*** Þegar ég var á Kúbu, fyrir margt löngu síðan, að tína appelsínur fyrir byltinguna tókum við vinirnir okkur til – fjórir talsins – og létum raka af okkur hárið. Í kjölfarið fóru margir kúbanir að uppnefna okkur – aléman, white power, hrópuðu þeir að okkur úti á götu og sendu okkur hitlerskveðjur með bros á vör, áður en þeir spurðu hvort okkur langaði ekki að kaupa af sér vindil, þeir ættu frænda sem ynni í verksmiðjunni og gætu útvegað okkur alveg príma fyrsta flokks tóbaksvafninga fyrir lítinn pening, brotabrot af því sem það kostaði í túristabúðunum. Mér verður alltaf hugsað til þessa þegar þessi auglýsing kemur upp á Instagraminu mínu. Kapítalisminn er alls staðar og hann elskar mann sama hvað.