Untitled

Október. Það er október sem er grimmasti mánuðurinn. Það er ekkert helvítis grillveður, bara kalt og dimmt og trámun berast manni í hlössum, svo mann verkjar í hnén, verkjar í hnakkann, verkjar í gagnaugun og drekann og megnar ekki að fara á fætur á morgnana. Af því allt er svo ógeðslega ömurlegt. Allir eru sturlaðir af ofbeldisþrá og almennri frekju eða á stjórnlausu narsissistafylleríi í hamstrahjólinu. Skriftir og syndajátningar eru orðnar að einhvers konar skylduperformans – sama vitundarvakningin endurtekur sig í sífellu og alltaf er einn eða tveir sem er ennþá hissa, einn eða tveir sem heldur að það séu einhverjir ósnertir af heiminum, einhverjir saklausir, en nei, það er enginn ósnertur og enginn saklaus. *** Ég skal reyna að vera í betra skapi á morgun samt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *