Big man

Þegar ég fer einn í bæinn hía þau á mig hvað ég sé stór. Big man, big man. Híhíhí. Og benda. Kalla á vini sína. Þegar ég fer með börnin, sérstaklega Aino sem er yngri og ljóshærðari, fá þau alla athyglina – granninn á vespunni á rauðu ljósi byrjar að strjúka á þeim hárið og gera gjugg í borg. You children? Spyrja þau (hvort sem ég er með eitt eða tvö). How old baby? spyrja þau. Tenty month, svara ég (því í samskiptum mínum við heimamenn tölum við öll jafn lélega ensku). You wife? spyrja þau og skilja ekkert þegar ég reyni að segja að hún sé heima, en ekki sem sagt á hótelherbergi eða í spa eða einhverju þvíumlíku. In house, segi ég. We hire house. Og svo féfletta þau mig eftir fremsta megni en eru annars ótrúlega vinaleg.