, oft nauðsynleg, en hún er líka frámunalega grunn. *** Og sem sagt, svo vill maður ekki hlæja og ekki játa á sig flissið opinberlega (þið látið einsog ég hafi ekkert sagt) vegna þess að maður vill ekki styðja hversdagsrasisma, vill ekki taka þátt í landsbyggðarfyrirlitningu, finnst mikilvægt að dregið verði úr plastnotkun og það verði gert án þess að fatlaðir beri af því mesta þungan. Og þegar maður hlær ekki, leyfir sér ekki þessa grimmd heldur situr á henni – bælir hana niður, bókstaflega – þá fær maður samviskubit gagnvart sjálfum sér, einsog maður sé að svíkja sig. Maður segir aldrei neitt nema þá sjaldan mann langar að taka undir eitthvað. *** Kannski er það versta við „pólitísku réttsýnina“ hversu einfaldur skilningur hennar á húmor er – á hlutverki húmors – því skilningur okkar á hlutverki húmors er yfirleitt mjög náinn skilningi okkar á hlutverki lista yfirleitt. Ef afstaða okkar til húmors er dogmatísk er afstaða okkar til lista dogmatísk og þá er afstaða okkar til heimsins dogmatísk. *** Listin er ekki góður vettvangur fyrir móralska einfeldni. Hún er vont pólitískt verkfæri vegna þess að sá sem sinnir henni af nokkrum heiðarleik ræður ekki alveg hver verður fyrir henni eða hver getur fært sér hana í nyt. Góð list getur af þessum sökum vel verið brennsli á bál illmenna. Og hefur oft verið það – frá Knut Hamsun til Ozzy Osbourne, frá Salo til Eminem. Hún göfgar eitthvað annað en baráttu hins góða gegn hinu illa – þótt dæmi séu um að hún geri einmitt það (t.d. Star Wars, Atlas Shrugged og 1984). *** List sem hefur enga snertipunkta við „pólitík“ hefur svo enga snertipunkta við heiminn. Hún er bara misvelgert dútl – svona einsog maður krotar í bók meðan maður talar í landlínusíma. *** Ég á eftir að hlusta á lagið þar sem rappað er um bitches – það var annar skandall. Skáldið Kött Grá Pje skrifaði á Twitter í vikunni eitthvað um að kannski væri tími rappsins bara liðinn og kominn tími á meiri drullu, meira pönk. Það var presenterað í fjölmiðlum sem gagnrýni á lagið, á orðanotkunina, og kannski var það hugsað þannig en það sló mig samt hvað væri skrítið að biðja um skítugra pönk einsog það væri þá ekki jafn tillitslaust og rappið – og hvort KGP væri þá að biðja um „hreinni skít“, skítinn án essensins, svona skít sem maður getur pósað með en sem maður verður ekki skítugur af að snerta. *** Ég byrjaði annars mánuðinn á að eiga afmæli og fékk nýjan gítar í afmælisgjöf – kolbikasvartan Gibson SG sem heitir „Gálknið“. *** Og þá hló þingheimur.
Tilvitnun vikunnar
The history of the sexual vanguard in America was a long list of people who had been ridiculed, imprisoned, or subjected to violence. So it was annoying to hear the hubris of technologists, while knowing that gadgetry or convenience in telecommunication was the easy kind of futurism, the kind that attracted money. A real disruption or hack was a narration that did not make any sense to us the first time it was told, that would provoke too much repugnance to show in a cell phone ad.
Emily Witt – Future Sex
Tilvitnun vikunnar
Kalla mig inte transperson
Jag är en Transformer
“More than meets the eye.”
Ni kan kalla mig:
OPTIMUS PRIDE
Úr bókinni Ikon eftir Yolöndu Auroru Bohm Ramirez