Untitled

Áttundi þáttur af nýja Twin Peaks var einsog Un Chien Andalou – súrrealistamynd Dalis og Bunuel – hittir lokakaflann í 2001: A Space Odyssey. Með smá opnunarskvettu af Reservoir Dogs hittir Barton Fink hittir Lost Highway. *** Mér er illt í heilanum. Mér fannst ég verða að koma þessu að. *** En það er auðvitað ekkert að skilja hérna. Þetta er ekki þannig symbólismi. En maður getur leitað að ljósinu (Gotta light?) án þess að hætta að ráfa í myrkrinu. Einsog hefur sýnt sig. *** Tesan er þessi. Illskan á sér upphaf. Og saga þess er stráð táknum og ferlum af ólíkum gerðum – fæðingum og hreyfingum, ógn og sakleysi. *** Ég las samantekt af þættinum og er ekki með neinar kenningar. Sammála öllu og ósammála því. Þetta er bara einsog það er.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *