Untitled

Ef fer sem horfir verð ég ekki búinn að taka upp úr töskunum fyrren seint næsta vor. Mikið rosalega sem maður getur dröslast um með af drasli. Og þvílíkt magn af farangri sem okkur tekst alltaf að troða í þennan oggulitla bíl sem við eigum. *** Svo kom líka meira dót. Pantaði græjur á heimilið á dögunum og þær voru úti á pósthúsi. Byrjaði á að renna Appetite í gegn og nú er ég að hlusta á Callas syngja Verdi. Það eru pínu skitsó skipti en mjög gott. *** Ég verkaði líka wokpönnuna sem ég keypti í San Francisco og klippti til botnhringinn svo hann passi á gasið hjá mér. Þetta er svakalegur gripur. Kostaði 20 dollara. Í kvöld verða núðlur! *** Ég er annars einsog í þoku allur. Svaf bærilega í nótt en styttra en ég hefði þurft en þó a.m.k. tveimur tímum lengur en Nadja sem þurfti að mæta í vinnu klukkan 8. Aino heimtaði að fara beint á leikskólann, sem var auðsótt, og Aram hvarf út með Hálfdáni Ingólfi og ég reikna varla með að sjá hann aftur fyrren ég fer og leita hann uppi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *