Það keyrði maður
inn í hóp fólks
í Stokkhólmi
rétt í þessu Kunnuglegur ókunnugur maður;
ég er alltaf að sjá hann en ég veit ekkert hvað hann heitir
það veit enginn og sennilega heitir hann ekki neitt
ekki í alvörunni Þeir segja líka að einhver
hafi hleypt af byssu
eða byssum
en þeir segja ekki hver
eða hvern hann skaut Eða hún skaut
hán skaut
hé, þau, þeir
þið, þær
og við auðvitað
erum ekki undanskilin Ég meina, þið vitið hvað ég á við Stefan Löfven segir að það hafi verið ráðist á Svíþjóð
Ágúst Borgþór segir að þetta séu múslimarnir
og skipar Agli Helgasyni að vakna;
Guðmundur Andri segir þetta árás á fjölmenninguna
og ég er bara einhvern veginn
algerlega lamaður
bara alveg lamaður ég lýg því ekki
einhvern veginn
að liðast í sundur á tilfinningunum
einsog ég eigi eitthvað með það
eitthvað tilkall
einsog harmur sé sambærilegur
ofbeldi ekki alls konar hlutir
fullkomlega óskyldir innbyrðis
ekki sorgmæddur beinlínis
bara dálítið lamaður
og miður mín Lögreglan öskrar á fólk
í strætisvögnum
að hér hafi verið framið hryðjuverk
og það þurfi að fara frá borði;
ég er löngu hættur að skilja fréttirnar
og vona að það slokkni bráðum á þeim bara Og fleira er kunnuglegt, ég hef fyrir vana
að drepa tímann
á þessum götum
svefnlausri nótt
á McDonalds
þar sem er bannað að sofa
og kaffið er vont
þótt maturinn sé sannast sagna alltílagi
en ég var strandaglópur
og komst ekki neitt Þarna í nágrenninu keypti ég
Guns N’ Roses kaffifantinn minn
með brotna handfanginu
ég er alltaf þarna, finnst mér
og fremur dýr heyrnartól sem skemmdust fljótlega
og ég hef líka komið inn í Åhlens Vinir mínir og ættingjar eru alltaf að
merkja sig seif
eða merkja vini sína seif
á Facebook
í vinnunni ofar við götuna,
neðar við götuna
við þessi torg
næstu torg
og tengdapabbi minn er í Kína
og þess utan nýfluttur til Västerås
(ég var í alvöru búinn að gleyma því,
en bara í augnablik)
og ég vissi ekki að þið væruð
svona mörg
á lífi eða einu sinni dauð
og hvað þá örugg En það var sem sagt einhver maður
að keyra inn í þvögu
hóp fólks
í Stokkhólmi
bara rétt í þessu
og einhverjir eru alveg
100% steindauðir
og það er alveg að fara með mig