Þægindin kosta

1 mánuður og 16 dagar í brottför
Eiríkur: Ég er hræddur við að búa í sveit.  Nadja: Ég á ekki við að við búum í sveit. En ég vil ekki búa í borg. Þú veist ekki hvernig þetta getur verið. Ég vil geta farið í göngutúr og ekki heyrt í umferðinni.  Eiríkur: Ég veit ekkert hvað leynist í náttúrunni. Snákar, ber – það er ekki einsog hérna. Náttúran er hættuleg og við þekkjum hana ekki.  Nadja: En það er millistig. Hvorki stórborg né sveit. Kannski getum við verið nálægt hafinu.  Eiríkur: Þægindin kosta. Það er ódýrast að leigja við umferðaræðar. Ódýrast að leigja fjarri hafinu.