Untitled

Ég hef komið mér upp þeim vana að yfirgefa skrifstofuna um þetta leyti dags, fara í bakaríið og koma aftur með snúð og kaffi. Kaffið hérna er alls ekki gott, ég þoli alls ekki meira en 7-8 bolla af því, í allra mesta lagi (eiginlega er það svo vont að ég fæ mér oftast ekki nema einn) og það eru engir snúðar í boði. Ég þarf samt að fara að taka með mér meðgöngubolla í vinnuna; ég hugsa að sjálfbæra fólkinu myndi ofbjóða kaffibollafjallið hérna. Kannski ofbýður mér líka sjálfum, kannski kenni ég bara góða sjálfbæra fólkinu um mína eigin sektarkennd einsog þau standi yfir mér með ásakandi fingur. Týpískt ég.