Ég sá eitt sinn sýn af gríðarmiklu landflæmi sem breiddist út marga kílómetra til sjóndeildarhringsins. Ég sveif hátt yfir og leit yfir landið úr lofti. Ég sá allt í kringum mig stóra lagskipta glerpíramída. Sumir voru litlir, stórir, sköruðust eða stóðu stakir en öllum svipaði til nýtísku skýjakljúfa. Þeir voru allir fullir af fólki sem leitaðist við að ná upp á efsta punkt á hverjum píramída. Eitthvað var þó yfir þeim punkti á sviði fyrir utan alla píramídana þar sem allt hitt kom saman. Þessi staðsetning veitti forréttindi því auga sem gat eða kaus ef til vill að svífa frjálst ofar öllum deilum eða átökum hinna og sem kaus að stjórna ekki neinum sérstökum hópi eða málstað en fara á hinn bóginn og á sama tíma út fyrir þetta allt. Þetta var athyglin sjálf, hrein og óheft, óbundin og vökul athygli sem beið eftir því að starfa þegar réttur tími og staður væri fundinn.
Jordan Peterson – Tólf lífsreglur, bls. 230-231