Untitled

Við héldum kokteilboð í gær. Með drykkjaseðli. Það mátti fá Blóðmaríu, Daquiri, Mojito, Smash, G&T, Negroni og Caipirinha. Það er óhætt að segja að þetta hafi mælst vel fyrir. Og verður áreiðanlega endurtekið við tækifæri. *** En þessu fylgdi óneitanlega nokkur subbuskapur. *** Í kvöld ætlum við að rúlla saman víetnamskar vorrúllur. Það tengist kokteilboðinu með þeim hætti að hvorutveggja er frekt á ferskar kryddjurtir – sem við eigum nokkuð af og myndu skemmast ef við værum ekki sífull að gúffa í okkur víetnömskum mat. *** Það er rigning og rok. Aram gistir hjá vini sínum í nótt og Aino og Nadja eru í sundi í Bolungarvík. Ég nennti ekki til Bolungarvíkur. Hefði farið með ef þær hefðu farið í sund hérna. Er að spá í að fá mér bara lúr. Ég er pínu þunnur.