Untitled

Það markverðasta sem gerðist í gær – fyrir utan að ég hafði ekki tíma til að skrifa neitt hér – var að yfir kvöldverðinum (fajitas í boði Jörg) drakk ég hálft mjólkurglas af rándýru Mezcal sem Martin tók með sér frá Mexíkó í síðustu viku. Í einum sopa. Fyrir misgáning. Mig minnti að þetta væri vatn. Og nú er ég með höfuðverk.