Untitled

Ef að Dustin Hoffman er sekur um allt það sem á hann hefur verið borið – og ekkert annað – er hann sennilega saklausasti maður á jarðríki. Vel að merkja segist hann líka vera saklaus af því sem á hann er borið. *** Ég hef það á tilfinningunni samt að menn einsog hann virðist ínáanlegri – þegar maður nær ekki að fella Trump á píkugriplunum þá snýr maður sér að einhverjum sem þarf raunverulega á sínu „aproval rating“ að halda. Reiðin leitar sér útrásar. *** Í gær fékk ég pata af umræðum á Twitter um hómófóbíu í textum Herra Hnetusmjörs – textinn er einmitt svolítið einsog þriðja skolvatn af einhverjum old school fordómum, og ber þess einmitt merki að vera alls ekkert 2017, heldur í besta falli 1997, svona early Eminem, sem dó út eftir dúettinn með Elton. Íslenskt rapp er auðvitað ennþá ekkó. *** En hvað um það – í þeirra umræðu sagði einhver að þótt maður væri gangsta þá þyrfti maður ekki að vera óþokki. Það fannst mér mjög skemmtilega skrítinn skilningur á gangstamenningunni. Minnti mig á eitthvað sem Zizek sagði – það var áreiðanlega hann – um að í samtímanum vildum við fá allt án essensins í því, við vildum bara sýndina, bara drekka koffínlaust kaffi, fitusneytt smjör, veipa hættulausar rettur, stunda greddulaust barneignalaust kynlíf o.s.frv. Og nú viljum við sem sagt safe space gangsta rapp. *** Þetta var PC blogg dagsins. Ég þakka þeim sem lásu.