Untitled

Fyrirlitning mín á Air Berlin – sem var svo til engin þar til fyrir skemmstu, þrátt fyrir illan róm sem hefur borist mér til eyrna af og til – hefur farið ört vaxandi síðustu tvo tímana. *** Ég gaf Nödju ferð til San Francisco í jólagjöf. Sex daga ferð. Það verður varla styttra. Nema þegar það einmitt verður styttra af því að flugfélagið ákveður að stytta hana um fimm. Involuntary schedule change, segja þau. Viltu samþykkja hana? *** Hverju á maður að svara? Ég er að reyna að finna út úr þessu.