Untitled

Það er komið haust. Mig vantar bókahillur á skrifstofuna. Ég át snúð í kaffitímanum og keypti mér teikaveikaffi í frauðplastbolla vegna þess að ég NENNTI EKKI að hella upp á kaffi í vinnunni. Sena þrjú í Hans Blævi er nánast endurskrifuð – og þar með er ég búinn að endurskrifa mig fram að hléi, held ég, og henda lifandis ósköpum af texta. Ég ætla samt að halda mig fyrir hlé næstu dagana, manni liggur nefnilega ekkert á.  Í gær fór ég út að hlaupa og reif einhvern andskotann í hægri kálfanum og haltra nú. Eða – ég sit í augnablikinu, en til dæmis þegar ég fer á klósettið þá haltra ég. Starafugl fer í loftið eftir viku. Á næstu helgi á Aram afmæli, ég fæ heimsókn frá finnlandssænskum vinum (sem eru að koma á bókmenntahátíð) og Vigni úr Ligeglad og Svörtum á leik.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *