Þetta er forseti lýðveldisins að horfa á mig lesa upp úr Hans Blævi á Flateyri nú á laugardag. Þetta var epískt rugl. Ef ég hefði ekki verið að gera þetta launalaust (sem er í sjálfu sér skandall) þá hefði ég gefið öllum endurgreiðslu og sennilega forsetanum tvöfalda. Svona var þetta. Bókabúðin Bræðurnir Eyjólfsson. Bókmenntadagskrá í tilefni af stofnun Lýðháskólans. Húslestur í sparistofunni sem var full af fyrirmennum – meðalaldur sennilega um sextugt. Guðmundur Andri og Auður Jóns höfðu verið auglýst – en forfölluðust bæði og í staðinn kom Annska vinkona mín og las afskaplega fallega sögu úr fortíðinni, vel stílaða og fulla af ljúfsárri nostalgíu. Svo var komið að mér. Þetta var í annað skiptið sem ég les úr Hans Blævi. Það fyrra var í Gallerí Úthverfu á maraþonlestri Lomma og Brynjars Jóhannessonar. Þá las ég í fjörutíu mínútur fyrir hóp sem auk Lomma, Brynjars og Ólafs Guðsteins íslenskukennara samanstóð af 10-15 íslenskunemum sem voru mjög góðir í málinu miðað við að hafa byrjað að læra það nokkrum dögum fyrr. Ég hugsa að þeir hafi ekki hugsað mér jafn þegjandi þörfina og spariliðið á stofnun Lýðháskólans á Flateyri. Enda skildu þeir blessunarlega mest lítið af viðbjóðinum sem ég lét út úr mér. Ég las sama kafla á Flateyri og í Úthverfu – kafla sem lýsir því hvernig Hans Blær er orðið þreytt á að trolla daginn inn og út og vill fara að gera eitthvað gagn í lífinu. Þetta verður til þess að hán stofnar Samastað – nietzscheískt heimili fyrir nauðgunarfórnarlömb – og kaflinn endar á kokteilveislu við opnun þessa heimilis, innanum alls kyns pólitísk fínimenni. Ég skar talsvert innan úr kaflanum á Flateyri enda las ég helmingi skemur en í Úthverfu – en það voru engu að síður eftir alls konar lýsingar á mótorhjólaköppum að lesta hver annan í endaþarminn og Hans Blævi að skrá Bryndísi Schram á Tinder í leit að „sígröðum satýrikon“, ofan í annað álíka troll, strákapör og subbulegan húmor. Forsetinn hló að vísu aðeins á einum stað, eða ég held það hafi verið hann, en annars heyrðist ekki múkk í fólki. Mér leið einsog ég stæði nakinn á sviðinu að maka mig í skít – án þess að hafa áttað mig á því fyrren í miðju kafi að þetta væri alls ekki viðeigandi. Ég átti vinalegt spjall við forsetann fyrir þetta – ég þekki dóttur hans, hef kennt henni ritlist á tveimur ólíkum vettvöngum – og stakk sosum ekki af strax og þetta var búið, heldur vandræðaðist eitthvað fram og til baka um rýmið, fallegu bókabúðina hans Eyþórs á Flateyri sem einsog undirstrikaði hvað þetta væri mikið rugl í mér, vitlaus texti á vitlausum stað úr vitlausum manni fyrir vitlaust fólk, ég hugsaði ekki um neitt nema að horfa aldrei í augun á neinum. Og svo hrökklaðist ég bara út. Það vantaði bara að ég bæði alla að fyrirgefa mér. Ég man eftir því að hafa lent í svipuðum aðstæðum fyrir um 14 árum síðan. Þá vorum við Steinar Bragi og Hildur Lilliendahl að þvælast um á norðanverðum Vestfjörðum og lesa ljóð fyrir fólk. Á fyrsta upplestri, í félagsheimilinu í Súðavík, áttuðum við okkur á því að ljóðin okkar voru öll meira og minna ósæmileg í orðavali og umfjöllunarefni (þetta var á öld „vessapóesíunnar“). Ég var með Nihil Obstat sem var einhvers konar æfing í transgressjón, reiði og klámi, Hildur með óútgefið efni og Steinar sennilega með Gosa (þar sem forsetanum er einmitt „riðið í skítgatið“ – en það var annar forseti). Við gerðum með okkur samkomulag um að bara eitt okkar mætti hvert kvöld ganga fram af áheyrendum – það væri of mikið að við gerðum það öll – og skárum úr um hver það yrði með því að keppa í Skrafli, sem Hildur svo vann alltaf. Það var hægara sagt en gert að sneiða hjá dónaskapnum í Nihil Obstat en það hafðist samt meira og minna. Og ef það var hægt þá er hægt að finna kafla í Hans Blævi sem er viðeigandi í virðulegum félagsskap. *** PS. Það er kominn formlegur útgáfudagur. Eða tveir mögulegir. Annað hvort kemur bókin í búðir 25. október eða 30 október. Allavega á meðan það klikkar ekki að hún komi með skipinu frá Þýskalandi þann 22.
Category: Uncategorized
Tilvitnun vikunnar
While trolls are inhuman, they are essentially not absolutely separate or separable from humanity. Uncanny otherness is perhaps the most potent of human threats, an attack on all notions of humanity and on order itself. Being both human and inhuman, the troll is chaos incarnate.
The Troll Inside You – Ármann Jakobsson
Untitled
Dagur fimmtán þúsund (eða þarumbil) í viðstöðulausri bið. *** Í dag fer ég til tannlæknis. Ég og börnin ætlum í hádeginu. Það verður sennilega það mest spennandi sem gerist í dag fyrir utan hið almenna eirðarleysi. *** Ég uppfærði kápumyndina hérna í hliðarreitnum. Bakgrunnslitnum var aðeins breytt. Nú held ég bókin sé bara í Þýskalandi að prentast. *** Ég er eitthvað að glugga í nokkur ljóðasöfn með ljóðum trans- og kynseginfólks. Mikið af fínu stöffi en sosum líka mikið af dóti sem er meira aktivismi og minna ljóð. Ég var að ræða það við einhvern á dögunum hvað ákveðin tegund af pólitískri ljóðlist – eða bókmenntum, eða bara list – væri óþolandi. Og hvað ákveðinn lestur á þannig bókmenntum væri þrengjandi og kæfandi. Þegar verkum er gefið pólitískt heilbrigðisvottorð. Það er afar algengt. Og þá sagði viðkomandi: „Fyrst heimtuðum við pólitíska list – og svo þegar við fengum hana þá bara OMG gætuði bara gert list!“ Sem er auðvitað alveg rétt. Maður er óþolandi. En ég hef reyndar aldrei skilið hvernig list getur verið ópólitísk. Ég skil hins vegar ágætlega hvenær hún hættir að vera list og verður bara predikun eða skammir eða hæ-fæv á félagann – og kannski ætti maður að hafa minna óþol fyrir því, það er kannski kitsch en það þjónar þó einhverjum tilgangi og sennilega vildi maður ekki heldur vera alveg án þess frekar en annarrar pólitíkur og aktivisma. Óþolið sprettur sennilega bara af því að mörkin skortir – það er ekki gerður greinarmunur. *** Krafan um pólitíska list – eða list sem reynir ekki að hunsa pólitíkina, búa til heim án hennar, einsog list reynir oft að búa til heim án tækniframfara, hliðarveröld sem er nostalgísk og snertingarlaus við raunveruleikann – felur auðvitað heldur ekki í sér að hún eigi ekki að vera list. Hún þarf samt að vera list. Og merking listar er aldrei einhlít, aldrei einföld. *** Var það póstmódernisminn sem kenndi að maður ætti ekki að gera greinarmun heldur leggja hluti að jöfnu? Mér er sagt að svo sé en mér er líka sagt að það sé bæði einföldun og misskilningur. En þetta er kannski skylt þeirri hugmynd að maður leggi Tinnabækurnar og Shakespeare að jöfnu? Ég er ekki yfir það hafinn að vilja spekúlera í fleiru en fínni list – t.d. Guns og AC/DC – en ég held það sé samt mikilvægt að gera greinarmun á Guns og … segjum Ursulu Le Guin … segjum … JM Coetzee … og það er alveg hægt að gera það án þess að láta einsog Guns sé þar með ómerkilegri en Le Guin. *** Það er líka merkilegt hvernig slamskáldin – þau sem skrifa augljóslega fyrir svið – eru meira á predikunarlínunni en hin. Það er einsog sviðið beinlínis krefjist þess að maður sendi einfaldari skilaboð. Og kannski krefst það þess líka að það sé hægt að klappa mann niður – maður geti farið út í sal og setið og fengið sér bjór og spjallað án þess að ljóðið hangi í loftinu allt kvöldið, nema sem eitthvað stuð. *** En jæja, ég þarf að drífa mig til tannsa.
Tilvitnun vikunnar
And still his own tightrope stretched endlessly before him. Socially accepted, he was. One slip and the story would race like a brush fire through the school, incinerating him. He wanted to howl with protest into the night, but it lay bottled and curdling inside him.
What if they knew? God, what if they knew? It would be Bankow the freak, the queer. Nobody would pause to think that Bankow the freak was also Bankow the singer, Bankow the friend, Bankow the junior classman, Bankow the English major. All these categories would be forgotten for the category that would give them a cheap thrill and destroy him utterly.
Half – Jordan Parker
Untitled
Hans Blær kemur úr prentsmiðjunni 22. október. Það er ekki víst hún fari strax í búðir – bækur eru prentaðar í útlöndum (Þýskalandi að þessu sinni) og það koma margir titlar í einu og svo detta þeir einn af öðrum inn í lundabúðirnar. Svo lesendum finnist ekki einsog þeir séu skyldugir til að lesa allar bækurnar í einu. Maður hefur heilar 6-7 vikur til þess að rumpa í sig jólabókaflóðinu og ástæðulaust að drífa sig neitt. *** Þetta er alveg vonlaus tími annars. Þessi biðtími. Óþolsnjálgurinn er að gera mig vitlausan. Og hefur kannski aldrei verið verri. Ég kem engu í verk. Les mér til um doríska og frygíska skala, horfi á fetlarýni á YouTube og klóra mér í pungnum. Drekk meira kaffi. Ég veit ekki til hvers ég ætlast af sjálfum mér, veit ekki til hvers aðrir ætlast af mér. Hef áhyggjur af að verkið hafi lent á slæmri braut þegar Ugla Stefanía hjólaði í leikritshluta þess óséðan í vor – það fái aldrei að njóta sannmælis vegna þess að fólk sé of skelkað við að sýnast fordómafullt. Ég veit um fólk sem var beinlínis skammað fyrir að fara á og fíla leikritið – að það væri með mætingu sinni og fílun bókstaflega að taka afstöðu gegn transfólki. Hysterían á vissum stöðum í samfélaginu er alltof raunveruleg. *** Og ég hef áhyggjur af því að einhver debatt um tilvistarrétt verksins taki yfir verkið sjálft. *** Og ég hef áhyggjur af því að fólk þegi spurningar verksins af sér vegna þess að þær eru óþægilegar og allar vangaveltur um þær gætu orðið til þess að maður segði eitthvað sem maður ætlaði ekki að segja (og ætti kannski ekki að segja). *** Ég hef áhyggjur af því að vonda fólkið fagni Hans Blævi einsog það fagnar Milo eða Blaire White eða Piu eða Jimmie eða Marine. Mig langar ekki í heiðursaðild í vonda fólkinu, frekar en góða fólkinu eða frímúrunum. *** Ég hef áhyggjur af því að góða fólkið reiðist, það reiðist voða mikið, voða oft – en alveg svolítið random hvað triggerar það – og þar sem koma saman mörg snjókorn er bylur. *** Ég hef áhyggjur af að góða fólkið og vonda fólkið sjái ekki manneskjuna Hans Blævi fyrir látunum í hánum. Ólátunum. Látalátunum. Ég veit að hán er ekki manneskja af holdi og blóði heldur sögupersóna og ég veit að hán er ekki alltaf mjög sympatískt en ég hef samt lifað með hána í höfðinu í þrjú ár og mér þykir í raun ákaflega vænt um hána. *** Ég hef áhyggjur af stafsetningarvillunum sem ég finn þegar búið er að prenta bókina. *** Ég hef áhyggjur af staðreyndavillunum sem ég finn þegar búið er að prenta bókina. *** Ég hef áhyggjur af því að það hafi orðið eftir einhverjar tímavillur. *** Ég hef áhyggjur af því að skipið með upplaginu sökkvi á leiðinni frá Þýskalandi. *** Ég hef áhyggjur af því að ég muni eyða svo miklu púðri í að svara fyrir þessa bók að ég finni ekkert andrými til þess að skrifa nýja. *** Ég hef áhyggjur af því að enginn spyrji neins því enginn lesi bókina. *** Ég hef áhyggjur af því að ég verði of mikið á ferðinni í haust og endi úttaugaður. *** Og ég hef auðvitað áhyggjur af því að ég eigi eftir að gera út af við sjálfan mig með öllum þessum áhyggjum. Ég veit vel að ég ætti bara að hætta að hugsa um þetta – þetta er úr mínum höndum hvort eð er. Ég er kominn með glósur að næstu skáldsögu og ég hef nóg að gera í ljóðaþýðingum og Starafugli – bókabunkinn á náttborðinu er orðinn óhóflega stór og ég gæti alveg unað mér vel við að glamra á gítarinn fram að jólum án þess að svo mikið sem leiða hugann að neinu að þessu. Það er bara hægara sagt en gert.
Tilvitnun vikunnar
Hún ímyndar sér hvað þetta væri allt saman einfalt ef hún væri eins og María, konan mín. Eins og allar Maríur þessa heims. Kannski hún sé, líkt og María Magdalena, hóra en samt manneskja. Kynskiptingur en samt manneskja. Er Auður Ögn Arnarsdóttir manneskja? Ef hún ætti að spyrja sjálfa sig án þess að svara með annarri spurningu gæti hún ekki svarað. Hún er manneskja vegna þess að hún er manneskja.
Mikael Torfason – Saga af stúlku
Untitled
Ég las loksins pulp-skáldsöguna Half eftir Jordan Park í vikunni. Hún fjallar um intersex-einstakling sem þjáist í skóla fyrir að vera öðruvísi og hafa ótýpískar strákatilfinningar, upplifir sig sem afskræmt millikynjafrík og laðast ekki að stelpum. Hann hafnar því meira að segja á einum stað að nauðga einni slíkri, jafnvel eftir að hann er búinn að giftast henni. Í sömu andrá og hann giftir sig – konu sem er trámatíserað nauðgunarfórnarlamb með álíka miklar kynferðislanganir og hann – skráir hann sig í herinn en er loks sendur heim út af læknisfræðilegum ástæðum. Í hernum er honum reyndar sagt að þetta sé ekki síst honum til bjargar; hinir hermennirnir muni gera út af við hann með einelti þegar þeir uppgötvi ástandið, sem þeir muni gera. Hann snýr aftur, mistekst enn á ný að nauðga konunni sinni, lætur sig hverfa og leggst í fyllerí. Á endanum fær hann vinnu í sirkus – eða eins konar fríksjói – þar sem hann kynnist eldri intersexkonu sem reifar við hann möguleikann á að fara í uppskurð og gerast kona. Hann ákveður að láta af því verða – fær fyrst vinnu hjá lækni og fer að lesa sér til, kemst svo í uppskurð, hættir næstum við í miðju ferli en snýr svo aftur á spítalann í lok bókar til þess að ljúka við þetta. Bókin er miklu sympatískari en maður gæti átt von á og ég ímynda mér að hún sé mjög líberal fyrir sinn tíma (1953). Þá er afstaða Stevens Bankow – sem hann heitir – til sjálfs sín skiljanleg. Steven er alveg jafn uppfullur af fordómum og aðrir, enda fordómar hluti af samfélaginu frekar en einfaldlega persónulegir brestir, og hann á mjög erfitt með að samþykkja örlög sín, ástand eða tilfinningar. Það finnst mér bara frekar raunsætt sálarlífsmat miðað við gefnar aðstæður. Það orkar kannski helst tvímælis að hann skuli (hugsanlega) loks finna ró í því að gerast kona – það er auðvitað ekki boðskapur sem hugnast öllum. Hins vegar er sannarlega ekki neinni loku fyrir það skotið að intersexfólk sé líka trans og hafi þörf fyrir að vera karlar eða konur. Og bækur eru, þrátt fyrir almennar skírskotanir sínar, sögur um sértækar aðstæður. Ég skrifaði aðeins um bókina hérna áður en ég las hana og velti því fyrir mér hvort hún væri kaldhæðnari en mér sýndist – en eiginlega var hún einlægari og naívari (og engu að síður gædd talsverðu innsæi). Hún er ekki vel skrifuð og hún er rosalega ofhlaðin, sérstaklega í lokin – fyrstu 100 síðurnar eru bara grunnskólavanlíðan – en hún er alls ekki heldur það fordómarant sem ég hafði lesið um og ímyndað mér við fyrstu sýn. Og þó hún sé ekki vel skrifuð er hún samt áberandi betur skrifuð en pulp-skáldsögur samtímans.
Tilvitnun vikunnar
One of the purposes of trolling is to generate as much noise and public outcry as possible, which has the added effect of drawing attention to the very facts society is so eager to suppress. The mere act of unashamedly revealing such truths is frequently all that is needed to generate outcry in the first place. Trolling and truth telling are made for each other; two bold acts of modern rebellion existing in perfect, intricate symbiosis.
– Milo Yiannopoulus – Dangerous
Untitled
Ég átti 11 ára brúðkaupsafmæli á laugardag. Eða við Nadja áttum það bæði. Í bílnum á leiðinni heim úr Heydal, þar sem við fögnuðum, reyndi ég að velja kafla úr Hans Blævi til að lesa upp í Gallerí Úthverfu – þar sem Jón Örn Loðmfjörð og Brynjar Jóhannesson voru með 48 klst ljóðvöku – og áttaði mig á því að ég hafði aldrei lesið neitt af þessu upphátt fyrir neinn. Ekki eitt einasta orð. Ég las fyrir Nödju í bílnum héðan og þaðan úr bókinni og tók svo 45 mínútna kafla í galleríinu um kvöldið. Það er eitthvað skrítið við að sleppa orðum svona út í loftið – og það jafnt þótt eitthvað af textanum hafi verið í leikritinu líka. En nú er bókin bara næstum tilbúin – sendi inn þrjár síðbúnar smábreytingar í gær og ætli hún sé ekki rétt að fara í prent. Kemur út í október. Ég er að missa vitið af áhyggjum en það er í sjálfu sér eðlilegt. *** Svo bárust mér fleiri bækur á mánudeginum. Bókin er alveg að fara í prentun en ég er enn að vinna einhvers konar heimildarvinnu og veit ekki hvort það er bara nevrósa eða áhugi eða fagmennska – ég þarf víst líka að tala um bókina og málefnin sem hún fjallar um, svara fyrir mig, fyrir hana og kannski jafnvel í einhverjum tilvikum fyrir Hans Blævi sjálft. Ég get ekki látið grípa mig við einhverja vitleysu – frekar en í Illsku, sem fjallaði um ekki síður viðkvæma hluti – þetta verður að vera rétt. Hans Blævar hillan er reyndar orðin nokkuð breiðari en Illskuhillan – en þegar ég skrifaði Illsku las ég reyndar talsvert á kindlinum líka. Það voru bara tvær-þrjár bækur í þetta skiptið. Fyrir aðrar bækur hef ég ekki unnið jafn mikla heimildavinnu, enda þær ekki krafist þess. *** Ég vel mér reyndar lesefni frekar random, sérstaklega til að byrja með – allt sem virðist einhvern veginn tengjast því sem ég er að gera og mest um það sem ég veit minnst um. Svo þrengist hringurinn eftir því sem nær dregur og bókin verður til – ég vissi auðvitað ekkert hvernig bókin yrði þegar ég byrjaði að skrifa hana. Ég vissi það ekki einu sinni þegar leikritið fór á svið. Vissi það kannski ekki fyrren í gær og kannski ekki fyrren í janúar. Þetta verður bara að koma í ljós. Ég man ekki lengur hvernig hugmyndin leit út þegar ég fékk hana. *** Ég ég les ekki heldur allar bækurnar endilega til enda – nokkrar þeirra reyndust bara of mikið rusl og of óáhugaverðar. Öðrum gafst ég upp á af öðrum ástæðum. Ég er sennilega samt hættur að panta mér bækur þótt ég lesi þær sem eru eftir hérna með áhuga, fimm-sex titla. *** *** Þetta er listinn: Trans (og intersex) – fræðirit Gender Trouble – Judith Butler
The Man Who Invented Gender: Engaging the ideas of John Money – Terry Goldie
Transgender Voices: Beyond Women and Men – Lori B. Girschnick
Trans: Gender and Race in an Age of Unsettled Identities – Rogers Brubaker
Gaga Feminism: Sex, Gender, And the End of Normal – J. Jack Halberstam
Transgender History: The Roots of Today’s Revolution – Susan Stryker
Black on Both Sides: Racial History of Trans Identity – C. Riley Snorton
The Transsexual Empire: The Making of the She-Male – Janice Raymond
Bodies in Doubt: An American History of Intersex – Elisabeth Reis Tröll af ýmsu tagi Dangerous – Milo Yiannapoulus
Kill All Normies: Online Culture Wars from 4Chan and Tumblr to Trump and the Alt-Right
This Is Why We Can’t Have Nice Things: Mapping the Relationship Between Online Trolling and Mainstream Culture – Whitney Phillips
The Ambivalent Internet: Mischief, Oddity, and Antagonism Online – Whitney Phillips & Ryan M. Milner
The Troll Inside You: Paranormal Activity in the Medieval North – Ármann Jakobsson Önnur speki Ritið: 2/2017: Hinsegin fræði og rannsóknir – ritstj. Ásta Kristín Benediktsdóttir og Rannveig Sverrisdóttir
The Once and Future Liberal: After Identity Politics – Mark Lilla
SORI: Manifestó – Valerie Solanas
Forstjóri dagsins – Myndabók – Auður Jónsdóttir, Sigurður Björn Blöndal, Þórarinn Leifsson & Spessi
Happiness: A History – Darrin McMahon
Three Case Histories (fyrst og fremst The Psychotic Doctor Schreber) – Sigmund Freud
Beyond Good And Evil: Friedrich Nietszche
The Racial Imaginary: Writers on the Race in the Life of the Mind – ritstj. Claudia Rankine, Beth Loffreda, Max King Cap
Thought Prison: The Fundamental Nature of Political Correctness – Bruce G. Charlton
The Trouble With Diversity: How We Learned to Love Identity and Ignore Equality – Walter Benn Michaels
Free Speech On Campus – Erwin Chemerinsky & Howard Gillman
Transgressions: The Offences of the Arts – Anthony Julius
The Essays of Arthur Schopenhauer; The Art of Controversy – Arthur Schopenhauer
Tólf lífsreglur: mótefni við glundroða – Jordan B. Peterson
Future Sex – Emily Witt
Essay om Livets Framfart – Rabbé Enckell
The Guilt Project: Rape, Morality and Law – Vanessa Place Æviminningar In the Darkroom – Susan Faludi
Colonel Barker’s Monstrous Regiment: A Tale of Female Husbandry – Rose Collis
How To … Make Love Like a Pornstar – Jenna Jameson & Neil Strauss
Anna: Eins og ég er – Guðríður Haraldsdóttir
Intersex (for lack of a better word) – Thea Hillman
In Full Color: Finding My Place In a Black and White World – Rachel Doležal
Born Both: An Intersex Life – Hida Viloria
Herculine Barbin: Being the Recently Discovered Memoirs of a Nineteenth-Century French Hermaphrodite – Herculine Barbin & Michel Foucault
W.A.R.: The Unauthorized Biography of William Axl Rose – Mick Wall
Elagabalus: His Life and Times – Michael Hone
Redefining Realness: My Path to Womanhood, Identity, Love and So Much More – Janet Mock
Man Into Woman – Niels Hoyer Skáldsögur Sphinx – Anne Garréta
The Endless Summer – Madame Nielsen
Frankenstein – Mary Wollstonecraft Shelley
The Wasp Factory – Iain Banks
Myra Breckinridge (ritskoðuð bresk útgáfa) – Gore Vidal
Myre Breckinridge (óritskoðuð amerísk útgáfa) – Gore Vidal
Myron – Gore Vidal
Saga af stúlku – Mikael Torfason
The Passion of the New Eve – Angela Carter
Cock & Bull – Will Self
Malina – Ingeborg Bachmann
The Twyborn Affair – Patrick White
Las Exit to Brooklyn – Hubert Selby, Jr.
Annabel: A Novel – Kathleen Winter
The Final Programme – Michael Moorcock
Sarah – JT LeRoy
The Hermaphrodite – Julia Ward Howe
Paul Takes the Form of a Mortal Girl: A Novel – Andrea Lawlor
The Female Marine and related works: Narratives of Cross-Dressing and Urban Vice in America’s Early Republic
Drottningens Juvelsmycke – Carl Jonas Love Almquist
Elskan mín, ég dey – Kristín Ómarsdóttir
Orlandó – Virginia Woolf
Middlesex – Jeffrey Eugenides
Half – Jordan Parker
The Argonauts – Maggie Nelson
The Left-Hand of Darkness – Ursula K. Le Guin
Your Face in Mine – Jess Row
Móðurhugur – Kári Tulinius
Sigurvegarinn – Magnús Guðmundsson
2312 – Kim Stanley Robinson
Angry Black White Boy: or, the miscegenation of Macon DeTournay: A Novel – Adam Mansbach
The Ministry of Utmost Happiness – Arundhati Roy Ljóðabækur Tvítólaveizlan – Ófeigur Sigurðsson
Tjugofemtusen kilometer nervtrådar – Nino Mick
IKON – Yolanda Aurora Bohm Ramirez
Intersex: A Memoir – Aaron Apps
Wanting in Arabic – Trish Salah
The Marrow’s Telling: Words in Motion – Eli Clare
Selected Tweets – Mira Gonzalez & Tao Lin
Troubling the Line: Trans & Genderqueer Poetry & Poetics
New And Selected Poems: The Future is Trying to Tell Us Something – Joy Ladin
Tilvitnun vikunnar
Bull stirred beneath Alan. And Alan felt his limp penis slide out of Bull’s kneepit with lubricated ease. Bull struggled round in the fluff-encrusted runnel of the vestibule and brought his pale, frank eyes, with their horrible weight of understanding into the brown, trustworthy gaze of his seducer. They tried very hard to stare affectionately at one another.
And what did Bull feel throughout this? How was it for him? Shame on you for even daring to ask. Some things must, after all, be sacred. Some things mustn’t be picked apart and subjected to such close scrutiny. But still, it is only fair to say that the experience was shattering. Bull felt violated, traduced, seduced, bamboozled, subjugated, entrapped and enfolded. He felt his capacity for action surgically removed. He felt, for the first time in his life, that his sense of himself as a purposeful automaton, striding on the world’s stage, had been completely vitiated by a warm wash of transcendence. This must be like a religious experience, thought Bull, his veal cheek pressed against the double plug socket. And had he been better versed in such things he might immediately have given his vagina the status of stigmata. In which case the outcome of this strange tale might have been considerably different.
The two orgasms had beaten up on him from either side. One came with each thrust of Alan into Bull, and the other derived from Alan’s expert and emphatic tugs at Bull’s cock. Though of such different natures and provenances they had somehow managed to merge together, like the Skaggerack [sic] and the Kattegat off Bull’s Jutland.
Bull – a farce eftir Will Self (úr Cock & Bull)