I It seems to me that in the last 100 years or so there have been at least three main modes of viewing the transformative function of literature or art in general (I will use the concepts poetry, art and writing more or less interchangeably in the following pages). The first view is the view of the politically active author – be she socialist or conservative or whatnot. In her case every work must have a decisive social role, it must unveil injustices or wrongs and direct us, the reading populace, towards justice and revolution. If it fails to do so – or even worse, does not try – the work can only be categorised as “banal” or “evil”. It goes without saying that for each group – socialist, conservative, etc. – the work must conform to present manifestations of the ideologies in question. It can be argued that most work that does not adhere to this kind of direct political writing merely supports the status quo – i.e. the “ruling ideology”, the water in which we boil – of any given time and place, not only by not confronting it directly, but also by preaching the normative. For instance, a reader will not notice anything misogynistic about a novel which is the produce of a society where misogyny is not recognized; so when a 19th century reader fawns over Jane Austen’s novels he may not realize that the female characters have no agency. Such work may of course later be seen as either a portrayal of such injustice, as subverting it or as simply advocating it, maintaining its continual normalisation. The second view is the romantic view that “poetry makes nothing happen”, as W.H. Auden put it. Poetry is from this perspective a thing in and of itself, a mode of being, a mode of thinking, which is separate from the mundane intentions of mere people. Art, it follows, is created by a talent with a higher sensibility, disconnected from the writer-as-human, an instinctual kind of thinking, semi-religious, very spiritual, what we call inspiration (divine or otherwise). Ideas are thereby not thought, they come; the artist simply fishes them out of the ether; her role is the role of the visionary, to see what others don’t: that in the rock there is a sculpture of a man on a horse and to then cull it out. Artists of this kind can hardly be held accountable for the ethical or moral content of their work, since it was never theirs to begin with. The art is the subject, the artist the object. You might as well shake your fist at God as objecting to its politics. It is perhaps from this vantage point that Plato objected to poetry as inherently unethical, it being simultaneously useless and based in falsehood, numbing the faculties of reason, writing that the poet “knows nothing of true existence, he knows appearance only”. It is also here that a latter-time subversive poetry is born: the poetry which wishes not to be part of the contemporary market place; be it the schools of slow poetry, valuing as they do the personal connection (poet-speaks-to-reader-one-on-oneas opposed to poet-speaks-to-the-populace); or the tongue-in-cheek post-avant writer, claiming as she does that since poetry is inherently worthless the mere printing of it devalues the paper it is written on, and thereby undermines capitalism regardless of the content of the poems. This last type of poetry also belongs to the third category, which is the view that the role of writing, art, or poetry is simply to disrupt the function of the world. This is art that means to make a difference but leaves the direction of that difference up to other powers – be they inspiration, democratic congress, God, the individual or something else entirely. This includes the transgressive arts, the Zen-like craziness meant simply to jolt us out of our otherwise catatonic existence, as well as those contemplative novels which mean to “complicate” and “explicate” the dramas of our lives in order to “move” us, shake our very foundations, without any particular view of how, or a concrete opinion on what was wrong with our foundations to begin with. II The boundaries between these three perspectives are not altogether clear to me; and I am not sure where to situate certain works within them, as a reader or as a writer. In fact I am quite sure the borders are blurred and most writers’ intentions a complete mess, like most readers’ interpretations. I would however like to take three examples of how work may change, or try to change, the world. One of the examples is from my reading, one is from a work I’ve heard about (but very few have actually experienced) and one is from my writing. Crime and Punishment is the book which has had the profoundest impact on me. When I first read it at seventeen I felt that the world would never be the same and I often wonder who I would’ve become had I not read it. But in what way did it change me? I have hardly ever felt that the killing of little old ladies is normative behavior. And I am not sure that I am truly incapable of mindlessly reaping the benefits of death – as long as I don’t need to do the killing myself. And I don’t go around confessing all the evils I’ve done – or even feeling particularly pained by them. Did I personally confuse heroic egotism with social bravery, and have I stopped since? That’s the closest I can get guessing. But what if Crime and Punishment was a book of the same overall emotional and artistic quality – written with the same passion, the same love – but advocated … I don’t know … racism? What if I were to tell you that it was a thoroughly misogynistic book – don’t google it – would you think less of it? 5% less? 10% less? 25% less? Or is it all the same? Would you think less of me, having been changed by a misogynistic book? The second more recent example, worthy of note, is Kenneth Goldsmith’s “uncreative writing” – a practice mostly focused on reframing already existent texts, in a kindred manner to Duchamps famous framing a urinal as a fountain. Goldsmith has framed weather reports as lyrical poetry, an entire newspaper word for word as experimental narrative etc. etc. Recently he took the autopsy report of Michael Brown – the young man shot dead by the police in Ferguson – and read it slightly edited as if it was his poem entitled “The Body of Michael Brown”. Goldsmith did this at an event at Brown University called Interrupt 3. The work was received with anger, to say the least, and Goldsmith was accused of crimes ranging from shameless self-promotion – coat-tailing on the politics of the now – to appropriating the “black body” in a way reminiscent of slavery, no less. Now, Goldsmith has staked out a corner for himself as an apolitical writer – or at least one whose work cannot be taken at face value, writing at one time: […] far be it for the conceptual writer to morally or politically dictate words that aren’t theirs. The choice or machine that makes the poem sets the political agenda in motion, which is often times morally or politically reprehensible to the author. The politics of „The Body of Michael Brown“ could never simply be the politics of Kenneth Goldsmith, they are always also the politics of the writers of the original text, as well as the politics of those who receive the work. In his excuse for the work, posted on Facebook a few days after the event, Goldsmith ends with the words: Ecce homo, behold the man – in effect claiming to be the mirror, to be the messenger, and neither the image nor the message itself. As far as interpreting the intentions of Goldsmith himself, “The Body of Michael Brown” could easily have been read as an act of solidarity – like most work written about racism in America, even when written by white people – but ended up being read as an inherently racist attack, a sort of continuation of the murder by other means. Thirdly and lastly, I’ve recently finished the third – and probably last – in a series of novels where I’ve attempted to write with what I refer to as an “honest political agenda”. How I define “honest” here is based on the feeling that once you’ve made an emotional connection to a person, a reader – as I am sure most writers aim to do with their readers, although admittedly this connection is only one-way – you have a certain responsibility to not manipulate them. In a two-way emotional connection there can be a certain amount of fencing – all lovers also struggle. But when reading an emotionally harrowing novel which then tells you how to behave morally, socially or politically – or even more likely whom to judge, how and for what – you find yourself defenseless, or at least weakened by the emotional impact of the story. It’s like loving someone who on the one hand refuses to see you, and on the other makes stringent moral demands of you (incidentally this would be the relationship many people have to God). You’re given the option accepting the morale of the story or not, and your decision will not be separated from your overall judgment of the book, your liking the characters or lamenting their fates. The political parable of downtrodden-person-tries-to-find-happiness-and-is-stepped-on– be it in the manner of Gorkis social-realism or Rands objectivism – is not only dead but dishonest. You cannot approach your reader with less respect than those you love; a reader is not an object whose mind you need to change, but a subject whose mind and heart you are obligated to engage. In the three novels I mentioned – Kindness, Evil, and Stupidity, the last of which is yet unpublished – I have tried three ways of engaging, all of which entail quite a bit of political, social and moral signaling, while attempting not to be heuristic. In Kindness, which deals with national bankruptcy and the Icelandic left, this engagement is sought through hyperbole or hysteria – taking the narrative always a step further than one would plausibly do, if one were honestly trying to advocate political change (the book ends with every single refugee in the world coming to Iceland; and Iceland simply dealing with it, as you would deal with any other fait accompli). In Evil, which deals with racism, otherness and the holocaust, I try to engage through directly adressing the reader, both as narrator, so that the reader constantly feels adressed (rather than disappearing into story which tells itself, bearing truth-without-perspective), and by embedding the politics within direct, repeated (and often contradictory) rhetorics. In Stupidity – which is a dystopian novel – I’ve concentrated on simply amplifying a handful of known features of contemporary society (most notably, surveillance and social media) and performing the world most familiar to me – i.e. life of writers, in my hometown etc – within those amplified conditions in a manner sparse enough that each reader needs to fill in a lot of the blanks (albeit with my insinuations) for themselves. The commentary in the novel about what the world actually looks like in this supposed future would probably fit on a single A4 page. III I have at times wished to differentiate between good (i.e. quality) and bad novels on the one hand, and good (i.e. kind) and evil novels on the other. A novel could thereby be kind yet bad – this is probably the most common form the political novel takes, well meaning but trite – and just as surely it could be good and evil; that is to say, well written, captivating, enthralling, yet containing a principally hateful message. It goes without saying that such a message would need to be coded – or even subconscious – because we would all naturally despise a novel we experience as hateful. We’d instinctively search it for the aesthetic fault needed to justify disregarding its beauty, or perhaps even make its particular aesthetic signify something evil (think of Leni Riefenstahls defenders and detractors) so that anything resembling it in the future immediately is met with disdain (think of the feeling you get seeing swastikas in Asia). What frightens me most, though, is that all of the novels – or poems or artwork – that we enjoy, or even read, whose socially upheaving and progressive message we celebrate, are novels that in fact leave us unchanged, unmoved, novels which strengthen the foundations of what we already call our lives, our morals and our politics – not too mention the delightable status quo. That we as readers wish for novels to replicate us, so that we feel more real; and we as writers just want to make everyone like us (in both senses of the term). This leaves me feeling stuck in a hellish circle of banality.
Author: kolbrunarskald
Viðskiptabann: Mánuður tvö
Fyrir tveimur mánuðum setti ég hálfs árs viðskiptabann á bækur eftir karlmenn – til að kanna eitthvað, ég er ekki alveg viss hvað, til að hafa lestrarstrategíu, til að rugla aðeins í þessum frjálsa rytma og til að bæta upp fyrir halla sem ég er eiginlega alveg viss um að hafi verið þarna (þótt ég hafi aldrei tekið saman hversu alvarlegur hann er; og sé raunar almennt á því að það séu til betri kríteríur til að velja sér bækur en af hvaða kyni höfundurinn er). Hvað um það. Hér má lesa skýrslu frá fyrsta mánuðinum og nú er það mánuður tvö. Muminpappans memoarer – Tove Jansson, finnlandssænsk – 25. apríl Sjálfsagt er þetta ein af heimsins bestu bókum um tilvistarkreppu karlmanna. Ef bækur eða bókmenntagreinar gætu almennt verið tæmandi hefði mátt spara heiminum marga áratugi af bókum um eirðarleysi manns sem hefur fjölgað sér (og þar með uppfyllt augljósasta tilgang sinn), hversdagshamslausa ævintýraþrá og geldingarótta. Ég fann mig í þessu öllusaman – ef ég tæki sjálfsprófið á Facebook væri ég áreiðanlega múmínpabbi – og svo er bókin náttúrulega mjög skemmtileg líka. Norrut åker man för att dö – Ida Linde, sænsk – 26.apríl Ég hef þýtt Idu Linde – Erfðaskrá vélstúlkunnar kom út hjá Meðgönguljóðum … í fyrra? Tíminn líður orðið svo hratt að það gæti þess vegna hafa verið í hittifyrra. Allavega. Norrut åker man för att dö (Norður fer maður til að deyja) fjallar um … hvað fjallar hún um, dauðann líklega. Fyrsti kaflinn í henni er eitthvað það tryllingslegasta sem ég hef lesið lengi – ókunnur maður bankar upp á hjá lögreglukonu, þau sofa saman og fara svo um nágrennið og stúta fólki à la Natural Born Killers, nást og játa allt. Þetta er bara fyrsti kaflinn. Svo er einsog Ida þysji sjónarhornið út frá þessum punkti þar til allt sænska Norrland liggur undir – hin deyjandi byggð sem étur sig sjálfa með eins konar skógarhöggsþjófnaði, landið er rænt, fólkið er rænt og lífið verður síbergmálandi harmur. Þarna eru líka mörg undirliggjandi þemu sem ég þekki að vestan – og einhver kunnugleg tilfinning fyrir því að tíminn ætli sér að valta yfir lífið einsog maður þekkir það. What I loved – Siri Hustvedt, norsk-bandarísk – 2. maí Mánuðurinn byrjaði vel. Ég hef aldrei lesið Hustvedt áður og What I loved „hitti beint í mark“ (ég er búinn að vera alla síðustu viku á ráðstefnu í Finnlandi og líður einsog heilinn á mér hafi verið að koma úr skilvindu – mér detta engin frumlegri eða betri orð í hug en þetta með beintið og markið). Ekki síst sagan af syninum og því hvernig hann verður (eða kemst ekki hjá því að verða) sósíópati. Ef bækur eiga að koma manni í uppnám og halda manni þar með andköfum þá er þessi mjög vel heppnuð – ekki síst þegar litið er til þess að hún er skrifuð í þessum ameríska yfirvegaða sögumannstóni (Hustvedt hefur alveg sína rödd innan þess rófs, vel að merkja). Þegar ég var búinn með hana velti ég því samt svolítið fyrir mér hvað þetta er lítill heimur – þessi Manhattan intelligentsía – og hvað hún er hryllileg sjálfhverf. Einu skiptin sem hún lítur upp úr naflanum til að hugsa um heiminn, þá er einsog hún geri það bara til að vorkenna sér fyrir að þurfa þess – ekki það er vont að fólk skuli vera hungrað í heiminum heldur það er vont að mér skuli líða svona illa yfir hungrinu í heiminum, er ekki hægt að seðja fólkið svo mér líði betur. En góð bók samt! A summer without men – Siri Hustvedt, norsk-bandarísk – 5. maí Ég er of lélegur í að eltast við sömu höfundana – klára höfundarverk. En ákvað sem sagt að taka a.m.k. eina aðra Hustvedt, fyrst hin var svona hittin. Ég segi ekki að mér hafi þótt A Summer Without Men beinlínis leiðinleg – en hún var voðalega kraftlaus. Fullorðin kona snýr aftur til heimabæjar síns þegar maðurinn hennar fer frá henni fyrir yngri konu. Þar hefur hún það að mestu leyti ágætt, kennir unglingum ritlist og spjallar við konur af ýmsum stærðum og gerðum. Og svo kemur maðurinn hennar aftur. Geisp geisp. Hún er til í íslenskri þýðingu – eina Hustvedt bókin, held ég, og það er áreiðanlega bara af því hún er styst, ekki vegna þess að hún sé best. Days of abandonment – Elena Ferrante – ítölsk – 9. maí Forsendan í Days of Abandonment er eiginlega sú sama og í A Summer Without Men nema hvað konan sem er yfirgefin er aðeins yngri og í stað þess að fara nokkuð situr hún föst heima með tvö börn. En meiri eru líkindin ekki. Days of Abandonment er jafn mikil kraftreið og Summer Without Men er máttlaus – konan gersamlega sturlast. Þetta er svona sótthitaverk í raskolnikóvískum móð, einsog Fear and Loathing ef hún hefði fjallað um fertuga húsmóður – maður er aldrei alveg viss hvað er að gerast og hvað sé ímyndun og þegar öllu er lokið er maður gjörsamlega úrvinda af átökum. Útgefendum skal bent á að hún er eiginlega alveg nákvæmlega jafn löng og A Summer Without Men – Ferrante er gríðarleg vinsæl vestanhafs – og þetta á að koma út á íslensku. Bedwetter – Sarah Silverman – bandarísk – gafst upp 10. maí Þetta er ævisaga Söruh Silverman, sem er einn af mínum eftirlætis grínistum. En einhvern veginn er húmor í prósa eitthvað allt annað en húmor á sviði – það þarf allt aðra tilfinningu fyrir tímasetningu en á sviði. Ég er kannski óvenju viðkvæmur fyrir þessu, ég veit það ekki; mér finnst t.d. bækur Woody Allen líka handónýtar – Bedwetter er í öllu falli „bara brandarabók“, það er spilað á regluleg pönslæn en skortir allan skriðþunga, það tístir aldrei í manni vegna þess að það er verið að reyna að fá mann til að skelliskellihlæja (bækur virka ekki þannig – eða allavega mjög fáar). Flestir fyndnustu höfundar sem ég þekki halda manni alltaf hálfhlæjandi en gæta sín mjög vel á að byrja ekki bara að rúlla út bröndurum. Á þessu eru svo auðvitað undantekningar – Douglas Addams til dæmis. En Silverman – kannski vantar hana bara erindi (hún segir það reyndar sjálf, í sínum eigin formála, að þessi bók hafi bara verið skrifuð vegna þess að hún sé seleb og komist upp með svoleiðis – en einhvern veginn nær sú innsýn ekki að skapa neina spennu, þetta er bara alveg satt). Story of O – Pauline Reage – frönsk – gafst upp Ég las hana eitthvað ríflega hálfa. Forsendan pínu forvitnileg en voðalega er erótískur litteratúr almennt hryllilega langdreginn og leiðinlegur. Ég hef lesið ýmislegt skemmtilegt og áhugavert um erótískar bókmenntir, ekki síst einmitt þessa – og þetta er frjótt sem metafóra fyrir alls kyns valdaströggl, eigindlegt og megindlegt, en það þarf þolinmóðara fólk en mig til að lesa þetta. Ég get svo tekið við því bara í endursögn. S. A novel about the balkans – Slavenka Drakulic – króatísk – 18. maí Bosnísk kona fæðir barn í Stokkhólmi og rifjar upp mánuðina á undan, sem hún eyddi í fangabúðum kvenna í fyrrum Júgóslavíu – bæði sem venjulegur fangi, sem kynlífsþræll í hálfgerðu vændishúsi þar sem hermenn koma að vild, og sem nokkurs konar konkubína fyrir yfirmann fangabúðanna, sem svo barnar hana áður en henni er sleppt í fangaskiptum. Ég hef lesið gríðarlega mikið af alls kyns helfararlitteratúr og ég veit ekki hvort ég hef lesið neitt jafn skelfilegt og verstu kaflana í þessari bók. Einhvern veginn var líka hryllilega óþægilegt að fara úr S&M sársauka-sem-hobbí-leiðrar-yfirstéttar í Sögunni um O yfir í raunverulegra ofbeldi í Sögunni um S – þar sem kona er í næstum alveg eins aðstæðum, nema bara gegn vilja sínum. Það var næstum einsog manni þætti O vera að skopast að kynsystur sinni S. Both Ways is the only way I want it – Maile Meloy – bandarísk – 22. maí Ég keypti þetta smásagnasafn á rafbók og bætti svo við 4 dollara aukagjaldi til þess að fá hljóðbókina með. Mér fannst hún fín meðan ég var að hlusta og lesa, en einhvern veginn er hún samt óeftirminnileg. Ein af þessum bandarísku „gæðavörum“ sem bara rennur inn og út – ég veit ekki, kannski eru snertipunktar manns við bandarískan kúltúr færri en maður ímyndar sér. Kannski takmarkast áhugi manns við önnur svæði – ég man ekki einu sinni hvar þessar sögur gerðust, vel að merkja, í smábæjum mest minnir mig. Ég man eftir því að hafa hugsað að þetta væri gott þótt þetta væri dálítið ritlistarlegt – skrifað af of mikilli sjálfsstjórn, of stabílt, einsog lesandanum væri aldrei treyst nógu mikið til að höfundur leyfði sér smá útúrdúra, smá agnúa, eitthvað handfast, eitthvað klikkað, óvenjulegt, frumlegt. Og kannski er það einmitt þess vegna sem þetta er svona óeftirminnilegt, maður rann í gegnum safnið einsog hnífur í gegnum bráðið smjör og mætti aldrei neinni mótstöðu.
Illskukassinn
Ég er svona smám saman að undirbúa flutning á restinni af dótinu mínu til Íslands. Þar eru meðal annars miklu fleiri kassar af ljóðabókum en mig hafði órað fyrir (samt er ég búinn að flytja allt dýrmæta stöffið heim) – og svo þessi, Illskukassinn, með heimildavinnunni fyrir Illsku. Megnið las ég reyndar á kindlinum – einhvern tíma birti ég allan leslistann á Smugublogginu en það er löngu horfið. Ég sá reyndar ekki þarna mikilvægustu bókina, Yizkor minningabók frá Jurbarkas – og grunar að það sé a.m.k. hálfur kassi til viðbótar einhvers staðar. Þetta eru vel að merkja ekki bara nasistabækur, þótt þær séu áberandi – þarna er líka t.d. List skáldsögunnar eftir Kundera og Fjarri hlýju hjónasængur eftir Ingu Huld Hákonardóttur. Ég er rétt passlega nógu mikill bókapervert til þess að í mér hlakki við tilhugsunina um að sameina allar bækurnar á kontórnum í nýju húsinu á Ísafirði.
Jarðsprengjubeltið
Í sínum fullkomnasta móð er listaverk tól til að sprengja í manni heilann. Þess vegna finnst manni stundum mikilvægt að það ætli sér ekkert trivial – af því stafar eðlislægur viðbjóður sumra á því sem kallast léttmeti. Að verkið sé þarna á fölskum forsendum, klætt einsog það ætli að sprengja í manni heilann, en svo sé það bara eitthvað til að dilla sér við. Nú er í sjálfu sér nauðsynlegt að maður hafi eitthvað til að dilla sér við, við skulum ekki gleyma því. Ef allt ætlaði að sprengja í manni heilann þá væri ekkert eftir af honum. Og dillmakerí er líka heiðarleg og falleg forsenda og því er mikilvægt að standa vörð um léttmetið, að leyfa snobbinu ekki að taka yfir – að hrinda sínískum viðbjóðnum af sér og dansa. Auglýsingar eru einhvers konar metafóra fyrir svívirðulegustu virkni kapítalismans: að eigna sér alla skapaða hluti. Þar er eitthvað fallegt og gott tekið og parað saman við eitthvað sem þarfnast fegurðar og gæða til þess að fólkið sem selur fegurðar- og gæðasnauðu hlutina geti átt heima í stærri húsum og keyrt fleiri bíla. Byltingin er mökuð gallabuxum, frelsið makað farsímum, nautnin mökuð bleiku slími, upplýsingin mökuð viðstöðulausri tækjaendurnýjun, ástin mökuð – ja, ástin liggur eiginlega með öllum og sýnir aldrei nein heilindi. Ekki í auglýsingum, að minnsta kosti. Það er ekki auðvelt að koma í veg fyrir að listaverk – sem eru auk allra sprenginga einhvers konar verklegar æfingar í byltingu, frelsi, nautn, upplýsingu, ást o.s.frv. – séu notuð til að selja vöru, hvort sem það er klósettpappír eða aðstoð við fjárfestingar. Og einskis að ákveða hvort það sé gert nema listamannsins – hann „á’ etta og má ‘etta“, svo vitnað sé í gamlan íslenskan orðskvið. Og (nærri því) öll listaverk selja einhverja vöru – augljósast listamanninn sjálfan, þar á eftir forlag eða gallerí, umboðsmann, klíku (vini listamannsins), tiltekna heimspeki eða pólitík og svo framvegis. Það breytir svo aftur engu um að það er þarna lína – einhvers staðar, óljós og máð – og kannski er hollt að einhver stigi á hana reglulega, þótt það sé ekki nema bara til að minna okkur hin á hvar jarðsprengjubeltið byrjar. En það er sem sagt hollara fyrir okkur en þann sem stígur á jarðsprengjuna. Það er hætt við að hann sprengi í sjálfum sér heilann.
Andinn í grasinu
It is easy to read the spread of surveillance as a technological phenomenon or as one that simply speaks of ‘social control’ and ‘Big Brother’. But this puts all the stress on tools and tyrants and ignores the spirit that animates surveillance, the ideologies that drive it forward, the events that give it its chance and the ordinary people who comply with it, question it or who decide that if they can’t beat it, they’ll join the game. Zygmunt Bauman – Liquid Surveillance
Ekkert að frétta
Í dag er ég búinn að drekka helst til mikið kaffi en þó ekki jafn mikið og oft áður. Mér finnst einsog ég sé ekkert búinn að gera nema flakka á milli síðna – með Twitter opið, Facebook opið, svara pósti út af illskuþýðingarbroti á lettnesku, öðrum um „svívirðilegar árásir frjálshyggjumanna á rithöfunda sem skrifa einkabækur fyrir auðvaldið“, þriðja um greiðslumatið & fasteignakaupin og svo framvegis. Skipuleggja vinnuferð til Helsinki í næstu viku. En sé þó þegar ég gái að ég hef komist nokkuð áleiðis í skáldsögunni, það hefur bæst heilmikið við nýjasta ljóðið í Ljóð um samfélagsleg málefni (það heitir Ljóð um bókmenntir) og eiginlega ekkert í fyrirlesturinn sem ég þarf að flytja í Biskops-Arnö í júní. Ég þarf að hækka hnakkinn á hjólinu mínu og pumpa aðeins í dekkin. Kannski gera smá jóga þegar ég er búinn að sækja börnin. Ég hljóp hálfmaraþon fyrir rétt rúmum mánuði en hef aðallega setið á rassinum og étið ís síðan – en fór í fimm kílómetra skemmtiskokk í fyrradag og er enn að drepast í fótunum. Svo þarf víst að matreiða kvöldmat ofan í heimilisfólkið. Ég sem er ekki einu sinni búinn að ganga frá eftir hádegismatinn. Og versla í matinn, þetta kaupir sig ekki sjálft. Já og mig vantar ennþá að redda mér gistingu í París í tvo daga í júní. Hvað um það. Er ég eini maðurinn sem finnst True Detective vera óþolandi tilgerðarlegir? Ég hef alveg frekar háan tolerans fyrir artí-látum, en ég meikaði þetta ekki. Kannski hefur mér vaxið það í augum síðan ég reyndi að horfa á þá – það er a.m.k. hálft ár síðan. Ég sé það er verið að auglýsa nýja seríu. Annars er held ég ekkert að frétta.
Heilaþokan
Það er laugardagur, sól og blíða, ég fór á fætur með börnunum og leyfði Nödju að sofa. Klukkan er núna hálftíu og ég er búinn að skrifa meira í nýju bókina – við eldhúsborðið, gefandi börnunum morgunmat og sinnandi leikjum þeirra og þörfum – en ég gerði síðustu þrjá fullu vinnudaga. Ég veit ekki hvort maður kallar það innblástur, ég upplifi það meira einsog heilaþokunni hafi létt. Hvað veldur veit ég ekki heldur – ekki svaf ég vel og ég er ekkert sérstaklega vel fyrirkallaður að neinu leyti. Greiðslumatið er líklega í höfn, kannski er það bara það. Svo er auðvitað alls óvíst hvort nokkuð er varið í þessar síður (ég er vel að merkja ekki að tala um Heimsku – hún er frágengin, ég er löngu hættur að bæta síðum í hana) – ég kasta núorðið meiri texta en ég skrifa. Það kemur allt í ljós. Afköst eru afstæð. Það er annars komin gróf útgáfa af kápunni á Heimsku – einn af mínum eftirlætis myndlistarmönnum, Jóhann Ludwig Torfason, tók verkið að sér og hún verður æði. Ég finn ekkert ljóð sem passar með færslunni í dag. Ljóðabækurnar mínar eru líka næstum allar á Íslandi. Við skulum gefa okkur að hér komi eitthvað mjög djúpt um innblástur og heilaþokur.
Að þekkja framan í einhvern
Ég er að ryðjast enn einu sinni í gegnum yfirlestur á Heimsku og laga alls konar smotterí. Það er þekkt að maður verður hálf bit á eigin texta eftir sirka tíunda yfirlestur – allt virðist grunsamlegt og skrítið. Mér finnst oft einsog ég geti engu treyst. Þegar maður er kominn upp í tuttugu lestra verður maður rangeygur af rugli. Það hjálpar ekki til að ég lifi í dálítilli tungumálasúpu – ég les mest á ensku, konan mín talar sænsku við mig og ég svara henni á íslensku, og Aram (sem talar íslensku við mig en sænsku við mömmu sína) blandar eðlilega mikið saman. Það er ansi langt síðan ég talaði reglulega íslensku við fullorðinn Íslending sem svaraði mér á íslensku – ég skæpa við foreldra mína nokkrum sinnum í mánuði en það er allt og sumt. Við þetta má svo bæta að ég er mér að nokkru leyti meðvitaður um að: 1) ýmislegt í máli mínu ber keim af þeirri litlu vestfirsku, sem ekki hefur verið upprætt – ég stend fast á rétti mínum til að skrifa „á helginni“ frekar en „um helgina“;
2) við höfum tilhneigingu til að ógilda alla sérvisku í máli – sérstaklega ef það finnast ekki fordæmi í virðulegu ritmáli (hvernig ný fordæmi eiga að verða til er svo auðvitað spurning);
3) ég hef sjálfur lagt stund á alls kyns tungumálahryðjuverk, klámþýðingar, bókstafsþýðingar, útúrsnúninga, kópípeist, vélskriftir, tilraunamálfræði og aðra eins vitleysu, sem hefur skemmt tilfinningu mína fyrir „réttu máli“;
4) margt af því sem potað er í við yfirlestur er ekki villa heldur val – t.d. hvort maður skrifar „náttúrulega“ eða „náttúrlega“. Rithöfundur þarf að geta eignað sér tungumálið – þarf hreinlega að leyfa sér stundum að beita því af valdsmannlegri hörku, hroka þess sem leyfir sér (þótt hann sé á hina höndina líka þjónn þessa verkfæris). Og það er að mörgu leyti óþolandi staða fyrir hvern sem er að vera þröngvað út úr málinu, vera sagt: „svona talar enginn“ eða „þetta er ekki [góð] íslenska“ – þegar maður hefur ekki gert annað en að tala/skrifa einsog manni er tamt og eðlilegt. En á sama tíma verður maður að hafa einhverja auðmýkt gagnvart því að maður gerir mistök og stundum orðar maður hlutina klaufalega – hafi maður ekki þá auðmýkt lærir maður aldrei neitt. Maður vill vera frjáls innan tungumálsins, maður vill ekki að það breytist í bönker. Í gær spurði ég Facebook um orðasambandið „að þekkja framan í einhvern“, í merkingunni að þekkja einhvern í sjón – sem er í bókinni og ritstjóri strikaði undir. Nokkrir deildu því og á einum og öðrum þræði sköpuðust umræður sem var áhugavert að fylgjast með. Mörgum þótti þetta kunnuglegt þótt þeir gætu ekki bent á hvar þeir hefðu séð eða heyrt það – það finnast enn engin dæmi í ritmáli og það gúglast ekki – öðrum þótti þetta skrítið og ekki góð íslenska. Merkilegt nokk þá var það fyrst og fremst yngra fólki sem fannst þetta kunnuglegt, en fannst það á sama tíma fornfálegt, eða sjóara- og/eða bændaslangur – einn hélt sig kannski hafa séð það hjá Laxness – en eldra fólkið sem fussaði og þótti þetta ekki fínt. Það þarf auðvitað ekkert að vera skrítið. Samræming í máli var minni áður fyrr; það sem hljómar auðskiljanlegt en hálfkunnuglegt er fyrir yngri manneskju hálfgerð vísun til þess tíma er fólk talaði ólíka íslensku eftir landshlutum, sérviskum og öðru. Og fullorðið fólk – hugsanlega jafnvel sú kynslóð sem stóð að þessari samræmingu, að minnsta kosti að hluta – er íhaldssamara. Það hefur eytt síðustu áratugum í að fussa yfir þágufallssýkinni og nýju þolmyndinni – eyddi barnæskunni í að passa sig á dönskuslettum, sokkabandsárunum í að passa sig á enskuslettum – og finnst komið gott af skrítilegheitum. Það vilja allir búa í heiminum sem þeir ólust upp í, og eftir því sem við verðum eldri þeim mun meira gengur heimurinn á þolinmæði okkar gagnvart sífelldum breytingum. Það er jafn eðlilegt og breytingarnar sjálfar. En aftur að „villunni“ sem slíkri. Mér finnst þetta flott orðalag – að þekkja framan í einhvern – og mér er það tamt, þetta er ekki einhver tilraunamennska í mér. Ég nota það sjálfsagt oftast til að lýsa ákveðinni smábæjarstemningu – t.d. því að á Ísafirði þekkir maður kannski ekki alla 2.500 íbúana, en maður þekkir „framan í“ þá flesta (og tekur þannig eftir því þegar einhver nýr birtist). Og þannig er það notað í Heimsku (sem gerist á Ísafirði í framtíðinni). Hvaðan það kemur veit ég ekki – mér finnst ósennilegt að ég hafi fundið upp á því hjá sjálfum mér en það er svo sem ekki óhugsandi. Þetta er alveg áreiðanlega ekki úr neinni útlensku – ég veit ekki einu sinni hvernig maður segir „framan í“ á neinu máli. Maður segir bara „face“, „ansikte“, „Gesicht“ o.s.frv. Ég gæti ekki skrifað þessa setningu svo vel væri á neinu öðru máli en íslensku. Það er hugsanlegt að þetta sé talmál sem engum hafi þótt nógu fínt til að setja á blað – það er þó ósennilegt að fyrir því sé mikil hefð. Það er auðvitað ekki hægt að leita að þessu í bókum – en þetta finnst ekki í ritmálssafni, orðstöðulyklum eða á Google. Mér finnst þetta mjög skiljanlegt – og gat ekki séð að merkingin hefði vafist mikið fyrir fólki. Ein kona sagðist þó ekki „einu sinni“ skilja þetta – sem var undarlegt í ljósi þess að „þýðingin“ fylgdi með (ég spurði hvort fólk þekkti orðasambandið, í merkingunni „að þekkja einhvern í sjón“). Til þess þarf einbeittan brotavilja. En íhaldssemin lætur víst ekki slíkt stoppa sig. Einhver skildi þetta meira þannig að maður þekkti svipinn á einhverjum (t.d. ættarsvip); annar skildi þetta þannig að manni þætti eitthvað kunnuglegt í fari einhvers (s.s. „þarna þekki ég kallinn“ = „þarna þekki ég framan í þig“). Mér finnst báðar þær merkingar líka ganga upp – og hver eigi við fara eftir samhengi. Ég veit ekki hvernig maður skilgreinir málvillu. Eða hvernig maður skilur í sundur villu og frávik. Heimska gerist í framtíðinni og það væri í sjálfu sér í fínu lagi þótt hún væri öll á einhverju undarlegu máli – en einstaka smá frávik gerir ekki málið á henni fútúrískt. Ég held samt að ég haldi framaníinu (á meðan ritstjórinn strækar ekki á það fullkomlega) og vona að það gleðji fleiri en það hryggir. Og vel að merkja þá gúglast það hérmeð loksins og hefur birst í ritmáli virðulegs höfundar. Verði ykkur bara að góðu.
Heilaharðlífi
Það gengur bölvanlega í vinnunni. Nú var ég næstum búinn að kenna því um að í gær var ég dæmdur fjárhagslegur krypplingur – fór í greiðslumat og ætti samkvæmt því að vanta tæpar 200 þúsund krónur bara til að geta með góðu móti hokrað í þessu auma jarðlífi, á bekk í blómagarði, því ég þyrfti síðan nokkuð meira til að hafa efni á þaki yfir höfuðið. Þetta er vel að merkja ekki vegna þess að ég skuldi neitt af viti – full listamannalaun plús allar aukatekjur reiknast bara ekki hærri en þetta. Og ekki er það vegna þess að fasteignaverð á Vestfjörðum sé svo hátt. Ekki vegna þess að ég reki bíl eða beri annan álíka aukakostnað af tilveru minni. En hvað um það. Andleysið stafar af einhverju öðru. Ég var ekki dæmdur í fjárbaugsgarð fyrren seinnipartinn í gær og ég var líka svona í gærmorgun. Í andleysinu fæ ég illt í skrollfingurna. Blái liturinn á Facebook dofnar undan krefjandi augnaráði mínu. Sit hérna og bíð eftir því að það komi hádegismatur svo ég geti étið spanakopituna sem ég gerði í kvöldmat í gær (ég á náttúrulega ekki að vera að borða svona dýran mat, sárfátækur maðurinn – bara spínatið í þetta kostaði næstum tvöþúsundkall!). Það er sól og blíða í Svíþjóð. Ég áfrýjaði greiðslumatinu. Þarf að skrifa tveggja tíma fyrirlestur um „skipulag hlutanna“ – á sænsku („sakernas ordning“). En ég er með heilaharðlífi og það gengur ekkert. Við ljúkum þessu á ljóði. Emily Dickinson – númer 801. I play at Riches—to appease
The Clamoring for Gold—
It kept me from a Thief, I think,
For often, overbold With Want, and Opportunity—
I could have done a Sin
And been Myself that easy Thing
An independent Man— But often as my lot displays
Too hungry to be borne
I deem Myself what I would be—
And novel Comforting My Poverty and I derive—
We question if the Man—
Who own—Esteem the Opulence—
As We—Who never Can— Should ever these exploring Hands
Chance Sovereign on a Mine—
Or in the long—uneven term
To win, become their turn— How fitter they will be—for Want—
Enlightening so well—
I know not which, Desire, or Grant—
Be wholly beautiful—
Svefngríman
Ég veit ekki hvar ég fékk þá rellu í höfuðið að það væru bara prinsessur sem svæfu með grímu fyrir augunum. Úr Meatballs? Allavega. Einhvern tíma fyrir langalöngu var mér boðin slík gríma, prófaði en þótti hún óþægileg – svona einsog mér hefur aldrei gengið heldur að sofan með eyrnatappa. Fyrir fáeinum mánuðum flaug ég síðan frá Moskvu til Hanoi og var aftur boðin svona gríma – til gjafar í þetta sinn (Aeroflot mokaði alls kyns fíneríi í fjölskylduna í ferðinni). Ég man ekki hvort ég setti hana á mig en ég man að ég svaf ekkert í fluginu. Kvöld eitt í Hoi An prófaði ég hana síðan aftur og áttaði mig á því daginn eftir að ég hafði alls ekkert rumskað alla nóttina. Sem er ekki bara óvenjulegt, það er liggur við einstakt. Ég vandi mig í kjölfarið á að nota hana þar til bandið slitnaði – og hirti svo tvær grímur í fluginu til baka nú í apríl. Nú sef ég dýpra en ég er annars vanur, kannski ekki alltaf, en oft samt. Og af þeim sökum hefur það gerst nokkrum sinnum að handleggirnir á mér dofna upp – ég ligg á þeim svo blóðstreymið stíflast og vakna lamaður frá öxl niður í kjúkur. Það tekur svona mínútu að öðlast fullt afl aftur, sem er mjög langur tími þegar maður er nývaknaður. Á dögunum rumskaði ég um miðja nótt við það að dóttir mín, nýorðin tveggja ára, var grátandi í rúminu hja okkur. Í það skiptið hafði mér einhvern veginn tekist að lama á mér báða handleggina í einu og gat ekki einu sinni tekið af mér svefngrímuna, hvað þá sinnt Aino Magneu, lá bara þarna handalaus og blindur, rembdist við að reisa mig við, og endaði á að vekja Nödju með nefinu og einhverjum ámátlegum skrækjum. Við ljúkum þessu á ljóði. Cripple eftir Carl Sandburg. (Trigger Warning: ableism (held ég, fer svolítið eftir því hvernig maður túlkar þetta!)). Once when I saw a cripple
Gasping slowly his last days with the white plague,
Looking from hollow eyes, calling for air,
Desperately gesturing with wasted hands
In the dark and dust of a house down in a slum,
I said to myself
I would rather have been a tall sunflower
Living in a country garden
Lifting a golden-brown face to the summer,
Rain-washed and dew-misted,
Mixed with the poppies and ranking hollyhocks,
And wonderingly watching night after night
The clear silent processionals of stars.