Ég húki á Kastrup og bíð eftir að Jörg komi frá Austurríki og Martin huskist héðan úr Kaupmannahafnarúthverfinu sínu svo við getum haldið áleiðis til Jótlands í rithöfundamiðstöðina í Hald. *** Fékk mér sorglegan borgara á Burger King. Í þessari ferð hef ég þá borðað á McDonalds (sjeik), Pizza Hut (pitsu), Subway (hálfan steikarbát) og Hesburger (fínan stóran borgara), auk betri veitingastaða, í heimahúsi og í finnskum og íslenskum vegasjoppum. Við ætluðum á Koti Pizza en það mistókst. *** Þegar ég var hér uppi á efri hæðinni, á Burger King, undu sér að mér tveir starfsmenn og spurðu hvort ég ætti tösku sem þarna stóð. Svarta ballerínu. Ég kannaðist ekki við hana svo þeir lituðust aðeins um og skildu hana svo bara eftir hjá mér. Ég skoðaði hana aðeins. Hún var ómerkt nema á henni var töskumiði sem á stóð eitthvað um öryggi. Það var fyrirtækjalógó. Safety eitthvað. Mér stóð ekki á sama, pakkaði niður dótinu mínu og flutti mig yfir á Starbucks. *** Ef ég spring í tætlur hérna niðri verður það þá ekki vegna þess að ég hafi ekki reynt að gera neitt í málinu.