Í kvöld lagaði ég lambakjöt. Getur maður sagt það? Það hljómar bærilega á sænsku. Á maður að segja „í kvöld eldaði ég lambakjöt“. Í fyrsta sinn á ævinni, held ég (ég elda mjög lítið kjöt almennt). Þetta var með allra bestu máltíðum sem ég hef eldað/lagað. Lambið var svona: 900 grömm – ég held það hafi heitið framhryggsvöðvi eða eitthvað svoleiðis.
1 msk broddkúmen
2 tsk malað kóríander
2 tsk anísfræ
1/2 tsk cayenne
Pipar og salt
Slatti af ghee (eða bara olíu eða smjöri)
1 laukur
1 msk tómatpúrra
2 bollar kjúklingakraftur
1 dós plómutómatar (400 ml)
1 dós kjúklingabaunir (400 ml)
1 pakki þurrkaðar apríkósur (tæplega bolli)
2 kanelstangir
1 msk raspaður engifer
2 tsk raspaður sítrónubörkur
Hellingur af ferskum kóríander. Ég byrjaði á því að skera kjötið gróflega af beinunum, blanda því vel saman við broddkúmenið, kóríanderinn, anísfræin, cayennepiparinn og pipar og salt, og brúnaði svo allt í gheeinu – líka beinin og kjötið sem var á þeim. Svo steikti ég grófskorinn laukinn með meira ghee og tómatpúrru. Þegar hann var orðin mjúkur hellti ég öllu nema ferska kóríandernum út í pottinn, leyfði suðunni að koma upp og stakk svo öllu í 90 gráðu heitan ofn í … sennilega fjórar klukkustundir. Tók út, hitaði einu sinni hressilega og hrærði kóríandernum út í. Með þessu hafði ég heimagerðar pítur og couscous með myntu. Ég gleymdi að taka mynd. Þið getið bara gúglað „moroccan lamb“ – þetta leit þannig út.