Untitled

Ég er veðurtepptur í Reykjavíkurborg og gisti hjá Hauki vini mínum – í því sem brátt verður einhvers konar AirBnB paradís. Í kvöld les ég upp á Bar Ananas með fjölda góðs fólks. Þið mætið öll þangað. Á Starafugli er ritdómur eftir mig um ljóð Ko Un í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Þið lesið það bara, ég er ekkert að hafa þetta lengra í dag, það myndi bara enda með ósköpum.