Untitled

Ég veit ekki hvort heilsa mín þolir miklu fleiri fertugsafmæli. Þetta er sennilega yfirgengilegasta djammtímabil ævinnar, nú þegar vinir manns eiga – hver á fætur öðrum, gersamlega miskunnarlaust – stórafmæli. *** Ég er með höfuðverk að borða skonsur með sinnepi og skinku. Á eftir ætla ég út að hlaupa, lesa meira í Argonauts og fara með bækur á skrifstofuna. Í gær skrúfaði ég saman þrjár billy hillur. Og er þá loks raunverulega fluttur inn á kontórinn. Ég hef setið á honum berum í sirka ár, held ég. Góður kontór. Og gott að komast út af heimilinu til að vinna.