Stundum fara hugsanir mínar á flug og þá set ég bakvið eyrað að „þetta“ vilji ég blogga um. Þegar ég svo sest niður til að skrifa eru þessar hugsanir flognar út í veður og vind. Það er ágætt. Þá hef ég ráðrúm til að hugsa eitthvað nýtt. *** Fluginu hans Jörg seinkar. Hann átti að lenda einum og hálfum tíma eftir mér í Kaupmannahöfn, þar sem við hittum Martin, en nú er óvíst hvort hann nái tengifluginu í Berlín. *** Nú datt ég inn í að lesa örnefni hafa og stöðuvatna á tunglinu. *** Haf rakans – Mare Humorum Haf bárunnar – Mare Undarum Stöðuvatn dauðans – Lacus Mortis Stöðuvatn hatursins – Lacus Odii Stöðuvatn óttans – Lacus Timus *** ❤ tunglið *** Dettur einhverjum í hug að Baltasar Kormákur njóti ekki forgangs hjá Kvikmyndasjóði? Annars er fáránlegt að sjóðurinn sé að styrkja Ófærð – þetta er dropi í hafið fyrir þá framleiðslu en getur ráðið baggamuninn fyrir marga aðra. Einsog að henda listamannalaunum í Arnald. En Kvikmyndasjóður vill fá lógóið sitt á alþjóðlega framleiðslu, vill sjást í útlöndum, vera frægur. Og kannski geta bent á Ófærð til að réttlæta tilvist sína – sjáið peningaframleiðsluna sem við áttum þátt í! – enda löngu kominn bottomlænhugsunarháttur í menningarstyrkjabransann. En auðvitað er það ekki tilgangurinn með menningarstyrkjum. *** Ég ætla að pissa áður en vélin mín fer í loftið. *** Ekki að það komi neinum við. *** Adios muchachos.