Stundum þegar ég sest niður til að skrifa eitthvað fer hugurinn að leita sér að skoðun. Ég man að ég las eitthvað í dag og ég hafði á því skoðun. Sennilega var það frétt. Eða uppskrift. Kannski var það varðandi eitthvað sem einhver sagði við mig í tölvupósti. Eitthvað sem hefur með framtíðina að gera. En svo man ég bara ekki hvað það getur hafa verið og þá fer heilinn á mér að framleiða nýjar skoðanir á einhverju öðru. Einhverju sem skiptir engu máli. Einhverjum algerum tittlingaskít. Hausinn á mér kominn í rifrildisgír og ég byrjaður að garga á einhverja endemis fávita í hugsunum mínum. Það gengur augljóslega ekki. Þetta er alger endaleysa. Ég verð að hætta þessu.