The heterosexualization of desire requires and institutes the production of discrete and asymmetrical oppositions between “feminine” and “masculine,” where these are understood as expressive attributes of “male” and “female.” The cultural matrix through which gender identity has become intelligible requires that certain kinds of “identities” cannot “exist”—that is, those in which gender does not follow from sex and those in which the practices of desire do not “follow” from either sex or gender. “Follow” in this context is a political relation of entailment instituted by the cultural laws that establish and regulate the shape and meaning of sexuality. Indeed, precisely because certain kinds of “gender identities” fail to conform to those norms of cultural intelligibility, they appear only as developmental failures or logical impossibilities from within that domain. Their persistence and proliferation, however, provide critical opportunities to expose the limits and regulatory aims of that domain of intelligibility and, hence, to open up within the very terms of that matrix of intelligibility rival and subversive matrices of gender disorder. Judith Butler – Gender Trouble, bls, 24.
Author: Eiríkur Örn Norðdahl
Untitled
Eiríkur Örn Norðdahl er sér á parti. Engum líkur. Hann hefur sýnt það í fyrri verkum sínum – jafnt í sögum sem ljóðum – að hann þorir, þegar aðrir þegja. Hann skirrist einskis, hlífir engu. Afhjúpar og ögrar með stæl. Ef þér er auðveldlega ofboðið, er kannski best að halda sig fjarri.
Höfundinum er nefnilega ekkert heilagt. Venjuviska og vanahugsun eru fyrstu fórnarlömb háðfuglsins. Ef það er í lagi þín vegna, þá skaltu láta slag standa og hlusta á það sem frægðarfríkið (nýyrði fyrir „media celebrity“) Hans Blær, hefur að segja við áhorfendur í Tjarnarbíói. Þetta er ósvikin skemmtun. Bryndís Schram skrifar um Hans Blævi í DV.
Untitled
Mikilvæg tilkynning: Hans Blær Viggósbur er ekki bara kynsegin trans intersex manneskja sem var alin upp sem stúlka, Hans Blær er líka (hvítur) sís heteró karlmaður úr efri millistétt. KARL Hans Blær er (að öllum líkindum) með XY-litninga, hán er með penis, pissar standandi og penetrerar fólk og hán tekur (stundum) testósterón og þá vex hán skegg. Hán segist oft sjálft vera karlmaður, en hán segist reyndar vera margt og hán er ekki alltaf treystandi til þess að finnast það sem hán segist finnast, til þess eru of margar mótsagnir í máli hánar. En fólk hefur sjálfdæmi um kyngervi sitt. GAGNKYNHNEIGÐUR Hans Blær er að eigin sögn alltaf heteró. Hvað átti fólk að segja þegar hán sagðist ríða öllum sínum körlum sem kona og öllum sínum konum sem karl, því samkynhneigð væri viðurstyggð? Var hán að grínast?
úr fimmta kafla skáldsögunnar SÍS Hida Viloria bendir á það í ævisögu sinni að þeir sem fæðist intersex og upplifi sig sem intersex séu sennilega ekki trans heldur sís (hún er reyndar líka mótfallin hugtakinu – enda ýti það undir binary hugsunarhátt að skipta fólki í sís og trans). Það er svo spurning hvort og hvenær Hans Blær hættir að vera intersex – hán tekur (stundum) hormóna og presenterar sig og talar um sig í öllum mögulegum kynjum; eini fastinn er að hán segist vera á rófinu . EFRI MILLISTÉTT Hans Blær er þá skipstjórabur – faðir hánar er aflakóngur á frystitogara sem gerir út frá Akranesi. Hann er lítið heima en hann skaffar gríðarlega vel. Hans Blær var síðan sjálft fljótt að koma sér þannig fyrir í fjölmiðlaheiminum að hán hefði vel ríflegar meðaltekjur.
Untitled
Hún er óþolandi tilhneiging fjölmiðla til þess að blása út allt það heimskulegasta sem sagt er á internetinu, til þess eins að upplýsa fjöldann, reikna ég með, um að í heiminum finnist ennþá einn og einn epískur fáviti. Þeir þurfa ekki að vera margir og þeir þurfa ekki að vera fávitar allan sólarhringinn. En þeir þurfa að vera nógu hátt hlutfall – af 350 þúsund íslendingum – til þess að einhver þeirra segi eitthvað nógu heimskulegt til að teljast fréttnæmt á vanþroskuðustu og gröðustu ritstjórnum landsins sirka 3-4 sinnum í viku svo moka megi inn smellum og auglýsingatekjum með því að nauðga upp í viðkomandi fávita gjallarhorni, skella honum á forsíðu, svo allir fái að hneykslast á fávitanum, allir geti deilt heimskunni úr honum með andköfum og undirstrikað að þeir séu sjálfir ekki illa innrættir, þeir séu gott fólk. Tröllin rétt ná þessum lágmarksafköstum, vel að merkja, en með aðstoð (vissra) fjölmiðla virðast þeir heil hersing – og þeim er sjálfum nógu tíðrætt um eigin þöggun til þess að maður gæti ímyndað sér að þeir væru enn fleiri, sennilega fleiri en byggja landið, og í það minnsta merkilegri en allt hyskið sem gerir það svona alla jafna og hefur ófréttnæmar skoðanir. Það hafa birst nokkur svæsin svona dæmi síðustu daga, þrjár af fimm mest lesnu fréttum DV í augnablikinu, sem dæmi – sem ég ætla ekki að tiltaka eða hlekkja á – ég má ekki við því að rífa fleiri hár af höfði mínu, bara því miður, það er allt að verða búið. En það er svona sem tröllin vinna, svona sem rasistarnir og mannhatararnir vinna, svona sem þeir rotta sig saman og láta líta svo út sem þeir séu miklu stærri og merkilegri hreyfing en þeir eru – meðan þeir eru fyrst og fremst einmana og oft á tíðum sjúkir sjálfsrúnkarar. Þeir nota fjölmiðlana til þess að fá athygli og fjölmiðlarnir nota þá til þess að fá smelli og það eruð þið sem smellið. Þetta fólk er ekki heldur sönnun um eitt eða neitt eða lýsandi fyrir „kúltúr“ samtímans – það er undantekning og viðhorf þess eru ekki fyrst og fremst úrelt, það mun sennilega aldrei deyja út, því er bara illt og það gargar út í loftið vegna þess að það veit ekki hvað annað það ætti af sér að gera. Og já, þetta er færsla um Hans Blævi.
Untitled
Á finnsku tilgreinir maður ekki kyn með persónufornafni. Hann og hún er sama orðið – hän . Á sænsku var orðið hen tekið upp í Orðabók sænsku akademíunnar fyrir þremur árum, en það var fyrst stungið upp á því árið 1966, með vísan til finnskunnar, sem stendur sænskunni menningarlega nærri þótt tungumálið sé óskylt. Orðið hen er orðið fremur algengt í sænsku og því bregður fyrir í flestum stóru dagblöðunum, a.m.k. annað veifið, en þá sjaldnar einsog hán á íslensku – hán er, enn sem komið er a.m.k., fyrst og fremst notað yfir kynseginfólk, á meðan hen er fyrst og fremst notað sem kynhlutlaust persónufornafn. Ef mig langar ekki að gefa upp kyn einstaklings – t.d. leynilegs heimildarmanns – þá vísa ég til hans (einstaklingsins) sem hen. Þetta er að því leytinu til auðveldara á sænsku að nafnorð eru almennt ekki kynjuð. Á íslensku er manneskja hún, vegfarandi er hann, fólk er það o.s.frv. Á sænsku getur människa verið han, hon, hen eða den. Hen er sannarlega líka notað til þess að vísa til kynseginfólks. Ég velti því fyrir mér hvort það sé vandamál á finnsku að geta ekki vísað til einstaklinga sem karlkyns, kvenkyns eða kynsegin. Það getur vel verið – það er oft ástæða til þess að hafa flokkana frekar en að flokka bara alla sem „manneskjur“ (út á það gengur ídentítetspólitíkin, að undirstrika, gera áberandi, svo fordómarnir verði jafn áberandi út á við og þeir eru inn á við). Þegar það er ekkert hann, hún, hán – ekkert box – getur verið erfitt að orða hlutina rétt. Öll orð eru í senn heftandi og frelsandi. *** Hán er alla jafna beygt einsog lán. Hán um hán frá háni til háns – og hefur þannig hvorugkynsblæ. Hans Blær beygir orðið eftir eigin sérvisku í báðar áttir, fylgir kven- og karlbeygingu. Hán (eins hann eða hún) um hána (einsog hana) frá hánum (einsog honum) til hánar (einsog hennar). Þetta gerir hán meðal annars til þess að skilja sig frá kynseginsamfélaginu en líka til þess að undirstrika að hán er ekki hvorugt heldur bæði – eða öllu heldur, stundum eitt, stundum annað, og oft allt í senn. *** Hán hefur svo auðvitað afleiðingar út í allt beygingarkerfið, sem hen gerir ekki. Hann er glaður, hún er glöð og hán er glatt; en hen/han/hon är bara glad. Mér finnst þetta skemmtilegt, af því mér finnst tungumálið skemmtilegt og vegna þess að mér finnst fjölbreytni skemmtileg, en það verður sennilega mikill klaufaskapur í kringum þetta fyrstu árin og áratugina – að því gefnu að það komist í almenna notkun. Ég held það sé sennilegra að notkunin verði almenn ef því verður beitt meira einsog í sænsku, því jafnvel í kynseginsamfélaginu (sem er ekkert æðislega stórt, þótt það sé stærra en margir halda) er minnihluti sem kýs að nota það. Orðið kemur þannig fyrir í Óratorreki þar sem vísað er til persónugerðs eldislax – og svo er það í Hans Blævi auðvitað (yfirleitt til að vísa til Hans Blævar en líka á stöku stað í hlutlausa skilningnum). *** Ég sá í dag einhvers staðar að … stúdentaráð? … hefði verið að skipta út ýmsum heitum. Þar fór sennilega mest fyrir því að orðinu maður væri skipt út í samsetningum einsog formaður . Það held ég reyndar að mörgum konum ofbjóði að vera sagt að þær séu ekki menn – átökin um merkinguna þar er, spái ég, langt í frá lokið (mér finnst báðir hafa nokkuð til síns máls en er annars afstöðulaus, sem er slæmt því það veldur klaufagangi í máli mínu). Hins vegar sló mig að orðinu formennska væri skipt út fyrir forsæti . Það er ansi grófgerður skilningur á orðinu mennska að það eigi ekki við um konur – þær séu hreint út sagt ekki mennskar. Tungumálið er auðvitað gegnsýrt af þeim skilningi að maður og afleidd orð eigi við um allt fólk. Börn eru þannig mennsk , jafnt þótt skilningur manns sé sá að drengir séu ekki orðnir menn. Við tölum um mannlegt eðli , mannúð , kven menn og ég held ég fari með rétt mál að orðin menning þýði það sem menn gera og menntun að gera einhvern að manni. Ef konur eru ekki mennskar – eða skilningur okkar er sá að einungis karlmenn geti gegn formennsku – þá þarf ansi mikla hreinsun í tungumálinu (kæri maður sig um að gæta samræmis, sem er svo auðvitað alls ekkert víst).
Untitled
Stilla úr Desperate Living (1977), John Waters, ásamt broti úr handriti. Glímukempan Mole McHenry, sem nýverið hefur skipt um kyn vegna þess að hún taldi ranglega að ástkona hennar vildi heldur að hún væri karlmaður, heldur um byssuna. Rassinn er í eigu Peggy Gravel, fyrrum taugaveiklaðrar húsmóður sem nú er orðinn næstráðandi drottningar. Það er Peggy sem segir orðin vinstra megin á myndinni skömmu áður en Mole hleypir af. *** Transgressjón er eitt og perversjón er annað. Perversjón er eitt og frávikshegðun er annað. Og samt hangir þetta að einhverju leyti á sömu spýtunni. Sá sem brýtur á siðferðislegum reglum samfélagsins – réttlátum eða ranglátum – gerir það, eðlilega, annað hvort vegna þess að hán vill það eða hán þarf þess. Viljinn og nauðsynin eru svo ekki algerlega aðskild; viljinn getur verið óumflýjanlegur – þörfin nauðsyn. Siðferðisreglur samfélagsins eru settar til þess að viðhalda almennri röð og reglu, eða í það minnsta tilfinningunni að það sé allt í lagi. Til þess að viðhalda kerfum sem við búum til, til þess að finnast einsog við skiljum heiminn og/eða höfum á honum nokkra stjórn. Frávikin – allt frá því að byrja á vitlausum gaffli í matarboði og upp úr – eru ill einfaldlega vegna þess að þau eru frávik (frá normi sem er auðvitað skáldskapur, en samt rökmiðja). En ekki t.d. vegna þess að það skipti praktísku eða eðlislægu máli með hvaða gaffli maður borðar hvaða rétt. Þá eru þessi kerfi ekki alls staðar eins – New York búum finnst, svo dæmi sé tekið, barbarismi að borða pizzu með hníf og gaffli, og skiptir engu máli hvaða gaffli á meðan það er ekki guðsgaffallinn, hinn eini sanni gaffall. Frá örófi alda, reikna ég með, hefur það svo verið í boði að segja sig frá hinu stífa, óttaslegna kerfi, segja sig frá röð og reglu, og gerast utangarðsmaður. Utangarðsmaðurinn segir sig ekki bara frá skyldum sínum – hættir að taka þátt í smáborgaraskapnum, gafflasamsærinu – heldur missir hann þá samtímis rétt sinn til hins örugga faðms. Honum er kannski boðið í mat á páskadag – vegna þess að hollustan við klanið er hluti af lykilgildum smáborgaralega samfélagsins – en mæti hann fylgir því eins konar skírn og tímabundin endurreisn gildanna, áminning um hvar gafflarnir eiga að vera („mætirðu svona klæddur?“ „á nú ekkert að fara að festa ráð sitt/koma með kríli?“ o.s.frv.). Hvort öryggi samfélagsins stendur nokkur ógn af frávikshegðuninni er hugsanlega aukaatriði; ógn þarf ekki að vera raunveruleg, hún er viðbragð sem byggir á öryggisleysi sem orsakast af upplausn. Þessari smáborgarahegðun er ýmist mætt með semingi – og svo kvabbi við vini þegar heim er komið, þegar maður er kominn aftur í sinn eigin samfélagssáttmála (því flestir finna sér bara nýjan sáttmála með nýjum siðferðisviðmiðum og nýju fólki) – eða skætingi, ákafri undirstrikun á afstöðu sinni, hugsanlega til þess að reyna að endurmóta veruleikann sem maður yfirgaf. Svo þar verði lifandi á ný? Og maður geti snúið aftur? Eða bara af einhverjum prinsippástæðum? God knows. Aðrir utangarðsmenn eru svo þeir sem ætla sér ekki að vera utangarðs en er vísað út þvert á vilja sinn – vegna þess að eitthvað skilur þá að, sem þeir fá ekki ráðið við, eða vegna þess að gamlar syndir fyrnast ekki og fyrirgefast ekki – en þeir bregðast líka, eðlilega finnst mér, oft við með því að segja móralistunum bara að fokka sér. Og lenda þar með líka í fyrri flokknum – þau fara öll á sama barinn að kvöldi dags og drekkja sama harminum. Sumu utangarðsfólki er reyndar sérstaklega annt um að viðhalda félagslegum stöðugleika í kringum sig, viðhalda sinni heild. Og þetta móralska yfirvald, þessi veifandi fingur, getur fyrirfundist hvar sem er – veröldin er ofin saman úr hópum sem fara með og takast á um þetta vald og reglur þeirra allra eru mistilgangslausar og mismikilvægar og þeim stendur öllum gríðarlega mikil ógn af öllu andófi. Leysist siðferðið upp hættir hópurinn að vera sá sem hann er – þá losna vinatengslin, hverfur ástin, virðingin og svo framvegis. Annað hvert tvít sem ég les er innlegg í umræðuna um hvað sé eðlilegt að finnast, segja eða gera – einhvers konar metasamræða, eitthvað siðferðislegt mat á öðrum eða bending um hvað almennilegu fólki eigi að finnast, árétting til annarra um að haga sér vel. Um að vera woke . Ég las einhvers staðar nýlega reyndar að þetta orð – woke – sem er ýmist notað til að lýsa einhverjum sem er með samtímann á hreinu, eða í kaldhæðni um einhvern sem virðist halda að hann sé með samtímann á hreinu – sennilega sambærilegt við að vera hip á pre-hippatímanum, vera með á nótunum, uppljómaður og beat – væri lýsandi fyrir póst-pólitískan veruleika ídentítetspólitíkurinnar (þar sem orðið er í mestri notkun). Að sterkasta pólitíska lýsingarorðið núorðið væri beinlínis að hafa orðið fyrir vakningu . Og það væri trúarlegt – og viðkomandi taldi hið trúarlega vera andsnúið hinu pólitíska. Í hinu pólitíska er alltaf samræða, í hinu trúarlega er bara sannfæring. Femínistum er svo tamt að tala um „gleraugu“ – að sjá heiminn upp á nýtt – og andfemínistar eru með rauðu pilluna úr Matrix á heilanum, sem þjónar sama tilgangi. Vakningin er alfa og omega pólitískrar samræðu. Það sem ég vildi sennilega sagt hafa: Það eru ekki allir á sömu fíkniefnunum í þessu partíi og væri ágætt að hafa það í huga þegar við veljum næsta lag. *** Annars finnst mér tímanna tákn að Björk Guðmundsdóttur finnist framlag sitt til íslenskrar tónlistar vanmetið, einsog kom fram á RÚV í gær. Í senn segir það eitthvað um hlutskipti listamannsins – sem er alltaf hungraður, alltaf sveltur – og eitthvað um samtímann þar sem maður hreinlega nær ekki máli nema maður rammi það inn sem sjálfsvorkunn. Ég fullyrði þetta: Það hefur aldrei verið listamaður á Íslandi sem er jafn mikils metinn og Björk Guðmundsdóttir, og verður aldrei – það er ekki hægt að mynda um snilligáfu sína meiri konsensus en Björk hefur verðskuldað myndað um sína.
Untitled
In summary [Bataille] argues as follows. We need to detach ourselves from our animal existence; work makes us what we are. Anything that interferes with productive labour risks returning us to that state and therefore cannot be permitted. It is ‘taboo’. However, while work liberates us from one form of subordination, it subjects us to another form. We become caught up in an endless labour of production. And so we need, from time to time, to free ourselves from the means of our liberation. Hence the need for the transgression of taboo. This transgression is both a return to an animal existence, where labour is unknown, and an assertion of sovereignty over communal life, where labour is mandatory. We become conscious of ourselves as subjects through work; our consciousness of ourselves as subjects impels us to resist our subordination to work. Subjectivity is discovered in work, but expresses itself against work. Transgression thus represents a desire both for the sovereignty of subjectivity and the extinction of subjectivity – a desire to return to the world from which, through the discovery of subjectivity, man has become separated. It is an assertion of dominion combined with a kind of chthonic nostalgia. It is a moment of both elevation and debasement, and so it is accompanied by the experience of a certain anguish. One is furthest from one’s origins precisely in that brief, voluntary reversion to them. Transgression is never, of course, an actual return. On the contrary: transgressions, together with taboos, make communal life what it is.
Transgressions – The Offences of Art //
Anthony Julius // bls. 22
Untitled
Á sama tíma og fjölmiðlun verður grynnri, einfaldari og ótrúverðugari – vegna þess að blaðamenn bera ekki meiri virðingu fyrir lesendum sínum en svo að þeim finnst alltílagi að matreiða bara ofan í þá grímulausan áróður fyrir eigin skoðunum – verður sagnalistin meiri skemmtun, hlátur, snappíheit, grátur og kaþarsis, og minni list, minni óþægindi og furðulegheit. Þetta er ekki allt hreint Hollywood – ekki allt vondir læra villu síns vegar eða góðir verða fyrir illsku heimsins . Sem er sósíalrealíska módelið. Eins konar bylting-í-krafti-meðlíðunar – trú fyrir sakir passíu Krists. Margt af þessu er fyrst og fremst nógu kunnuglegt að byggingu til að valda okkur ekki nema passlegum óróleika – eitthvað svona voðalega eru allir breyskir og áhugaverðir , en samt á máta sem er þægilega fyrirsjáanlegur. Sögupersónur eru „samkvæmar sjálfum sér“ og koma aldrei á óvart, ekki í raun og veru. Það er alltaf verið að fróa okkur. (Og sennilega er ástæðan ekki sú að við lifum öll svo skelfilegum lífum, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga um sárt að binda). Verk einsog t.d. Three Billboards verða fyrir þessari lesblindu – eru sökuð um að „skorta hjarta“, einsog einn íslenskur rithöfundur orðaði það (á svona 20 ólíkum facebookþráðum). (Jói Heiðdal tók verkið og sagnamódel þess fyrir á Starafugli á dögunum.) Vegna þess að þessar sögur einfalda ekki heiminn niður í eina af sirka fimm mögulegum sögum. Eða tíu. Í mesta lagi tólf. Reyndar var Three Billboards innan þess mengis, ein af þessum tólf, það vildi bara til að við höfðum ekki heyrt hana um hríð og héldum að hún væri þar með ófyrirgefanlegt sorp.
Untitled
Föstudagsmyndin, sem í dag var á laugardegi, var kvikmyndin Barnyard – Bondegården, heitir hún á sænsku, sem er tungumálið sem við horfðum á hana á (börnin mín eru tvítyngd). Aðalsöguhetjan í Bondegården er beljan Otis. Otis er ekki kvenbelja – hann er karlbelja. En samt ekki naut. Einsog sjá má á myndinni er hann með júgur. Þetta varð okkur Aram að tilefni til þess að ræða stuttlega – en þó – hvað það sé að vera intersex. Ein þeirra athugasemda sem stundum eru gerðar við sögur sem sagðar eru af minnihlutahópum – eða jafnvel meirihlutahópum, ef þeir eru ekki í kastljósinu og ekki jafn „hreinn strigi“ og við „hvítu fullfæru heilsuhraustu vesturlensku sísheterókarlmennirnir í efri-millistétt eða ofar, á miðjum aldri eða neðar“ – er að sögurnar um einstaklinga sem tilheyra þeim hópum snúist bara um þau ídentítet. Þið fattið – saga af homma er bara hommasaga, saga af konu er konusaga o.s.frv. Saga af pípara er saga af hvítum síshet […] eða neðar sem auk þess er pípari. Ef maður er sögupersóna fær maður bara eitt ídentítet sem maður getur svo smurt ofan á grunnformið, sem er þessi þarna svokallaði hreini strigi. Hvers vegna, spyrja sumir, er ekki bara sögð saga af homma/konu/innflytjanda þar sem ídentítetið er aukaatriði – kemur ekki einu sinni upp. Ég sá þessu fagnað í umsögn um einhverja sci-fi bók nýlega – þar kemur í ljós um miðja bók að einhver „kona“ pissar standandi og sá sem tekur eftir því bara ypptir öxlum og segir „já einmitt“ og svo kemur það ekki frekar við sögu. En sagan af Otis – sem er raunar arfaslæm, þetta var mjög leiðinleg mynd og ef Aino væri ekki bara fjögurra ára hefði ég átt erfiðara með að fyrirgefa henni fyrir að láta mig sitja undir henni – er einmitt saga þar sem þetta intersex eða kynsegin ídentítet er (nærri því) algerlega látið vera. Sagan af Otis fjallar um allt annað en það hvers vegna hann (og fósturpabbi hans, og raunar sonur líka í lokin) er með júgur eða hvað það þýði í félagslegu samhengi bóndabæjarins. Höfundurinn hefur látið hafa eftir sér að þetta sé merkingarlaust. Honum hafi bara fundist júgur fyndin – börn þekkja beljur, þær eru með júgur, fyrir börnum eru naut önnur dýrategund, segir hann. En á einum stað sitja þeir nú samt saman Otis og Ben, pabbi hans, og horfa á stjörnur. Ben rifjar upp við Otis að einu sinni hafi hann oft setið þarna með systur hans og horft á þessar sömu stjörnur. „En ég á enga systur“, segir Otis. „Nú, þá hlýtur það að hafa verið þú“, segir pabbinn. Og þeir hlæja dátt. Svona getur nú sköpunarverkið oft verið gáfaðra en höfundur þess. (Það var fyrst og fremst allt annað við þessa mynd sem var leiðinlegt, nema kannski 90’s retróið, og kannski var ég bara illa upplagður, ég tek þetta allt til baka þetta var áreiðanlega fín mynd).
Untitled
Hans Blær fjallar kannski, einsog ég hef hugsanlega sagt einhvers staðar, alls ekki um að vera intersex eða trans – en það er þó mikilvægur faktor í bókinni. Hans Blær fjallar um ídentítet og sjálfsmynd, hvernig hún verður til og hvernig maður bregst við því að láta þvinga henni upp á sig – hvernig maður streitist á móti og hvernig maður spilar með, spriklar, djöflast. Öllum sjálfsmyndum fylgja fordómar og öllum sjálfsmyndum fylgja jákvæðar og neikvæðar steríótýpur – bæði sem koma að utan og aðrar sem maður internalíserar. Einu sinni hefðu allir verið vissir um að svartir transmenn ætu börn – nú skiptist heimurinn meira í þá sem telja að svartir transmenn séu móralskt rangir og þá sem telja að svartir transmenn hljóti allir að vera frjálslyndir vinstrimenn. *** Nema hvað. Ég er svolítið fókuseraður á intersex hlutann þessa dagana vegna nokkurra bóka sem ég er að lesa. *** Ef ég skil rétt það sem ég hef lesið í Bodies in Doubt: An American History of Intersex, sem fjallar um sögu intersex í Bandaríkjunum, þá mætti skipta þeirri sögu niður í þrjú skeið (eða fjögur, ef við viljum skilgreina samtímann líka). Fyrsta skeiðið lýsir sér í yfirnáttúrulegri eða trúarlegri sýn á líkamann. Líkaminn kemur frá guði og á sér þannig fullkomna mynd – karl eða kona, sköpuð í guðs mynd – og allt sem liggur þar á milli er einfaldlega óskapnaður. Óskapnað læknar maður ekki eða bætir en maður getur varað við honum eða undirstrikað hann og gert hann útlægan (borið hann út eða brennt hann á báli). Hér mætti nefna líka meðferðina á Thomas/ine Hall sem var intersex manneskja sem hafði lifað sem bæði kona og karl og skipti reglulega. Þegar upp um hán komst, árið 1629, var hán beinlínis dæmt til þess að ganga í karlmannsfötum en með skuplu og svuntu. Í einhverjum skilningi er verið að banna hán að „villa á sér heimildir“ þarna og ætlaðar afleiðingarnar voru áreiðanlega félagsleg útskúfun (eða það þótti í það minnsta fullkomlega eðlilegur fórnarkostnaður). Hán er svipt réttinum til þess að skilgreina kyngervi sitt sjálft – sem raunar allir voru sviptir á þessum tíma, konur gengu ekki í buxum og karlar ekki í kjólum. Það er ekki vitað hvort hán var í raun útskúfað því það spyrst ekkert til háns frekar. Afdrif háns eru auðvitað getgátur, en það má ímynda sér að hán hafi bara látið sig hverfa og lifað lífinu undir öðru nafni annars staðar. Annað skeiðið er náttúrulegt eða lífvísindalegt. Þá leitast vísindamenn við að finna hið „rétta“ líffræðilega kyn intersex fólks út frá náttúrulegri eða vísindalegri aðferð. Í mörgum tilvikum var hægt að velja einhver einkenni til að ganga út frá og draga svo bara línu – en það hafa alltaf komið upp tilvik þar sem jafnvel ströngustu skilgreiningar hafa ekki dugað læknum til að skipa fólki í boxin sín, og þau eru algengari en margir ímynda sér (intersex fólk er um 1,7% mannfjöldans, álíka margir og eru rauðhærðir, og um einn af hverjum tvö þúsund er með óljós eða margræð ytri kynfæri). Læknarnir tókust á um skilgreiningar algerlega án tillits til félagslegs samhengis eða vilja skjólstæðinga sinna. Lengst af er (merkilegt nokk, þótti mér) ekki miðað við ytri kynfæri heldur kynkirtla – eggjastokka eða eistu. Þannig var fólki með píkur og eistu (innanísér) gert að vera „karlmenn“, alveg sama hvort það var vant því að lifa sem karlar eða konur. Að einhverju leyti voru gerðar tilraunir til þess að láta líkamann „samræmast“ sjálfum sér með uppskurði en það var líka afar umdeilt, ekki síst vegna þess að á fyrirhluta þessa tímabils (sem er kannski frá 1800 og fram að seinna stríði) lifði ekkert æðislega mikið af fólki af sína uppskurði. Þriðja skeiðið er þá súpranáttúrulegt eða sálfræðilegt. Þráhyggjur líflækna eru lagðar til hliðar eftir því sem félagsvísindin og sálfræðin verða sterkari. Nú skiptir innra byrði líkamans – hinn duldi sannleikur líflækninganna – minna máli og hið ytra byrði, það hvernig líkaminn hefur litið út og hvernig skjólstæðingurinn og þeir sem nærri honum standa hafa upplifað hann, meira máli. Einstaklingur með píku og eistu er þá miklu frekar kona en karl. Meira að segja vilji skjólstæðingsins fer að skipta miklu máli, sérstaklega eftir því sem líður á 20. öldina. Hið félagslega dómínerar hins vegar með áherslu sinni á normalítetið – og á sama tíma fer líflæknum mjög fram í skurðtækni. Líffærum einstaklinga – oftar og oftar barna – er breytt í samræmi við það sem læknar (og/eða foreldrar) meta vera næst lagi. Það er námundað að næsta kyni, svo að segja, út frá útliti kynfæra og möguleikum til breytinga í aðra hvora áttina. *** Upp úr 1950 fer sálfræðingurinn John Money á John Hopkins að láta til sín taka í þessum heimi, með alls konar kenningar, meðal annars um sveigjanleika kyngervis barna fram að átján mánaða aldri. Hugmyndir hans urðu frekar fljótt að grunnafstöðu heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum, með einhverjum (misgáfulegum) tilbrigðum. Sennilega hefur hann unnið alls kyns kraftaverk þegar kemur að hugmyndum okkar um kyngervis í dag – að það gæti yfir höfuð verið sveigjanlegt var alveg nýtt. Hann skrifaði líka margt mótsagnakennt um tvíhyggju kynjakerfisins – ég hef ekki pælt mig í gegnum frumritin en mér sýnist fljótt á litið hann hafa litið svo á að þótt kynin þyrftu í „prinsippinu“ ekki að vera bara tvö (heldur gætu verið á rófi) þá væri félagslegur veruleiki skjólstæðinga hans langt í frá tilbúinn fyrir slíkt, þeir yrðu áreiðanlega fyrir aðkasti og svo framvegis (sem var svo engan veginn í samræmi við hans eigin gögn eða einu sinni túlkun hans á þeim gögnum). Og þar með væri best að stefna bara að hreinum línum. Þá var Money líka vinsæll meðal femínista enda þóttu kenningar hans ýta stoðum undir þær hugmyndir að uppfóstrun væri sterkari en líffræðin – að, einsog Simone de Beauvoir orðaði það, maður fæddist ekki kona heldur yrði maður kona. (Eða, þú veist, kona yrði kona, eða nei, því hán var ekki orði … gleymiðessu). Money varð frægastur fyrir aðgerð sem hann vann á átta mánaða gömlum dreng sem hafði orðið fyrir óhappi (trigger warning!) við umskurð svo hann missti liminn. Hann sannfærði foreldra drengsins um að best væri að breyta honum bara í stelpu og gerði það. Brenda, einsog hann hét, átti hins vegar ekki sjö dagana sæla, og eftir að foreldrar hans sögðu honum frá öllu saman fór hann í (aðra) kynskiptiaðgerð og gerðist karl. Hann tók svo saman höndum við einhvern óvinaprófessor Moneys seint á tíunda áratugnum, þeir birtu ritgerð til að afsanna kenningarnar. David Reimer , einsog hann hét á fullorðinsárum, framdi svo sjálfsmorð árið 2004. Money er sá sem ábyrgastur er fyrir öllum þeim kynfæralimlestingum – einsog við köllum þær nú – sem framdar eru á intersex ungabörnum, með þeim rökum að þau muni upplifa sig í samræmi við kyn sitt ef gripið er í taumana fyrir 18 mánaða aldur (en annars verða fyrir fordómum samfélagsins og þjást af geðsjúkdómum – sem, bara svo ég endurtaki það einu sinni enn, er alls ekki raunin skv. rannsóknum). En Money er líka sá sem ber einna mesta ábyrgð á uppgangi trans-lækninga á seinni hluta 20. aldarinnar – sá sem bjó til flest hugtökin og barðist fyrir stofnun The Gender Idenity Clinic á Hopkins spítala árið 1966. Ein af mótsögnunum í kenningum hans hefur þá með það að gera hversu mikla virðingu hann bar fyrir fullorðnu fólki sem kaus að leiðrétta kyn sitt eða skipta (á meðan hann trúði því samtímis að slík leiðrétting eða skipti hjá börnum eldri en 18 mánaða myndi gera börnin vansæl og/eða klikkuð). Hann er hálfgert illmenni í intersexheiminum en hetja í transheiminum. Money er líka mikill óvinur femínistans Janice Raymond, sem skrifaði The Transsexual Empire og kemur nokkuð fyrir í Hans Blævi. Raymond fagnar því í formála endurútgáfu bókarinnar 1994 að upprunaleg útkoma hennar, 1979, hafi orðið til þess að John Hopkins hafi lokað The Gender Identity Clinic. Og sennilega var það rétt, bókin var gríðaráhrifamikil og Raymond fagnað sem femíniskri hetju alveg fram yfir aldamót. Hún nefnir reyndar líka að skrif Moneys um pedófílíu hafi sett blett á stofnunina og það var áreiðanlega líka rétt. Hann var sem sagt ekki alfarið mótfallinn kynferðislegu samneyti fullorðinna við börn – þetta er þá önnur bókin sem ég les í röð þar sem slíkar hugmyndir koma fram (hin var Gaga Feminism eftir transmanninn J. Jack Halberstam). Svona er nú fólk margbrotið. *** Fjórða skeiðið væri þá núna. Kannski mætti kalla það félagslega skeiðið, félagsnáttúrulega skeiðið. Og gengur þá (loksins, loksins, segja að minnsta kosti flestir nútímamenn, en ætli framtíðinni finnist við ekki samt skökk og rugluð) út á að lækna fremur samfélagið af fordómum sínum en intersex fólkið af kynfærum sínum eða kynkirtlum.