Það er búið að kaupa kaffivél á kontórinn. Forláta Russell Hobbs Retro kaffivél sem hellir upp á gott kaffi en ekki Senseoviðbjóð, í boði stjúpmóðurinnar í húsinu, Elísabetar Gunnarsdóttur, húsráðanda með meiru. *** Ég hef bráðum sinnt öllum smálegum aukaverkum og get farið að sinna stærri verkum – ég er sem sagt að reyna að hreinsa af borðinu hjá mér. Kannski er það samt bara frestunarárátta. En ég hef þá ekkert annað að gera sem þarf að gerast, ekkert framundan. Mér er ekki beinlínis létt.