Ég átti 11 ára brúðkaupsafmæli á laugardag. Eða við Nadja áttum það bæði. Í bílnum á leiðinni heim úr Heydal, þar sem við fögnuðum, reyndi ég að velja kafla úr Hans Blævi til að lesa upp í Gallerí Úthverfu – þar sem Jón Örn Loðmfjörð og Brynjar Jóhannesson voru með 48 klst ljóðvöku – og áttaði mig á því að ég hafði aldrei lesið neitt af þessu upphátt fyrir neinn. Ekki eitt einasta orð. Ég las fyrir Nödju í bílnum héðan og þaðan úr bókinni og tók svo 45 mínútna kafla í galleríinu um kvöldið. Það er eitthvað skrítið við að sleppa orðum svona út í loftið – og það jafnt þótt eitthvað af textanum hafi verið í leikritinu líka. En nú er bókin bara næstum tilbúin – sendi inn þrjár síðbúnar smábreytingar í gær og ætli hún sé ekki rétt að fara í prent. Kemur út í október. Ég er að missa vitið af áhyggjum en það er í sjálfu sér eðlilegt. *** Svo bárust mér fleiri bækur á mánudeginum. Bókin er alveg að fara í prentun en ég er enn að vinna einhvers konar heimildarvinnu og veit ekki hvort það er bara nevrósa eða áhugi eða fagmennska – ég þarf víst líka að tala um bókina og málefnin sem hún fjallar um, svara fyrir mig, fyrir hana og kannski jafnvel í einhverjum tilvikum fyrir Hans Blævi sjálft. Ég get ekki látið grípa mig við einhverja vitleysu – frekar en í Illsku, sem fjallaði um ekki síður viðkvæma hluti – þetta verður að vera rétt. Hans Blævar hillan er reyndar orðin nokkuð breiðari en Illskuhillan – en þegar ég skrifaði Illsku las ég reyndar talsvert á kindlinum líka. Það voru bara tvær-þrjár bækur í þetta skiptið. Fyrir aðrar bækur hef ég ekki unnið jafn mikla heimildavinnu, enda þær ekki krafist þess. *** Ég vel mér reyndar lesefni frekar random, sérstaklega til að byrja með – allt sem virðist einhvern veginn tengjast því sem ég er að gera og mest um það sem ég veit minnst um. Svo þrengist hringurinn eftir því sem nær dregur og bókin verður til – ég vissi auðvitað ekkert hvernig bókin yrði þegar ég byrjaði að skrifa hana. Ég vissi það ekki einu sinni þegar leikritið fór á svið. Vissi það kannski ekki fyrren í gær og kannski ekki fyrren í janúar. Þetta verður bara að koma í ljós. Ég man ekki lengur hvernig hugmyndin leit út þegar ég fékk hana. *** Ég ég les ekki heldur allar bækurnar endilega til enda – nokkrar þeirra reyndust bara of mikið rusl og of óáhugaverðar. Öðrum gafst ég upp á af öðrum ástæðum. Ég er sennilega samt hættur að panta mér bækur þótt ég lesi þær sem eru eftir hérna með áhuga, fimm-sex titla. *** *** Þetta er listinn: Trans (og intersex) – fræðirit Gender Trouble – Judith Butler
The Man Who Invented Gender: Engaging the ideas of John Money – Terry Goldie
Transgender Voices: Beyond Women and Men – Lori B. Girschnick
Trans: Gender and Race in an Age of Unsettled Identities – Rogers Brubaker
Gaga Feminism: Sex, Gender, And the End of Normal – J. Jack Halberstam
Transgender History: The Roots of Today’s Revolution – Susan Stryker
Black on Both Sides: Racial History of Trans Identity – C. Riley Snorton
The Transsexual Empire: The Making of the She-Male – Janice Raymond
Bodies in Doubt: An American History of Intersex – Elisabeth Reis Tröll af ýmsu tagi Dangerous – Milo Yiannapoulus
Kill All Normies: Online Culture Wars from 4Chan and Tumblr to Trump and the Alt-Right
This Is Why We Can’t Have Nice Things: Mapping the Relationship Between Online Trolling and Mainstream Culture – Whitney Phillips
The Ambivalent Internet: Mischief, Oddity, and Antagonism Online – Whitney Phillips & Ryan M. Milner
The Troll Inside You: Paranormal Activity in the Medieval North – Ármann Jakobsson Önnur speki Ritið: 2/2017: Hinsegin fræði og rannsóknir – ritstj. Ásta Kristín Benediktsdóttir og Rannveig Sverrisdóttir
The Once and Future Liberal: After Identity Politics – Mark Lilla
SORI: Manifestó – Valerie Solanas
Forstjóri dagsins – Myndabók – Auður Jónsdóttir, Sigurður Björn Blöndal, Þórarinn Leifsson & Spessi
Happiness: A History – Darrin McMahon
Three Case Histories (fyrst og fremst The Psychotic Doctor Schreber) – Sigmund Freud
Beyond Good And Evil: Friedrich Nietszche
The Racial Imaginary: Writers on the Race in the Life of the Mind – ritstj. Claudia Rankine, Beth Loffreda, Max King Cap
Thought Prison: The Fundamental Nature of Political Correctness – Bruce G. Charlton
The Trouble With Diversity: How We Learned to Love Identity and Ignore Equality – Walter Benn Michaels
Free Speech On Campus – Erwin Chemerinsky & Howard Gillman
Transgressions: The Offences of the Arts – Anthony Julius
The Essays of Arthur Schopenhauer; The Art of Controversy – Arthur Schopenhauer
Tólf lífsreglur: mótefni við glundroða – Jordan B. Peterson
Future Sex – Emily Witt
Essay om Livets Framfart – Rabbé Enckell
The Guilt Project: Rape, Morality and Law – Vanessa Place Æviminningar In the Darkroom – Susan Faludi
Colonel Barker’s Monstrous Regiment: A Tale of Female Husbandry – Rose Collis
How To … Make Love Like a Pornstar – Jenna Jameson & Neil Strauss
Anna: Eins og ég er – Guðríður Haraldsdóttir
Intersex (for lack of a better word) – Thea Hillman
In Full Color: Finding My Place In a Black and White World – Rachel Doležal
Born Both: An Intersex Life – Hida Viloria
Herculine Barbin: Being the Recently Discovered Memoirs of a Nineteenth-Century French Hermaphrodite – Herculine Barbin & Michel Foucault
W.A.R.: The Unauthorized Biography of William Axl Rose – Mick Wall
Elagabalus: His Life and Times – Michael Hone
Redefining Realness: My Path to Womanhood, Identity, Love and So Much More – Janet Mock
Man Into Woman – Niels Hoyer Skáldsögur Sphinx – Anne Garréta
The Endless Summer – Madame Nielsen
Frankenstein – Mary Wollstonecraft Shelley
The Wasp Factory – Iain Banks
Myra Breckinridge (ritskoðuð bresk útgáfa) – Gore Vidal
Myre Breckinridge (óritskoðuð amerísk útgáfa) – Gore Vidal
Myron – Gore Vidal
Saga af stúlku – Mikael Torfason
The Passion of the New Eve – Angela Carter
Cock & Bull – Will Self
Malina – Ingeborg Bachmann
The Twyborn Affair – Patrick White
Las Exit to Brooklyn – Hubert Selby, Jr.
Annabel: A Novel – Kathleen Winter
The Final Programme – Michael Moorcock
Sarah – JT LeRoy
The Hermaphrodite – Julia Ward Howe
Paul Takes the Form of a Mortal Girl: A Novel – Andrea Lawlor
The Female Marine and related works: Narratives of Cross-Dressing and Urban Vice in America’s Early Republic
Drottningens Juvelsmycke – Carl Jonas Love Almquist
Elskan mín, ég dey – Kristín Ómarsdóttir
Orlandó – Virginia Woolf
Middlesex – Jeffrey Eugenides
Half – Jordan Parker
The Argonauts – Maggie Nelson
The Left-Hand of Darkness – Ursula K. Le Guin
Your Face in Mine – Jess Row
Móðurhugur – Kári Tulinius
Sigurvegarinn – Magnús Guðmundsson
2312 – Kim Stanley Robinson
Angry Black White Boy: or, the miscegenation of Macon DeTournay: A Novel – Adam Mansbach
The Ministry of Utmost Happiness – Arundhati Roy Ljóðabækur Tvítólaveizlan – Ófeigur Sigurðsson
Tjugofemtusen kilometer nervtrådar – Nino Mick
IKON – Yolanda Aurora Bohm Ramirez
Intersex: A Memoir – Aaron Apps
Wanting in Arabic – Trish Salah
The Marrow’s Telling: Words in Motion – Eli Clare
Selected Tweets – Mira Gonzalez & Tao Lin
Troubling the Line: Trans & Genderqueer Poetry & Poetics
New And Selected Poems: The Future is Trying to Tell Us Something – Joy Ladin