Untitled

Ég er ennþá hérna. En ég er ýmist að vinna eða hvíla mig. Í kvöld fæ ég hefðbundinn danskan mat, fríkadellur. Á morgun geri ég plokkfisk og á föstudag ætlar Jörg að gera eitthvað austurrískt  í kvöldmat. Það verður áreiðanlega ekki sachertorta því honum finnst þær ekki góðar. Kannski vínarsnitsel, en ég efa það. *** Ég fór út að hlaupa. Strákarnir köstuðu sér í vatnið. Ég nennti því ekki.