Í dag hefst kvikmyndahátíðin PIFF á Ísafirði. www.piff.is fyrir þá sem hafa áhuga. Ég ætla að reyna að fara á eins margar myndir og ég kemst á. Það er líka ókeypis inn, sem er gurlaður lúxus. Í dag hefst dagskráin klukkan 18, á morgun 16, svo 14 og loks 12 á sunnudag. Og stendur meira og minna til miðnættis alla dagana nema á sunnudag – þá er lokahóf og verðlaunaafhending. Við strákarnir í Gosa eigum að spila þar nokkur lög. Í dag fæ ég líka höfundareintökin mín af Frankensleiki. Þau bíða úti á pósthúsi. Svo kemur hún í búðir eftir viku. Þetta er svolítið einsog að fá að gefa út fyrstu bók aftur – að vera kominn í jólahryllingsbarnabókabransann eftir áratugi af einhverri tilgerð. Loksins frjáls. Svo er líka skólafrí. Foreldraviðtöl í dag. Starfsdagur á morgun. Svo vetrarfrí fram á miðvikudag. Aino er þess utan búin að vera slöpp heima í tvo daga. Það er eiginlega bara spurning hvort hún rati í skólann aftur þegar hún loks snýr aftur.