Það var ekkert blúsblogg í síðustu færslu – fyrst og fremst vegna þess að „tíminn hljóp frá mér“ einsog skáldin orða það. Í dag syng ég blúsinn sjálfur (eða eiginlega tók ég þetta upp í gær). Lagið er eftir Blind Gary Davis og heitir Death Don’t Have No Mercy. Umfjöllunarefnið er ekki endilega víðs fjarri færslunni sem lagið hefði átt að fylgja. Dauðinn eirir engum í þessu landi . Fleiri lög er að finna á blúsrásinni minni.